32018R0258

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/258 of 21 February 2018 amending Implementing Regulation (EU) No 725/2011 for the purpose of adjusting it to the change in the regulatory test procedure and simplifying the administrative procedures for application and certification


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/258 frá 21. febrúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 725/2011 í þeim tilgangi að aðlaga hana að breytingunni á lögbundnu prófunaraðferðinni og að einfalda stjórnsýslumeðferð vegna umsókna og vottunar
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 026/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Stuttur:
Um er að ræða framkvæmdarreglugerð um breytingu á reglugerð (EB) nr. 725/2011 í þeim tilgangi að laga hana að breytingum á lögboðinni prófunaraðferð og til að einfalda stjórnsýslumeðferð við umsókn og vottun. Reglugerðin kveður á um að heimilt sé til 31. desember 2019 að leggja fram umsókn um samþykki á nýsköpunartækni sem vistvænni prófunaraðferð með vísan til NEDC prófunaraðferðarinnar. Frá gildistöku reglugerðarinnar skal leggja fram slíkar umsóknir með vísan til WLTP. Engir framleiðendur ökutækja eru á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð um breytingu á reglugerð (EB) nr. 725/2011 í þeim tilgangi að laga hana að breytingum á lögboðinni prófunaraðferð og til að einfalda stjórnsýslumeðferð við umsókn og vottun.
Reglugerðin kveður á um að heimilt sé til 31. desember 2019 að leggja fram umsókn um samþykki á nýsköpunartækni sem vistvænni prófunaraðferð með vísan til NEDC prófunaraðferðarinnar. Frá gildistöku reglugerðarinnar skal leggja fram slíkar umsóknir með vísan til WLTP.
Efnisútdráttur: Ný lögboðin prófunaraðferð WLTP til mælinga á koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun léttra ökutækja, sem fram kemur í reglugerð (EB) 2017/1151, var samþykkt af Framkvæmdastjórn ESB 1. júní 2017. WLTP kemur í stað eldri prófunaraðferðar NEDC sem fram kemur í XII. viðauka við reglugerð (EB) nr. 692/2008.
Frá og með árinu 2021 skal sannreyna að farið sé að markmiðum um losun koltvísýrings, sem fram koma í reglugerð EB nr. 443/2009, samkvæmt WLTP aðferðinni. Frá þeim tíma skal einnig ákvarða koltvísýringssparnað með notkun á nýsköpunartækni með samkvæmt WLTP.
Til að endurspegla breytingar á prófunarkerfinu og tryggja að tekið verði tillit til málmeðferðarinnar við að samræma WLTP koltvísýringsgildin til samræmis við NECD koltvísýringsgildin sem fram koma í reglugerð EB nr. 2017/1153 er nauðsynlegt að breyta framkvæmdareglugerð (EB) nr. 725/2011.
Til að tryggja sem best breytinguna frá NECD í WLTP skal vera hægt að leggja fram umsókn um samþykki á vistvænni nýsköpunartækni sem umhverfisvænni á grundvelli NECD aðferðar til 31. desember 2019. En frá gildistöku þessarar reglugerðar á grundvelli WLTP prófunaraðferðarinnar.
Með því að lækka sparnaðarþröskuldinn í 0,5g af koltvísýringi á klukkutíma er líklegt til að stuðla verði að víðtækari dreifingu á nýjungum sem geta dregið úr kolstvísýringslosun. Rétt er að samræma breytinguna á sparnaðarþröskuldinum með innleiðingu WLTP og því ætti nýji þröskuldurinn að gilda fyrir umsóknir gerðar með vísan til WLTP.
Tækni sem hefur víða verið til staðar á markaðnum getur ekki talist vistvæn nýsköpunartækni í skilningi 12. gr. reglugerðar EB nr. 443/2009 og er því ekki hæf sem slík. Því þarf að breyta viðmiðunarárinu 2009 í hreyfanlegt viðmiðunarár (dynamic reference year) og skal það gilda fyrir umsóknir um vistvæna nýsköpun sem lagðar eru fram eftir 1. janúar 2020.
Umsögn: Engir framleiðendur ökutækja eru á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0258
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 49, 22.2.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D055127/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 16.7.2020, p. 45
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 63, 16.7.2020, p. 40