32018L0645

Directive (EU) 2018/645 of the European Parliament and of the Council of 18 April 2018 amending Directive 2003/59/EC on the initial qualification and periodic training of drivers of certain road vehicles for the carriage of goods or passengers and Directive 2006/126/EC on driving licences


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/645 frá 18. apríl 2018 um breytingu á tilskipun 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og á tilskipun ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 155/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða tilskipun 2018/645 EB um breytingu á tveimur tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins. a) 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga. Tilskipunin var sett til að tryggja að ökumenn ríkja innan EES hefðu menntun og hæfi til að starfa við flutning í atvinnuskyni. b) 2006/126/EB um ökuskírteini. Markmiðið er að auka öryggi í umferð, stuðla að vistvænum akstri, eyða lagalegri óvissu, auðvelda samstarf á milli ríkja, heimila fjölbreyttari þjálfunar og kennsluaðferðir og samnýtingu námskeiða, uppfæra færni - og þekkingarmarkmið um leið og samræmi í regluverki er aukið. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Um er að ræða tilskipun 2018/645 EB um breytingu á tveimur tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins
a) 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga. Tilskipunin var sett til að tryggja að ökumenn ríkja innan EES hefðu menntun og hæfi til að starfa við flutning í atvinnuskyni
b) 2006/126/EB um ökuskírteini.
Markmiðið er að auka öryggi í umferð, stuðla að vistvænum akstri, eyða lagalegri óvissu, auðvelda samstarf á milli ríkja, heimila fjölbreyttari þjálfunar og kennsluaðferðir og samnýtingu námskeiða, uppfæra færni - og þekkingarmarkmið um leið og samræmi í regluverki er aukið.
Innleiðingu í aðildarríkjunum skal lokið fyrir 23. maí 2020 (23. maí 2021 ný gr. 10a í tilskipun 2003/59/EB).
Aðdragandi: Báðar tilskipanir sem breytingatilskipunin varðar fjalla um kröfur til þjálfunar, hæfi og skírteini ökumanna.
Í ljósi reynslu sem fengist hefur eru með breytingatilskipuninni tekin ákveðin skref til bæta úr ákveðnum annmörkum:
2003/59/EB:
• skilgreiningar á undanþágum hafa þótt óljósar
• námsefni hefur að hluta ekki gagnast ökumönnum né þjónað markmiðum
• fjarkennsla hefur ekki verið heimil
• ekki hefur verið hægt að samnýta nám sem gerð er krafa um skv. mismunandi regluverki (hættulegur farmur o.fl.)
• erfiðleikar hafa verið með viðurkenningu á námi á milli ríkja
2006/126/EB:
• aldurskröfur
• akstur þyngri fólksbifreiða en 3.500 kg.
Efnisútdráttur: Breytingarnar eru eftirfarandi:
Á tilskipun 2003/59/EB:
• Í 2. gr. um undanþágur er orðalagi breytt í því skyni að gera það skýrara og í samræmi við undanþágur í reglugerð nr. 561/2006/EB
• 7. gr. er breytt á þann veg að vægi umfjöllunar í endurmenntun um þætti er lúta að umferðaröryggi og vistvænum akstri er aukið. Ennfremur tiltekið að fjarkennsla sé heimil að hluta.
• 10. gr. er gerð breyting til að tryggja að tákntalan 95 tengist beint ökuréttindaflokki (C1-, C-, D1- og D-). Gerð er krafa um að gefið sé út starfshæfnisvottorð (CPC) í þeim tilvikum sem ekki er hægt að setja tákntöluna 95 í skírteini ökumanns. Tilgreint er að ökumenn sem fullnægja skilyrðum um endurmenntun skv. gildandi reglum teljast fullnægja þeim eftir gildistöku þessarar tilskipunar.
• Ný gr. 10a bætist við. Í henni er gerð krafa um að ríki skiptist á upplýsingum um starfshæfnisvottorð og komi í þeim tilgangi upp rafrænum gagnagrunni með nauðsynlegum upplýsingum um útgefin og ógild starfshæfnisvottorð. Unnið skal að sameiginlegu upplýsingakerfi.
• Viðauki I og II skal uppfæra í samræmi við viðauka tilskipunarinnar.
Á tilskipun 2006/126/EB::
• Breytingar eru gerðar á 4. gr. á aldurskröfum til samræmis við aldurskröfur í 2003/59/EB
• Nýr liður bætist við gr. 6.4 sem gerir ríkjum kleift að heimila akstur bifreiða sem eru að leyfðri heildarþyngd 4.250 kg eða minna á grundvelli ökuskírteinis í B-flokki, sem viðkomandi hefur öðlast minnst tveim árum áður, háð því að þyngd umfram 3.500 kg sé tilkomin vegna annars orkugjafa en jarðeldsneytis.
• Á 15. gr. eru gerðar breytingar sem fela í sér kröfu um að ríki noti sameiginlegt upplýsinganet um ökuréttindi þegar það er tilbúið.
Umsögn, helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Tákntalan 95 skal koma í línu viðeigandi réttindaflokks í ökuskírteini (breyting á framsetningu frá því sem nú er). Unnt verður að meta ákveðið nám sem gerð er krafa um skv. öðrum reglum inn í nám vegna endurmenntunar. Skýrari heimildir til að veita undanþágu frá kröfum um endurmenntun. Eftir á að skilgreina nánar sektir og viðurlög við brotum gegn reglum um endurmenntun.
Mat eða tilgreining á kostnaði: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Tengsl við dómsmálaráðuneyti (útgáfa ökuskírteina).
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Ökumenn stórra ökutækja, flutningafyrirtæki og námskeiðshaldarar.
Lagastoð. Gera þarf breytingu á umferðarlögum: Í viðauka I við gerðina eru lagðar hömlur á það hve fjarnám má vera stór hluti endurmenntunar ökumanna. Samkvæmt þeirri tilskipun sem áður gilti, tilskipun 2003/59, voru ekki lagðar hömlur á þetta atriði. Því hefur það ekki verið gert hér. Verði af því að svo verði mun það gera nemendum utan höfuðborgarsvæðisins erfitt um vik að sækja sér endurmenntun. Í gerðinni er hámark fjarnáms 12 stundir en miðað hefur verið við 35 stundir hér á landi. Verði þetta að veruleika og Ísland fær ekki aðlögunartexta þarf að breyta 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta gera þarf breytingu á umferðarlögum. Rétt þykir að reglugerðin verði innleidd með breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018L0645
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 112, 2.5.2018, p. 29
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 047
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 22.9.2022, p. 116
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 22.9.2022, p. 120