32018R0502

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/502 of 28 February 2018 amending Implementing Regulation (EU) 2016/799 laying down the requirements for the construction, testing, installation, operation and repair of tachographs and their components


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/502 frá 28. febrúar 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/799 þar sem mælt er fyrir um kröfur um smíði, prófun, uppsetningu, virkni og viðgerðir ökurita og íhluta þeirra
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 264/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða breytingar á framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnar ESB 2016/799 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 165/2014. Í þeirri reglugerð er mælt er fyrir um kröfur til smíði, prófunar, uppsetningar, virkni og viðgerða ökurita og íhluta þeirra. Í reglugerðinni er fyrst og fremst kveðið á um breytingar á tæknilegum kröfum um smíði, prófun, uppsetningu, virkni og viðgerðir ökurita og íhluta þeirra sem fram koma í reglugerð ESB 2016/799. Breytingarnar eru gerðar vegna kröfu í reglugerð ESB nr. 165/2014 um að ökuritar sem settir eru í ökutæki sem skráð verða fyrstu skráningu 15. júní 2019 eða síðar skuli vera snjallökuritar. Þá eru gerðar breytingar til að forðast rugling á milli mæligilda og heimilað að ökuritar geti verið ein eining eða nokkrar einingar og þá dreifðar um ökutækið. Gerðin hefur lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður er metinn óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Um er að ræða breytingar á framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnar ESB 2016/799 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 165/2014. Í þeirri reglugerð er mælt er fyrir um kröfur til smíði, prófunar, uppsetningar, virkni og viðgerða ökurita og íhluta þeirra. Breytingarnar sem verða með reglugerð 2018/502 eru um snjallökurita. Reglugerð 2018/502 tók gildi í Evrópusambandinu 17. apríl 2018.
Í reglugerð 2018/502 er reglugerð ESB 2016/799 breytt í samræmi við kröfur í 8., 9. og 10. gr. reglugerðar ESB nr. 165/2014. Þar er þess krafist að ökuritar sem settir eru í ökutæki sem skráð eru í fyrsta sinn 15. júní 2019 eða síðar skuli vera snjallökuritar. Breyta þarf framkvæmdareglugerð ESB 2016/799 þannig að tæknileg ákvæði sem mælt er fyrir um í henni gildi frá þeim degi.
Aðdragandi: Í reglugerð ESB nr. 165/2014 er fjallað um snjallökurita, um aðra kynslóð stafrænna ökurita með tengingu við hnattrænt gervihnattaleiðsögukerfi (GNSS), um tengingar við búnað til snemmgreiningar með fjartengingu og um möguleika á að ökuritar séu búnir stöðluðum skilflötum við skynvædd flutningakerfi.
Efnisútdráttur: Í reglugerðinni er kveðið á um breytingar á tæknilegum kröfum um smíði, prófun, uppsetningu, virkni og viðgerðir ökurita og íhluta þeirra sem fram koma í reglugerð ESB 2016/799. Breytingarnar eru gerðar vegna kröfu í reglugerð ESB nr. 165/2014 um að ökuritar sem settir eru í ökutæki sem skráð verða fyrstu skráningu 15. júní 2019 eða síðar skuli vera snjallökuritar.
Þá er, vegna kröfu í reglugerð ESB nr. 165/2014 um að staðsetning ökutækis skuli sjálfkrafa skráð á þriggja klukkustunda fresti í samanlögðum aksturstíma, accumulated driving time, nauðsynlegt að gera breytingu á reglugerð ESB 2016/799. Breytingin felur í sér að upplýsingar um staðsetningu ökutækis verði skráðar á þriggja klukkustunda fresti með mæligildi sem ekki er hægt að endurstilla. Breytingin á að koma í veg fyrir að ruglað sé saman ofangreindu hugtaki við hugtakið samfelldur hámarksaksturstími, contiuous driving time, sem er mæligildi með aðra virkni.
Þessu til viðbótar er í reglugerðinni einnig kveðið á um að skráningarhluti ökurita geti verið ein eining eða nokkrar einingar sem dreifðar eru um ökutækið. Búnaðurinn fyrir hnattræna gervihnattaleiðsögukerfið (GNSS) og sérhæfðu skammdrægu fjarskiptin (DSRC) getur því verið innbyggður í ökutækið eða bætt við það. Ef búnaðinum er bætt við verður að vera hægt að framkvæma gerðarviðurkenningu á ökutækinu og búnaðinum sem íhlut til að samræma gerðarviðurkenningarkerfið að þörfum markaðarins.
Reglugerðin hefur ekki áhrif á ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða þráðlausan fjarskiptabúnað fram á markaði og niðurfellingu á tilskipun 1999/5/EB.
Umsögn: Þær breytingar sem fram koma með reglugerðinni snúa að framleiðendum ökutækja og skyldu þeirra til að seta snjallökuritar í ökutæki sem skráð verða fyrstu skráningu 15. júní 2019 eða síðar. Þar sem engir bílaframleiðendur eru á Íslandi hefur gerðin lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0502
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 85, 28.3.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 12.1.2023, p. 25
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 11, 12.1.2023, p. 31