32018L0843

Directive (EU) 2018/843 of the European Parliament and of the Council of 30 May 2018 amending Directive (EU) 2015/849 on the prevention of the use of the financial system for the purposes of money laundering or terrorist financing, and amending Directives 2009/138/EC and 2013/36/EU - amending AMLD IV


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/843 frá 30. maí 2018 um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka og um breytingu á tilskipunum 2009/138/EB og 2013/36/ESB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 09 Fjármálaþjónusta, 09.02 Bankar og aðrar fjármálastofnanir
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 063/2020

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipunin er nefnd fimmta peningaþvættistilskipun ESB og með henni eru gerðar breytingar á tilskipun ESB nr. 2015/849 (fjórðu peningaþvættistilskipuninni). Gerðinni er m.a. ætlað að bregðast við hryðjuverkaárásum sem leitt hafa í ljós nýja þróun, einkum að því er varðar hvernig hryðjuverkahópar fjármagna aðgerðir sínar. Einnig er gerðinni ætlað að auka gagnsæi og bregðast við nýlegum tæknibreytingum í fjármálakerfinu. Markmiðið er að koma í veg fyrir notkun á fjármálakerfinu til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka.

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/843 frá 30. maí 2018 um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka og um breytingu á tilskipunum 2009/138/EB og 2013/36/ESB.
Gerðinni er ætlað að bregðast við breytingum á aðferðum hryðjuverkamanna við að fjármagna aðgerðir sínar. Einnig er gerðinni ætlað að auka á aðgerðir til að sporna við skattsvikum.
Eflt er vald þeirra stofnana sem fara með eftirlit með peningaþvætti í hverju ríki og samstarf þeirra auðveldað. Þau munu þannig geta fengið aðgang að meiri upplýsingum en áður auk þess að hafa aðgang að miðlægum gagnabönkum og upplýsingum úr skrám með upplýsingum um greiðslur sem aðildarríkin verða nú að koma upp.
Aukið er eftirlit með notkun á nafnlausum greiðslukortum með innistæðu auk þess sem lækkaðar eru hámarksinnistæður á slíkum kortum úr 250 e í 150 e. Fyrirframgreidd kort frá löndum utan EES-svæðisins verður eingöngu hægt að nota í samræmi við reglur ESB.
Þá er aukið eftirlit með rafeyri og stöðum þar sem hægt er að skipta rafeyri yfir í venjulegt fé þar sem sýnt hefur verið fram á að hægt sé að komast framhjá venjulegu eftirliti við slík skipti.
Samkvæmt grein 32a ber aðildarríkjum EES skylda til að setja upp miðlæga skrá eða miðlægt kerfi þar sem bær stjórnvöld geta beint og milliliðalaust aflað upplýsinga um hverjir séu eigendur bankareikninga, greiðslureikninga og geymsluhólfa.
Samræmdar eru athuganir á ríkjum og viðskiptavinum frá löndum sem eru á lista yfir ríki þar sem veikleikar eru í eftirliti með peningaþvætti og eftirliti með hryðjuverkum. M.a. verður sett upp skrá yfir ríki þar sem slík áhætta er talin vera.
Þá fær almenningur fullan aðgang að tilteknum atriðum í skrá yfir þá sem teljast raunverulegir eigendur fyrirtækja og sjóða. Fullur aðgangur að öllum upplýsingum í skránni verður veittur öllum sem hafa til þess eðlilegar ástæður. Gert er ráð fyrir að skrár einstakra landa verði samtengdar til að auðvelda samvinnu í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Dómsmálaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018L0843
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 156, 19.6.2018, p. 43
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 450
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 9.3.2023, p. 30
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 72, 9.3.2023, p. 29