32018D0840

Commission Implementing Decision 2018/840 of 5 June 2018 establishing a watch list of substances for Union-wide monitoring in the field of water policy pursuant to Directive 2008/105/EC of the European Parliament and of the Council and repealing Implementing Decision (EU) 2015/495


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/840 frá 5. júní 2018 um að koma á vöktunarskrá yfir efni sem á að vakta í öllu Sambandinu með tilliti til stefnu í vatnsmálum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/105/EB og um niðurfellingu á framkvæmdarákvörðun (ESB) 2015/495
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.02 Vatn
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 220/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilgangur vaktlistans er að fá vöktunarupplýsingar um efni sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Fyrsti vaktlistinn samanstóð af 10 efnum eða hópum efna. Sá listi var samþykktur árið 2015 og uppfærist hér með. Lagt er til að fjarlægja fimm efni af listanum og bæta við þremur nýjum efnum. Vaktlistinn samanstendur því af 8 efnum og/eða efnahópum. Niðurstöður vöktunarinnar á vaktlistanum skulu nýtast til ákvörðunar á því hvort efnin færist yfir á forgangsefnalistann sbr. greinar 16.2 og 16.4 í Vatnatilskipuninni 2000/60/EC.

Efnin sem fara af listanum eru: Diclofenac, Oxadiazon, 2,6-ditert-butyl-4-methylphenol, tri-allat og 2-ethylhexyl 4-methoxycinnamat.

Efnin sem koma inn á listann eru: Amoxicillin, Ciprofloxacin og Metaflumizone.

Listinn uppfærist á 24 mánaða fresti samkvæmt tilskipun 2008/105/ESB.

Nánari efnisumfjöllun

Samkvæmt 19. gr. reglugerðar nr. 982/2015 um breytingu á reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun segir að við ákvörðun á fjölda vöktunarstaða skal velja a.m.k. eina vöktunarstöð að viðbættri einni stöð ef íbúafjöldi þess ríkis er meiri en ein milljón, að viðbættum fjölda stöðva sem samsvarar land¬fræði¬legri stærð landsins í km² deilt með 60.000 (námundað að næstu heilu tölu), auk sama fjölda stöðva og íbúatala Íslands deilt með fimm milljónum (námundað að næstu heilu tölu). Samkvæmt þessu er um að ræða 3 vöktunarstaði á Íslandi.
Sérstaklega er tekið fram að vöktun efna á vaktlista er ekki ætlað að auka verulega kostnað ríkja við vöktun.

Umhverfisstofnun hefur nú þegar valið þá þrjá vöktunarstaði sem vöktunin mun fara fram á sumarið 2018. Sýnin munu fara til greiningar á vottaðri rannsóknastofu í Svíþjóð. Kostnaður við sýnatökur og greiningu er áætlaður um 1.000.000 ISK.

Fyrri ákvörðun Framkvæmdarstjórnarinnar (EU) 2015/495 fellur úr gildi við gildistöku hinnar nýju ákvörðunar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun. Lagastoð er að finna í lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018D0840
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 141, 7.6.2018, p. 9
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D056027/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 21, 25.3.2021, p. 18
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 105, 25.3.2021, p. 18