32018L0852

Directive (EU) 2018/852 of the European Parliament and of the Council of 30 May 2018 amending Directive 94/62/EC on packaging and packaging waste

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.17 Umhverfisvernd
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 296/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipunin er ein fjögurra tilskipana sem breyta sex eldri úrgangstilskipunum sem þegar eru í gildi. Því er um að ræða yfirgripsmikla endurskoðun á Evrópulöggjöfinni er varðar úrgang og er megintilgangurinn sá að innleiða hringrásarhagkerfi (e. circular economy) og slíta þannig tengslin á milli hagvaxtar og myndunar úrgangs. Með því verði Evrópa í fararbroddi í úrgangsmálum í heiminum. Lagt er upp með að gera framleiðslu og neyslu í álfunni sjálfbæra, að draga úr myndun úrgangs og að varðveita auðlindir með því að halda hráefni í hringrás. Markmið gerðarinnar er að draga úr myndun umbúðaúrgangs, einkum með því að styðja við notkun endurnotanlegra umbúða, og ýta undir endurvinnslu umbúðaúrgangs. Þannig er gerðinni ætlað að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfis. Jafnframt er aukin áhersla lögð á gerð tölulegra upplýsinga um umbúðaúrgang, m.a. til að fylgjast með innleiðingu gerðarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Efni gerðarinnar – Helstu breytingar sem felast í gerðinni
Skilgreiningar á 12 hugtökum eru samræmdar við þær skilgreiningar sem er að finna í tilskipun 2008/98/EB um úrgang. Jafnframt er tveimur nýjum skilgreiningum bætt við, þ.e. fyrir endurnotanlegar umbúðir og samsettar umbúðir. Að endingu eru tvær eldri skilgreiningar felldar brott.

Grein um úrgangsforvarnir er breytt og og skerpt á áherslunni á að draga úr myndun umbúðaúrgangs og draga úr umhverfisáhrifum af völdum umbúða. Jafnframt er aðildarríkjunum gert skylt að nota efnahagsleg stjórntæki og aðrar ráðstafanir til að ýta undir rétta meðhöndlun umbúðaúrgangs, sbr. forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs (e. waste hierarchy). Dæmi um slík efnahagsleg stjórntæki og ráðstafanir eru í viðauka IVa við tilskipun 2008/98/EB.

Ný grein um endurnotkun kemur í stað eldri greinar. Þar er aðildarríkjunum gert að grípa til ráðstafana til að auka hluta endurnotanlegra umbúða á markaði og kerfa sem þjónusta slíkar umbúðir. Dæmi um slíkar ráðstafanir eru uppsetning skilakerfa, setning tölulegra markmiða, notkun efnahagslegra stjórntækja og ákvörðun lágmarkshlutfalls endurnotanlegra umbúða á markaði. Veitt er sérstök heimild til að nýta hlutfall endurnotanlegra umbúða á markaði til að lækka hin nýju endurvinnslumarkmið sem sett eru í tilskipuninni fyrir árin 2025 og 2030. Að hámarki getur sú lækkun numið 5 prósentustigum af hverju markmiði. Framkvæmdastjórn ESB er gert að setja framkvæmdargerð um útreikninga og aðferðafræði við að nýta þessa heimild.

Í gerðinni eru sett ný markmið fyrir endurvinnslu umbúðaúrgangs sem aðildarríkjunum ber að ná. Um er að ræða annars vegar markmið sem á að ná fyrir árslok 2025 og hins vegar markmið sem á að ná fyrir árslok 2030. Fyrir árslok 2025 ber að endurvinna a.m.k. 65% af öllum umbúðaúrgangi. Til viðbótar eru sett sérstök markmið fyrir endurvinnslu umbúðaúrgangs úr tilteknum efnum: 50% fyrir plast, 25% fyrir við, 70% fyrir járnríkan málm, 50% fyrir ál, 70% fyrir gler og 75% fyrir pappír og pappa. Fyrir árslok 2030 ber að endurvinna a.m.k. 70% af öllum umbúðaúrgangi og markmið fyrir endurvinnslu umbúðaúrgangs úr tilteknum efnum eru: 55% fyrir plast, 30% fyrir við, 80% fyrir járnríkan málm, 60% fyrir ál, 75% fyrir gler og 85% fyrir pappír og pappa. Þeim aðildarríkjum sem telja sig þess þurfa er heimilt að fresta gildistöku framangreindra markmiða fyrir umbúðaúrgang úr tilteknum efnum um allt að fimm ár. Til að svo megi verða þurfa viðkomandi ríki þó að uppfylla tiltekin skilyrði sem kveðið er á um í gerðinni, þ.m.t. er sérstök tilkynning þar um til framkvæmdastjórnarinnar í síðasta lagi tveimur árum áður en ber að ná markmiðunum samkvæmt tilskipuninni og leggja um leið fram sérstaka áætlun um hvernig ríkið hyggist innleiða ráðstafanir til að ná markmiðunum. Sú áætlun skal vera í samræmi við ákvæði viðauka IV, sem er nýr, við tilskipunina.

Í tilskipuninni eru tvær nýjar greinar þar sem kveðið er á um reglur sem aðildarríkjunum ber að fylgja við útreikninga á endurvinnsluhlutföllum fyrir umbúðaúrgang og kveðið á um eftirlit framkvæmdastjórnarinnar með því að aðildarríkin nái settum markmiðum. Skal framkvæmdastjórnin einnig setja sérstaka framkvæmdargerð sem mælir frekar fyrir um reglur við útreikningana og við skýrslugjöf aðildarríkjanna.

Ný grein um skilagjalds-, söfnunar- og endurnýtingarkerfi kemur í stað eldri greinar. Þar er helsta breytingin sú að fyrir árslok 2024 ber aðildarríkjunum að taka upp framlengda framleiðendaábyrgð (e. extended producer responsibility) fyrir allar umbúðir.

Fyrirséð er að ákvæði tilskipunar 94/62/EB er varða hámarksstyrk þungmálma í umbúðum geti ekki gilt að öllu leyti um umbúðir úr endurunnu efni og því er framkvæmdastjórninni gert að setja framseldar gerðir (e. adopt delegated acts) til útfærslu skilyrða er slík tilfelli verðar.

Greinum um skýrslugjöf er breytt. Ekki er lengur skylda fyrir aðildarríkin að senda framkvæmdastjórninni skýrslur um innleiðingu gerðarinnar, eins og skylt hefur verið að gera á þriggja ára fresti. Á móti kemur að skýrslur yfir umbúðatölfræði eru gerðar ítarlegri og ætlar framkvæmdastjórnin að nýta þessar skýrslur ríkjanna til að hafa eftirlit með innleiðingu gerðarinnar. Er því ríkjunum nú gert að senda árlega skýrslu yfir hvernig gengur að ná þeim endurvinnslumarkmiðum sem gerðin mælir fyrir um og að senda jafnframt tölulegar upplýsingar um magn endurnotanlegra umbúða sem settar eru á markað. Þetta er nýmæli. Skal framkvæmdastjórnin setja sérstaka framkvæmdargerð sem mælir fyrir um það form sem ber að fylgja við skýrslugjöfina. Gerð er krafa um að gæðaskýrslur fylgi tölfræðiskýrslum til framkvæmdastjórnarinnar.

Samkvæmt gerðinni er framkvæmdastjórninni gert að setja sérstakar framkvæmdargerðir til nauðsynlegra uppfærslna á auðkenningarkerfi umbúða, sem tilskipun 94/62/EB mælir fyrir um, í samræmi við framfarir í tækni og vísindum. Framkvæmdastjórninni er jafnframt veitt heimild til að setja framseldar gerðir til breytinga á viðauka I við tilskipunina og til að gera þær viðbætur við tilskipunina sem þurfa þykir ef upp koma erfiðleikar við framkvæmd gerðarinnar.

Viðaukar II og III við tilskipunina eru uppfærðir. Helst ber að nefna að nú er sérstaklega tekið fram í viðauka II að umbúðir úr svokölluðu oxó-plasti (e. oxo-degradable plastic) teljast ekki lífbrjótanlegar. Viðauka III við tilskipunina er breytt með þeim hætti að í gagnagrunni um umbúðir og umbúðaúrgang beri að sundurgreina málmumbúðir í tvo flokka; annars vegar járnríkar umbúðir og hins vegar álumbúðir. Einnig eru töflur fyrir tölulegar upplýsingar uppfærðar og bætt við dálkum fyrir upplýsingar um endurnotanlegar umbúðir sem settar eru á markað. Bætt er við nýjum viðauka, þ.e. viðauka IV

Gildistaka gerðarinnar
Gerðin tók gildi 4. júlí 2018 og ber aðildarríkjunum að uppfylla ákvæði hennar eigi síðar en 5. júlí 2020.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagabreyting – Lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald
-Breytingar á 7. gr. a.: Leggja skal úrvinnslugjald á umbúðir úr járnríkum málmi, áli, gleri og viði, til viðbótar við pappa-, pappírs- og plastumbúðir. (8. mgr. 1. gr. tilskp.).

Reglugerðarbreyting – Reglugerð nr. 609/1996, um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs
-Breyting á 3. gr. reglugerðarinnar: Bæta við skilgreiningum og breyta og fella brott eldri skilgreiningar. (2. mgr. 1. gr. tilskp.)
-Breyting á 8. gr. reglugerðarinnar: Bætt við nýjum markmiðum um endurvinnslu umbúðaúrgangs. (5. mgr. 1. gr. tilskp.)
-Breytingar á I. viðauka við reglugerðina: Uppfæra sérstakar kröfur. (17. mgr. 1. gr. tilskp.)
-Breytingar á III. viðauka við reglugerðina: Breyta töflum 1, 2, 3 og 4. (17. tl. 1. gr. tilskp.)

Reglugerðarbreyting – Reglugerð nr. 737/2003, um meðhöndlun úrgangs
-Breyting á 13. gr. reglugerðarinnar: Bætt við nýjum markmiðum um endurvinnslu umbúðaúrgangs. Ekki er talin þörf á að nýta heimild til að fresta gildistöku markmiðanna. (5. mgr. 1. gr. tilskp.)
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018L0852
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 150, 14.6.2018, p. 141
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2015) 596
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 29.2.2024, p. 28
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/558, 29.2.2024