32018L0849

Directive (EU) 2018/849 of the European Parliament and of the Council of 30 May 2018 amending Directives 2000/53/EC on end-of-life vehicles, 2006/66/EC on batteries and accumulators and waste batteries and accumulators, and 2012/19/EU on waste electrical and electronic equipment


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/849 frá 30. maí 2018 um breytingu á tilskipun 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki, tilskipun 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma og tilskipun 2012/19/ESB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 243/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipunin er ein fjögurra tilskipana sem breyta sex eldri úrgangstilskipunum sem þegar eru í gildi. Því er um að ræða yfirgripsmikla endurskoðun á Evrópulöggjöfinni er varðar úrgang og er megintilgangurinn sá að innleiða hringrásarhagkerfi (e. circular economy) og slíta þannig tengslin á milli hagvaxtar og myndunar úrgangs. Með því verði Evrópa í fararbroddi í úrgangsmálum í heiminum. Lagt er upp með að gera framleiðslu og neyslu í álfunni sjálfbæra, að draga úr myndun úrgangs og að varðveita auðlindir með því að halda hráefni í hringrás. Í gerðinni eru ákvæði um frekari innleiðingu réttrar forgangsröðunar við meðhöndlun úrgangs (e. waste hierarchy). Kveðið er á um heimildir framkvæmdastjórnar ESB til að setja framseldar gerðir (e. adopt delegated acts) og jafnframt er aukin áhersla lögð á gerð tölulegra upplýsinga um úrgang, m.a. til að fylgjast með innleiðingu þeirra tilskipana sem gerðin breytir.

Nánari efnisumfjöllun

Efni gerðarinnar – Helstu breytingar sem felast í gerðinni
Breytingar á tilskipun 2000/53/EB
Framkvæmdastjórninni er veitt heimild til að setja framseldar gerðir til breytinga á viðaukum I og II við tilskipunina í samræmi við framfarir í tækni og vísindum, til að setja lágmarkskröfur til vottorða um úrvinnslu ökutækja og til að setja staðla um merkingar á íhlutum og efnum í ökutækjum. Nú er jafnframt sérstaklega kveðið á í tilskipuninni um að meðhöndlun úr sér genginna ökutækja skuli vera í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs (e. waste hierarchy).

Grein um skýrslugjöf er breytt og nú er ekki lengur skylda fyrir aðildarríkin að senda framkvæmdastjórninni skýrslur um innleiðingu gerðarinnar, eins og skylt hefur verið að gera á þriggja ára fresti. Á móti kemur að ríkjunum er gert að senda árlega skýrslu yfir hvernig gengur að ná þeim tölulegu markmiðum sem gerðin mælir fyrir um. Skal framkvæmdastjórnin setja sérstaka framkvæmdargerð (e. implementing act) sem mælir fyrir um það form sem ber að fylgja við skýrslugjöfina. Jafnframt er gerð krafa um að gæðaskýrslur fylgi tölfræðiskýrslum til framkvæmdastjórnarinnar.

Breytingar á tilskipun 2006/66/EB
Ekki er lengur skylda fyrir aðildarríkin að senda framkvæmdastjórninni skýrslur um innleiðingu gerðarinnar, eins og skylt hefur verið að gera á þriggja ára fresti.

Í nýrri grein er aðildarríkjunum veitt heimild til að nota efnahagsleg stjórntæki og aðrar ráðstafanir til að ýta undir rétta meðhöndlun notaðra rafhlaðna og rafgeyma, sbr. forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs. Dæmi um slík efnahagsleg stjórntæki og ráðstafanir eru í viðauka IVa við tilskipun 2008/98/EB.

Framkvæmdastjórninni er gert, fyrir árslok 2018, að útbúa skýrslu um framkvæmd tilskipunarinnar og áhrif hennar á umhverfið og á innri markað Evrópu.

Breytingar á tilskipun 2012/19/ESB
Ekki er lengur skylda fyrir aðildarríkin að senda framkvæmdastjórninni skýrslur um innleiðingu gerðarinnar, eins og skylt hefur verið að gera á þriggja ára fresti. Á móti kemur að ríkjunum er gert að senda árlega skýrslu yfir hvernig gengur að ná þeim tölulegu markmiðum sem gerðin mælir fyrir um. Skal framkvæmdastjórnin setja sérstaka framkvæmdargerð sem mælir fyrir um það form sem ber að fylgja við skýrslugjöfina. Jafnframt er gerð krafa um að gæðaskýrslur fylgi tölfræðiskýrslum til framkvæmdastjórnarinnar.

Í nýrri grein er aðildarríkjunum veitt heimild til að nota efnahagsleg stjórntæki og aðrar ráðstafanir til að ýta undir rétta meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs, sbr. forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs. Dæmi um slík efnahagsleg stjórntæki og ráðstafanir eru í viðauka IVa við tilskipun 2008/98/EB.

Framkvæmdastjórninni er veitt heimild til að setja framseldar gerðir til breytinga á viðaukum IV, VII, VIII og IX við tilskipunina, í samræmi við framfarir í tækni og vísindum.

Gildistaka gerðarinnar
Gerðin tók gildi 4. júlí 2018 og ber aðildarríkjunum að uppfylla ákvæði hennar eigi síðar en 5. júlí 2020.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðarbreyting – Reglugerð nr. 1020/2011, um rafhlöður og rafgeyma
-Fella brott 18. gr. reglugerðarinnar. (3. mgr. 2. gr. tilskp.)
Lagastoð í lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samband íslenskra sveitarfélaga, Úrvinnslusjóður

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018L0849
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 150, 14.6.2018, p. 93
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2015) 593
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 31, 20.4.2023, p. 32
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 106, 20.4.2023, p. 35