32018L0410

Directive (EU) 2018/410 of the European Parliament and of the Council of 14 March 2018 amending Directive 2003/87/EC to enhance cost-effective emission reductions and low-carbon investments, and Decision (EU) 2015/1814


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/410 frá 14. mars 2018 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að efla kostnaðarhagkvæmar losunarskerðingar og fjárfestingar sem fela í sér litla losun kolefna og á ákvörðun (ESB) 2015/1814
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 112/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2018/410/ESB um breytingu á tilskipun 2003/87/EB í því skyni að stuðla að hagkvæmum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og hvetja til fjárfestinga í lágkolefnatækni/framleiðslu, og ákvörðun (EU) 2015/1814.
Tilskipunin var samþykkt þann 14. mars 2018 og gefin út í stjórnartíðindum ESB 19. mars 2018. Aðildarríkin eiga að innleiða ákvæði tilskipunarinnar í landsslög fyrir 9. október 2019

Nánari efnisumfjöllun

Samantekt
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins frá 14. mars 2018 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB (hér eftir vísað til sem tilskipun 2018/410 eða tilskipunin) felur í sér innleiðingu á hluta stefnuramma (e. policy framework), varðandi loftslag og orkumál, sem var samþykktur af ráði ESB í október 2014. Meginmarkmið stefnurammans er að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda innan ESB um að minnsta kosti 40% fyrir árið 2030, miðað við árið 1990. Starfsemi sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er gert að ná 43% samdrætti í losun fyrir árið 2030, miðað við árið 2005.
Tilskipunin gildir fyrir fjórða tímabil viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, (ETS) sem varir frá 2021 til 2030. Tilskipunin fjallar að meginhluta um skiptingu heimilda milli rekstaraðila, atvinnuvega og landa innan ESB, ásamt því að setja skýrari lagaákvæði fyrir viðskiptakerfið. Umfang viðskiptakerfisins er hið sama og verið hefur þ.e. sú starfsemi og þær lofttegundir sem falla undir kerfið breytast ekki.
Meginbreytingarnar með tilskipuninni varða:
• Ákvörðun um að línulegur samdráttur heildarfjölda losunarheimilda í ESB fari úr 1,74% upp í 2.2% frá og með árinu 2021.
• Endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi ESB varðandi kolefnisleka, en kolefnisleki varðar starfsemi sem hætta er á að flytjist til landa þar sem rýmri reglur gilda um losun gróðurhúsalofttegunda.
• Breytingu á styrkjafyrirkomulagi ESB, annars vegar í tengslum við nýsköpun sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (e. Innovation Fund, 1. gr.(13)(h)) og hins vegar með því að setja á fót sjóð nútímavæðingar (e. Modernisation Fund 1. gr. (16)) til að stuðla að nútímavæðingu í orkugeiranum.

Efnisútdráttur
Lengd viðskiptatímabilsins
Fjórða viðskiptatímabilið (2021-2030) verður tveimur árum lengra en síðasta tímabil (2013-2020).

Samræming á málsmeðferð starfsleyfa og losunarleyfa (8.gr. tilsk. 2003/87 (1. gr. (11) tilsk. 2018/410))
Aðildarríkjunum ber að gera ráðstafanir um samræmingu á málsmeðferð losunarleyfis og starfsleyfis fyrir þær starfstöðvar sem eru með framleiðslu sem fellur undir viðauka 1 í tilskipun 2010/75 um losun í iðnaði.

Heildarfjöldi losunarheimilda (9. gr. tilsk. 2003/87 (1. gr.(12) tilsk. 2018/410))
Heildarfjöldi losunarheimilda í ETS kerfinu hefur dregist saman frá árinu 2013, og mun sá línulegi samdráttur halda áfram eftir 2020. Frá og með árinu 2021 verður samdrátturinn aukinn úr 1.74% í 2,2% árlega til að ná megi markmiði ESB um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Áætlað er að heildarlosun verði um það bil 100 milljónum tonna lægri með þessu móti en verið hefði án breytinganna.

Fjöldi og uppboð losunarheimilda (10.gr. tilsk. 200/87 (1. gr.(13) tilsk. 2018/410))
Markmiðið er að í framtíðinni verði allar heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda í ETS kerfinu boðnar upp. Hins vegar munu aðildarríki ESB halda áfram að veita rekstaraðilum endurgjaldslausar heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda á næsta viðskiptatímabili til að samkeppnishæfi evrópskra rekstaraðila skerðist ekki, þar til að sambærilegum kerfum er komið upp í öðrum löndum.

Hlutfall uppboðsheimilda verður 57% frá og með 2021. Möguleiki er á leiðréttingum á heildarfjölda uppboðsheimilda á milli ára ef endurgjaldslausar heimildir eru hærri en hlutfallið sem tilskipunin gerir ráð fyrir og geta 3% af uppboðsheimildum verið notaðar fyrir endurgjaldslausar heimildir (sjá 10a(5a.) tilskipun 2003/87 (1. gr.(14)(e) tilsk. 2018/410).

Endurgjaldslaus úthlutun losunarheimilda
(gr. 10a tilsk. 2003/87 (1. gr. (14) tilsk. 2018/410)
Endurgjaldslaus úthlutun losunarheimilda til rekstaraðila í staðbundinni starfsemi mun eiga sér stað tvisvar á tímabilinu. Sú fyrri fyrir árin 2021-2025 og sú seinni fyrir árin 2026-2030. Þetta er gert m.a. til að koma betur til móts við tækniframþróun í einstaka atvinnugreinum.
Eins og á fyrra tímabili er rekstaraðilum í ETS skipt í þrennt hvað varðar endurgjaldslausa úthlutun.
• Almennt er endurgjaldslausum losunarheimildum ekki úthlutað til raforkuframleiðslu. Undanþága er á því hvað varðar ríki þar sem verg þjóðarframleiðsla er lág og hlutfall rafmagnsframleiðslu sem kemur til vegna brennslu jarðefnaeldsneytis er hátt.
• Rekstaraðilar sem stunda starfsemi þar sem samkeppni er ekki talin mikil og áhætta á kolefnisleka er metin lág, fá 30% losunar sinnar úthlutað endurgjaldslaust í byrjun tímabilsins, miðað við árangursviðmið (e. benchmark). Úthlutunin dregst saman eftir því sem líður á tímabilið og verður komin í 0% í lok tímabils.
• Rekstaraðilar sem stunda starfsemi þar sem samkeppni er metin mikil og hætta á kolefnisleka er metin há lenda á kolefnislekalista. Þessir rekstaraðilar fá úthlutað kvóta sem samsvarar 100% losunar þeirra miðað við árangursviðmið.
Kolefnisleki (e. carbon leakage)
Aðferðin til að meta hvort tiltekinni starfsemi er hætt við kolefnisleka er breytt frá því sem var á þriðja tímabilinu. Nú er horft til tveggja þátta, annars vegar hlutfalls inn- og útflutings (e. trade intensity) og hins vegar hlutfalls losunar (e. carbon intensity). Á þriðja tímabili ETS var hins vegar horft til hlutfalls inn- og útflutnings og framleiðslukostnaðar. Listinn verður tilbúinn í lok árs 2018 en drög að listanum voru gefin út 8. maí 2018. Fiskimjölsverksmiðjur voru á lekalista fyrir þriðja tímabil ETS en eru ekki á útgefnum drögum að listanum. Þær munu því fá úthlutað færri endurgjaldslausum heimildum fyrir komandi tímabil. Á Íslandi er ein fiskimjölsverksmiðja þátttakandi í ETS en breytingin á kolefnislekalistanum mun einnig hafa áhrif á þá þrjá rekstaraðila sem hafa verið undanskildir skv. 14. laga um loftslagsmál.
Við innleiðingu tilskipunarinnar mun atvinnugreinum sem hafa verið á lekalista fækka töluvert. Heildarmagn losunar á gróðurhúsalofttegundum innan þeirra atvinnugreina sem hætt er við kolefnisleka minnkar hins vegar mjög lítið, því sú starfsemi sem hverfur af lekalistanum á fjórða tímabilinu hefur litla losun.

Árangursviðmið (e. benchmark)
Árangursviðmið fyrir vöru sem ákvarðar endurgjaldslausa úthlutun í stórum hluta iðnaðar verða uppfærð til að koma til móts við tækninýjungar.
Fjöldi árangursviðmiða er óbreytt, 52 árangursviðmið eru fyrir vörur auk árangursviðmiða fyrir hita og fyrir eldsneyti. Útreikningur á árangursviðmiði miðar við 10% skilvirkustu rekstaraðila hverrar atvinnugreinar út frá loftlagssjónarmiði. Gert er ráð fyrir að árangursviðmiðin breytist um 0,2- 1,6 % árlega (misjafnt milli atvinnugreina). Þetta mun leiða til minni úthlutunar árlega til einstakra rekstaraðila.

Ívilnandi fjárhagslegt kerfi – starfsemi sem hætt er við kolefnisleka (10a(6)gr. tilsk. 2003/87 (1. gr.(14)(f) tilsk. 2018/410) )
Með tilskipuninni er gerð sú breyting að nú er það gert að skyldu fyrir aðildarríki (sem áður var valkvætt) að koma á ívilnandi fjárhagslegu kerfi fyrir starfsemi sem fellur undir ETS, sem er sérstaklega hætt við kolefnisleka vegna verulegs óbeins kostnaðar sökum þess að kostnaði vegna losunar gróðurhúsalofttegunda hefur verið velt út í raforkuverðið. Slíkar aðstæður eiga ekki við um Ísland.

Listi yfir rekstaraðila og fyrirhugaða útgáfu losunarheimilda þeirra (gr. 11 tilsk. 2003/87)
Í tilskipuninni (1. gr. (17) tilsk. 2018/410) er mælt fyrir um að aðildarríki skuli (líkt og fyrir 3. viðskiptatímabilið), fyrir 30. september 2019, skila svokölluðum NIMs lista (National Implementation Measures) varðandi 4. viðskiptatímabilið (2021-2030) til framkvæmdastjórnarinnar yfir þá rekstraraðila sem heyra undir viðskiptakerfi ESB á árunum 2021-2026. Slíkum listum skal í framhaldinu skilað á fimm ára fresti.

Ráðstöfun endurgjaldslausra losunarheimilda sem ekki hefur verið úthlutað – nýir þátttakendur og aukning á framleiðslugetu (7. mgr. 10.a. gr. 2003/87 (1. gr. (g)(i) tilsk. 2018/410))
Samkvæmt tilskipuninni verða tilteknar losunarheimildir settar í sjóð fyrir nýja þátttakendur og vegna aukningar á framleiðslugetu starfsstöðva. Í sjóðinn verða settar þær endurgjaldslausu losunarheimildir sem ekki hefur verið úthlutað við lok 3. viðskiptatímabils og hafa ekki verið settar í sjóð til að styrkja markaðsstöðugleika (e. market stability reserve EU 2015/1814) ásamt 200 milljónum losunarheimilda úr síðastnefndum sjóði. Enn fremur munu heimildir rekstaraðila sem hætta munu starfsemi eða minnka framleiðslu sína eftir árið 2021 ganga í sjóðinn.

Rekstaraðilar með litla losun (gr. 27 og 27a tilsk. 2003/87 (1. gr. (34) og (35) tilsk. 2018/410)
Rekstaraðilar með litla losun hafa tilltölulega háan umsýslukostnað miðað við magn losunar og hefur ríkjunum verið heimilað að undanskilja rekstaraðila frá kerfinu á 3. tímabili ETS ef árleg losun rekstaraðilans er undir 25.000 tonnum samkvæmt skilyrðum í 27.gr. Ákvæðið er ekki nýtt nema í fáum ríkjum ESB. Ísland hefur nýtt ákvæðið og á 3. tímabili ETS voru 4 rekstraraðilar á Íslandi undanþegnir kerfinu og greiddu þess í stað losunargjald.
Á 4. tímabili ETS er ríkjunum einnig heimilað að undanskilja rekstaraðila þar sem árleg losun gróðurhúsalofttegunda er undir 2.500 tonnum samkvæmt gr. 27a. Vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda þarf að eiga sér stað en stefnt er að einfaldari vöktun sem nánar verður útfærð í reglugerð.
Séu þessi ákvæði nýtt, mun losun frá þessum rekstaraðilum vera talin fram sem losun utan ETS kerfisins og falla undir skuldbindingar Íslands undir Parísarsamkomulaginu.

Nýsköpunarsjóður (Innovation Fund)
(gr. 10a(8) tilsk. 2003/2018 (1. gr. (14)(h) tilsk. 2018/410))
Tilskipunin kveður á um að nýsköpunarsjóði verði komið á fót í því skyni að styðja við nýsköpun í lágkolefnatækni og framleiðslu þar sem fram fer starfsemi sem getið er í I. viðauka tilskipunar 2003/87/EB um kolefnisföngun- og geymslu sem og nýjungar í fjárfestingum með endurvinnanlega orku innan ESB. Nýsköpunarsjóðurinn kemur því til með að taka við af núverandi verkefni sem hefur verið ætlað að styrkja nýsköpun og tækniþróun í því skyni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (e. NER 300 programme). Ráðgert er að frá árinu 2021 verði 400 milljónir losunarheimilda settar í nýsköpunarsjóðinn. Einnig eiga 50 milljónir losunarheimilda, úr áðurnefndum sjóði til styrktar markaðsstöðugleika, að renna í nýsköpunarsjóðinn á 3. viðskiptatímabili. Íslenskir rekstaraðilar munu geta sótt um úthlutun til sjóðsins en stefnt er að því að sjóðurinn verði kominn í rekstur 2020.

Sjóður nútímavæðingar (Modernisation Fund)
(gr. 10d tilsk. 2018/87( 1. gr. (16) tilsk. 2018/410 tilsk. 2018/410) )
Tilskipunin felur í sér það nýmæli að sérstakur sjóður verði settur á fót í því skyni að stuðla að nútímavæðingu orkugeira þeirra ríkja ESB þar sem verg landsframleiðsla á mann var undir 60% af meðaltali vergrar landsframleiðslu á mann í ESB á árinu 2013. Tvö prósent af heildarmagni uppboðsheimilda verða færðar í þennan sjóð. Ljóst er að úthlutun úr sjóðnum á ekki við um Ísland.

Verkefnatengd viðskipti skv. Kýótó-bókuninni
(gr. 11a tilsk. 2018/410 (1. gr.(18) tilsk. 2018/410) )
Tilskipunin gerir ráð fyrir að felld verði úr gildi tiltekin ákvæði sem varða ákveðin réttindi rekstraraðila og flugrekenda til að nota CERs- og ERUs-einingar til að efna skyldur sínar í viðskiptakerfinu. Ekki er lagt til að sambærileg ákvæði verði í gildi á 4. viðskiptatímabilinu, 2021-2030.

Innleiðing
Breytingatilskipun þessi 20018/410 á að vera innleidd og koma til framkvæmda 9. október 2019. Ákvæði 10a(6) varðandi útgáfu lekalista eiga að vera í gildi 31. desember 2018. Þó skulu nokkur ákvæði tilskipunarinnar halda gildi sínu fram til 31. desember 2020 og eru þau talin upp í 4.gr. tilskipunarinnar.

Reglugerðir:
Reglur um úthlutun sem munu koma í stað ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2011/278 frá 27. apríl 2011 um samræmingu verða settar fram með:
- Delegated act on the Free Allocation Rules
- Implementing act on the Benchmark Values Decision
- Implementing act on adjustments to allocation due to production level changes 2021-2030.

Til viðbótar verða eftirfarandi reglugerðir endurskoðaðar:
- Registry regulation (EU 389/2013)
- Monitoring and reporting regulation (EU 601/2012)
- Accreditation and verification regulation (EU 600/2012)
- Actioning regulation (EU 1031/2010)

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf lögum nr. 70/2012 um loftlagsmál. Evrópureglugerðir um vöktun og skýrslugjöf, vottun og viðurkenningu, skráningarkerfi og uppboð verða endurskoðaðar. Uppfæra þarf íslenskar reglugerðir.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til fyrirtækja í staðbundnum iðnaði
Varðandi úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til fyrirtækja á 4. viðskiptatímabili skráningakerfisins, skulu aðildarríki fyrir 30. september 2019 gefa út lista yfir fyrirtæki sem falla undir gildissvið ETS kerfisins. Á grundvelli listans skal lögbært yfirvald úthluta losunarheimildum fyrir 28. febrúar ár hvert, á árunum 2021-2025. Þessi vinna mun fara fram aftur að fimm árum liðnum fyrir árin 2026-2030. Þannig mun Umhverfisstofnun hafa það hlutverk, eins og áður, að safna gögnum frá rekstraraðilum, útbúa lista yfir fyrirtæki, reikna út úthlutun til þeirra og úthluta losunarheimildum til einstakra fyrirtækja fyrir 28. febrúar ár hvert. Umfang þess hlutverks verður þó meira en áður því gert er ráð fyrir að rekstraraðilar skili skýrslu árlega um magn framleiðslu. Skýrslan skal vera vottuð af faggiltum vottunaraðila og hefur Umhverfisstofnun umsjón með yfirferð skýrslunnar. Gögn úr skýrslunum eru notuð til að leiðrétta úthlutun til rekstaraðila miðað við raunverulega framleiðslu hjá einstaka rekstaraðilum til að endurspegla betur stöð fyrirtækja og atvinnugreina á hverjum tíma.

Einnig mun Umhverfisstofnun sjá um álíka umsýslu í tengslum við úthlutun til nýrra þátttakenda hér á landi.

Úthlutun á losunarheimildum fyrir 2021-2030
Þar sem árangursviðmið staðbundinnar starfsemi munu breytast á 4. viðskiptatímabilinu kemur framkvæmdastjórnin til með að útfæra nánari reglur þar um. Mikilvægt er að kynna slíkar reglur vel fyrir viðkomandi fyrirtækjum.

Umhverfisstofnun sér fram á að þurfa að innheimta þjónustugjöld fyrir afgreiðslu umsókna um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda. Þó eru sjálfar losunarheimildirnar án endurgjalds skv. tilskipun 2003/87/EB, með síðari breytingum. Ekki er heimild í gjaldskrá fyrir þessum þjónustulið.

Vöktunaráætlanir og endurskoðun á losunarleyfum
Þar sem reglugerðir um vöktun og skýrslugjöf og vottun og viðurkenningu verða uppfærðar er þörf á endurskoðun á vöktunaráætlunum hjá öllum rekstaraðilum starfstöðva í ETS. Áætlað er að rekstaraðilar skili nýjum vöktunaráætlunum fyrir tímabilið 2021-2030 í ársbyrjun 2020.

Breytingar í skráningarkerfinu
Yfir stendur endurskoðun á reglugerð um skráningarkerfi nr. 389/2013, og búist er við því að henni muni ljúka á þriðja eða fjórða ársfjórðungi þessa árs. Breytingarnar eru viðamiklar og koma meðal annars að notkun LULUCF eininga innan kerfisins, auk umtalsverðra stjórnsýslulegra breytinga.

Mannaflaþörf:
Gert er ráð fyrir að vinna við tilskipuninna og reglugerðir undir henni krefjist 4 mannmánaða seinni hluta ársins 2018. Frá árinu 2019 er gert ráð fyrir þörf á ½ stöðugildi til viðbótar vegna verkefna sem ekki er hægt að setja beint á einstaka fyrirtæki í samræmi við mengunarbótaregluna. Tengist það grunnvinnu við úthlutun, innleiðingu gerða, kynningarstarsemi og aukinni kröfu á samræmingu innan kerfisins. Umhverfisstofnun minnir á að hluti fjármagns sem kemur vegna uppboða losunarheimilda á að fara í rekstur kerfisins. Miklu skiptir að stofnunin hafi yfir að ráða nægum mannskap til að sinna þessu verkefni enda miklir hagsmunir í húfi bæði fyrir fyrirtæki en ekki síður ríkissjóð.

Tekjur:
Gert er ráð fyrir að þjónustugjöld standi undir kostnaði umsýslu vegna úthlutunar frá og með 2019. Hugsanlega mætti útfæra gjaldtökuheimild þannig að gjöld stæðu undir framangreindri kynningarvinnu ásamt úthlutun.

Því leggur Umhverfisstofnun til að bætt verði við nýrri heimild til gjaldtöku fyrir þau nýju verkefni sem rétt er að gera fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir í samræmi við mengunarbótaregluna. Stór hluti verkefna þessu tengd er þó ekki hægt að setja á einstaka fyrirtæki eins og vegna skyldubundinna samráðsfunda við ESB til að tryggja samræmda innleiðingu á kerfinu, vinnu vegna innleiðinga nýrra reglna, úttekta og ytra eftirlits á heildarkerfinu.

Vakin er athygli á því að þar sem framkvæmdastjórn ESB á eftir að útfæra nánar tilteknar reglur tillögunnar er ekki hægt að segja til um kostnað vegna breytinga á tilskipun 2003/87/EB með tæmandi hætti. Því getur komið til þess að Umhverfisstofnun þurfi á síðari stigum að meta frekari kostnað.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018L0410
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 76, 19.3.2018, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2015) 337
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 51, 6.7.2023, p. 32
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 172, 6.7.2023, p. 33