Fjarskiptatilskipunin eða Kóðinn - 32018L1972

Directive (EU) 2018/1972 of the European Parliament and of the Council of 11 December 2018 establishing the European Electronic Communications Code (Recast)

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 275/2021

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Hluti af nýjum fjarskiptapakka ESB (ásamt BEREC-reglugerðinni 2018/1971). Þ.e. uppfærðar meginefnisreglur á fjarskiptamarkaði; svonefndur "Kóði" (EECC-tilskipun).

Nánari efnisumfjöllun

EECC-tilskipunin/Kóðinn leysir af hólmi gildandi samevrópskt fjarskiptaregluverk (upprunalega frá 2002). Gildistaka miðast við desember 2020. Frumvarp til nýrra laga um fjarskipti, til innleiðingar á nýja fjarskiptapakkanum, var lagt fram á Alþingi í maí 2020 (þskj. 1354 - 775. mál á 150. lögþ.), en náði ekki fram að ganga. Fyrirhuguð er endurframlagning í upphafi 151. lögþ.

Kóðinn skiptist í fjóra hluta (Parts I-IV). I. hluti lýtur að umgjörðinni/almennum reglum um skipulagningu fjarskiptageirans. Þ.m.t. stofnanaumgjörð, almennar heimildir, upplýsingaöflun og samráðsfyrirkomulag, verklagsreglur sem m.a. miða að samræmdri framkvæmd á innri markaðnum (s.s. við úthlutun tíðniheimilda, stöðlun og um beitingu úrræða), öryggi neta/þjónustu o.fl. II. hluti lýtur að netum/netkerfum. M.a. er vikið að gjaldtöku, aðgengisrétti/kröfum um samnýtingu aðstöðu, stýringu og skilyrðum fyrir aðgengi að/notkun á fjarskiptatíðnirófi, dreifingu og notkun þráðlauss netbúnaðar, markaðsgreiningum og aðgangskvöðum. III. hluti snýr að þjónustu. Hann skiptist í þrjá kafla; um alþjónustukvaðir, númeraskipulag og réttindi endanotenda. IV. hluti geymir lokaákvæði. Alls fylgja EECC 13 viðaukar. Vekja má athygli á þeim síðasta (nr. XIII), þar sem greinir samanburðartöflu (eldri samevrópskar reglur á þessu sviði andspænis nýjum).

Kóðinn er svonefnt „recast“ eða uppfærsla á eldri gerðum; hún leysir af hólmi eldri gerðir en felur þó í sér allnokkrar breytingar á gildandi efnisreglum. Þ.m.t. gildissvið og lykilhugtök. Áhersla er á skýra stefnumótun og framkvæmd í sérhverju ríki að því er varðar hagkvæma uppbyggingu háhraðaneta. Hún geymir ný ákvæði um eftirlit og stofnanafyrirkomulag á fjarskiptamarkaði, hér á landi eru ítarleg viðurlagaákvæði og -heimildir til handa Póst- og fjarskiptastofnun einkum nýjung í því samhengi. Loks má nefna að neytendavernd er í brennidepli; áhersla á aukið aðgengi að upplýsingum og samanburði á verði og gæðum fjarskiptaþjónustu, svo og stöðlun viðskiptaskilmála. Um nánari lýsingu á helstu breytingum sem innleiðing Kóðans krefst á gildandi innlendri löggjöf vísast til frumvarps til nýrra laga um fjarskipti (þskj. 1354 - 775. mál á 150. lögþ.), kafla 3 í greinargerð (fyrirhuguð er endurframlagning, með vísan í framanritað).

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, 2
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Heildarendurskoðun fjarskiptalaga, nr. 81/2003 - sbr. frumvarp til laga um fjarskipti (þskj. 1354 - 775. mál á 150. lögþ.). Með frumvarpinu eru jafnframt lagðar til nokkrar breytingar á gildandi lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á 150. lögþ. en verður lagt fram að nýju í upphafi 151. lögþ., Innleiðing krefst jafnframt endurskoðunar á gildandi reglugerðum og reglum á fjarskiptamarkaði - og setningar nýrra
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2562
Niðurstöður samráðs Ýmsar góðar ábendingar komu fram í umsögnum um frumvarpsdrögin - unnið er að uppfærslu til samræmis

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur EECC-tilskipun (ESB) 2018/1972 geymir ýmis nýmæli sem eru til þess fallin að auðvelda og bæta enn frekar aðstöðu stjórnvalda til að leggja mat á árangur umbóta í lagaumgjörð fjarskipta og framkvæmd hennar á hverjum tíma. Gera verður ráð fyrir útgjöldum af hálfu Íslands vegna aðildar að BEREC og rekstri BEREC-skrifstofunnar. Innleiðing ákvæða 109. og 110. gr. EECC-tilskipunarinnar um samevrópskt neyðarnúmer og opinber viðvörunarkerfi hafa snertifleti við starfsemi Neyðarlínunnar (112) og kann fjárþörf vegna eflingar búnaðar að nema allt að 35 millj. kr. á ári og rekstrarkostnaður að aukast um allt að 20 millj. kr. Vegna ákvæðis 50. gr. BEREC-reglugerðarinnar um hámarksgjaldtöku gagnvart neytendum vegna símtala innan Evrópu og fyrir smáskilaboð (e. Intra EU calls) kunna markaðsaðilar að verða fyrir tekjumissi en neytendur njóta á móti góðs af.
Vegna fyrirhugaðrar innleiðingar efnisákvæða Kóðans í landsrétt er gert ráð fyrir að útgjöld Póst- og fjarskiptastofnunar verði um 169 millj. kr. á árinu 2021 vegna eftirlitsverkefna vegna tíðninotkunar. Á móti útgjöldum er gert er ráð fyrir tekjum að fjárhæð 105 millj. kr. vegna árlegra tekna af tíðnum á árinu 2021. Má því segja að nettóútgjaldaaukning fyrir ríkissjóð verði um 54 millj. kr. sem er ófjármögnuð. Gert er ráð fyrir að stofnunin fái fjárheimild í fjárlögum sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um árlegar tekjur af tíðnum í samræmi við 14. gr. a í lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003. Áhrifamat þetta byggist á kostnaðargreiningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Helstu ástæður fyrir auknum varanlegum kostnaði eru fjölgun starfsmanna ásamt kostnaði vegna þátttöku í BEREC. Starfsmenn koma til með að sinna verkefnum er snúa m.a. að markaðsgreiningum, eftirliti með ljósvakanum, viðhaldi og rekstri á gagnagrunni almennra fjarskiptaneta (GAF).
Áætlaður varanlegur árlegur kostnaður er vegna fjölgunar stöðugilda hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Tímabundinn stofnkostnaður er áætlaður um 50 millj. kr. á árinu 2021 og 34 millj. kr. árið 2022. Stofnkostnaður nær til almennrar endurmenntunar starfsmanna, mæli- og tækjabúnaðar fyrir ljósvakaeftirlit með 5G, gagnagrunns almennra fjarskiptaneta (GAF) og fyrir samanburðartól á fjarskiptaáskriftarleiðum (reiknivél).
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018L1972
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 321, 17.12.2018, p. 36
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 590
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 17, 22.2.2024, p. 94
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/479, 22.2.2024