32018L0131

Council Directive (EU) 2018/131 of 23 January 2018 implementing the Agreement concluded by the European Community Shipowners' Associations (ECSA) and the European Transport Workers' Federation (ETF) to amend Directive 2009/13/EC in accordance with the amendments of 2014 to the Maritime Labour Convention, 2006, as approved by the International Labour Conference on 11 June 2014


iceland-flag
Tilskipun ráðsins (ESB) 2018/131 frá 23. janúar 2018 um framkvæmd samningsins sem Samtök skipaeigenda í Evrópubandalaginu (ECSA) og Samband félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) hafa gert með sér um breytingar á tilskipun 2009/13/EB í samræmi við breytingarnar frá 2014 á samþykktinni um vinnuskilyrði farmanna, 2006, eins og þær voru samþykktar á Alþjóðavinnumálaþinginu þann 11. júní 2014
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 18 Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 111/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með tilskipun 2009/13/EB var innleiddur í lög Evrópusambandsins samningur Samtaka skipaeigenda í Evrópu (ECSA) og Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF), frá árinu 2008. Samningurinn byggði á MLC 2006 samþykktinni. MLC-samþykktinni var breytt árið 2014. Aðal breytingarnar snéru að því að bæta hag sjómanna er útgerð sker einhliða á tengsl við farmenn í erlendum höfnum og tryggja bótarétt sjómanna vegna andláts eða langvarandi örorku þeirra vegna vinnuslysa og veikinda. Með þeirri gerð sem hér er fjallað um er verið að taka þessar breytingar í reglur Evrópusambandsins. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með tilskipuninni er að bæta vinnuskilyrði, heilsu, öryggi og félagslega vernd farmanna í sjóflutningum.
Aðdragandi og efnisleg breyting: Með tilskipun 2009/13/EB var innleiddur í lög Evrópusambandsins samningur Samtaka skipaeigenda í Evrópu (ECSA) og Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF), frá árinu 2008. Samningurinn byggði á MLC 2006 samþykktinni. Maritime Labour Convention, eða MLC, er sáttmáli á vegum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar, ILO. Með tilskipuninni voru reglur Evrópusambandsins aðlagaðar að sáttmálanum. Innleiddar voru reglur sem fólu í sér betri vernd og bætt starfsskilyrði fyrir farmenn en þau ákvæði sem áður giltu.
MLC-samþykktinni var breytt árið 2014. Þær breytingar snéru einkum að því að:
- koma á fjárhagslegu öryggiskerfi fyrir sjómenn í þeim tilvikum að útgerð sker einhliða á tengsl við farmenn í erlendum höfnum, e. abandonment, og því að;
- tryggja bótarétt sjómanna vegna samningsbundinna krafna vegna andláts eða langvarandi örorku þeirra vegna vinnuslysa og veikinda.
Í desember 2016 samþykktu aðilar vinnumarkaðarins breytingar á samningnum í þeim tilgangi að innleiða breytingarnar frá 2014 á MLC í löggjöf ESB.
Með tilskipuninni sem hér er til umfjöllunar, 2018/131, eru innleiddar ofangreindar breytingar á samningnum milli Samtaka skipaeigenda í Evrópu (ECSA) og Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) sem samþykktar voru þann 5. desember 2016. Þar með er tilskipun 2009/13/EB breytt í samræmi við breytingarnar á alþjóðasamþykkt ILO um vinnuskilyrði farmanna (MLC) frá 2014.
Breytingarnar eru settar fram í viðauka við tilskipunina. Aðildarríkin skulu hafa samþykkt nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipuninni eigi síðar en 16. febrúar 2020.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Fellur undir innleiðingu á MLC. Vinna er í gangi við þá innleiðingu. Engar breytingar umfram innleiðingu MLC.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er í 4. mgr. 4. gr. a, 7. gr. a og 17. gr. laga nr. 76/2001 um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa og í 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 680/2004 um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Tengsl við velferðarráðuneyti en ekki bein skörun.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er í 4. mgr. 4. gr. a, 7. gr. a og 17. gr. l. nr. 76/2001 um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa og í 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Innleiðing með breytingu á reglugerð nr. 680/2004 um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018L0131
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 22, 26.1.2018, p. 28
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 406
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 51, 6.7.2023, p. 30
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 172, 6.7.2023, p. 31