32018R0644

Regulation (EU) 2018/644 of the European Parliament and of the Council of 18 April 2018 on cross-border parcel delivery services
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.02 Póstþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 246/2021
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin kemur til viðbótar þeim reglum sem Evrópusambandið hefur sett um póstþjónustu, þ.e. tilskipun 97/67/EC, 2004/4/EC og tilskipun 2008/6, sem hefur ekki verið innleidd inn í EES- samninginn. Reglugerðinni er einkum ætlað að ýta undir traust neytenda á því að eiga viðskipti á netinu á milli landa. Tilgangurinn með reglugerðinni er að stuðla að auknu trausti neytenda á netverslun á milli landa með aukinni upplýsingasöfnun og -miðlun varðandi bögglasendingaþjónustu. Framkvæmdarstjórnin vísaði m.a. til könnunar sem gerð var þar sem fram kom að almennt er þrisvar til fjórum sinnum dýrara að senda pakka á milli landa, en það er að senda sambærilegan pakka innanlands. Innleiðing reglugerðarinnar mun hafa í för með sér aukin verkefni fyrir Póst- og fjarskiptastofnun, og að einhverju leyti aukin kostnað.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Reglugerðin kemur til viðbótar þeim reglum sem Evrópusambandið hefur sett um póstþjónustu, þ.e. tilskipun 97/67/EC, 2004/4/EC og tilskipun 2008/6, sem hefur ekki verið innleidd inn í EES- samninginn.
Reglugerðinni er einkum ætlað að ýta undir traust neytenda á því að eiga viðskipti á netinu á milli landa. Kannanir hafa sýnt að einungis 15% þegna Evrópusambandsins hafa keypt vörur erlendis frá. Sambærilegar tölur fyrir verslun innanlands voru 44% á sama tímabili. Að mati framkvæmdarstjórnarinnar hefur innri markaðurinn því ekki virkað sem skyldi þegar kemur að netverslun á milli landa. Afleiðingarnar eru þær að evrópskir neytendur og smásöluaðilar hafa ekki full not af hinum sameiginlega markaði, e. single market.
Tilgangurinn með reglugerðinni er því öðru fremur að stuðla að auknu trausti neytanda á netverslun á milli landa. Talin eru upp nokkur atriði sem aðildarríkin eiga að grípa til til að liðka fyrir aukinni netverslun innan sambandsins. Helstu ástæður sem eru nefndar fyrir því að evrópskir neytendur versla ekki eins mikið á milli landa og í netverslunum innanlands eru mikill kostnaður og skortur á trausti eða áreiðanleika.
Framkvæmdarstjórnin vísaði m.a. til könnunar sem gerð var þar sem fram kom að almennt er þrisvar til fjórum sinnum dýrara að senda pakka á milli landa, en það er að senda sambærilegan pakka innanlands. Að mati framkvæmdarstjórnarinnar verður sá munur hvorki skýrður með launakostnaði né öðrum kostnaði í löndunum.
Rétt er að benda á að fram kemur í aðfararorðum reglugerðarinnar að almennt sé skortur á tölfræðilegum upplýsingum um markaðinn fyrir bögglasendingar á milli landa. Er reglugerðinni einnig ætlað að bæta þar úr.
Framkvæmdarstjórnin tók til skoðunar hvort ástæða væri til að setja reglur um einhvers konar verðlagseftirlit, e. price regulation. Því var hafnað þar sem talið var að það gæti haft alvarlegar afleiðingar á samkeppni á tiltölulega viðkvæmum markaði enda almennt lítil þekking á þessum markaði. Hins vegar var því jafnframt hafnað að hafa óbreytt ástand, þar sem það hefur leitt til þess að verðlagning er ekki viðráðanleg að mati framkvæmdarstjórnarinnar. Því á að auka áherslu á að gjaldskrár séu gegnsæjar, styrkja yfirsýn eftirlitsaðila, auka gæði þjónustunnar sem og aðgang að henni.
Hér fyrir neðan er stiklað á stóru varðandi einstök efnisákvæði reglugerðarinnar
Efni og umfang, skilgreiningar (Greinar 1 og 2)
• Skilgreiningar í samræmi við þær sem eru í tilskipun 97/67/EC
• Í samræmi við UPU reglur um endastöðvagjöld
• Í samræmi við það hvernig böggla þjónusta hefur verið skilgreind, nema að þyngdin er færð í 31,5 kg.
• Tekur ekki til flutningsþjónustu, e. logistics.
• Ekki heldur til þjónustu sem ekki felur í sér, flutning, flokkun og dreifingu, e. clearence, sorting and distribution
„Samræmingarþröskuldur“ (Grein 3)
•Kveðið er á um að í reglugerðinni séu settar lágmarkskröfur og aðildarríkjum heimilt að setja viðbótarkröfur, enda séu þær í samræmi við lög EU.
Upplýsingaskylda (Grein 4)
• Innlend eftirlitsstofnun á að safna upplýsingum um þjónustuveitendur, skilmála, gjaldskrár, veltu, starfsmannafjölda o.fl.
• Upplýsingaskylda tekur til allra fyrirtækja sem eru með fleiri en 50 starfsmenn
• Kveðið er á um fresti til að láta upplýsingar í té

Gegnsæi gjaldskráa á milli landa. (Grein 5 og viðauki)
• Kveðið er á um að þjónustuveitendur skuli senda eftirlitsstofnun gjaldskrár fyrir þjónustur sem er nánar lýst í viðauka.
Eftirlitsstofnun miðlar upplýsingum til framkvæmdastjórnar ESB (eða ESA) sem birtir upplýsingarnar. Mat eftirlitsaðila á viðráðanleika gjaldskrá (Grein 6)
• Fjallar um hvernig eftirlitsaðilar eiga að leggja mat á hvort burðargjöld séu of há

• Sett eru ákveðin viðmið sem hafa skal til hliðsjónar við matið.
• Reglur um málsmeðferð.
Upplýsingar til neytenda (Grein 7)
•    Kveður á um skyldu söluaðila til að gefa upplýsingar um sendingarkostnað milli landa.
Sektir, grein 8 (penalties)
• Ákvæði skulu vera til staðar um sektir fyrir brot á reglugerðinni.
Vegna eðlis reglugerða Evrópusambandsins er skylt að innleiða reglugerðina óbreytta í íslenska löggjöf. Til þess að einfalda allt innleiðingarferlið er lagt til að sett verði lagaheimild í núgildandi lög um póstþjónustu og/eða í hið nýja frumvarp um póstþjónustu sem liggur hjá ráðuneytinu og til stendur að leggja fram á næstunni. Í lagaheimildinni yrði þá kveðið á um innleiðingu á reglugerðinni. Reglugerðin yrði síðan innleidd í heild sinni með innlendri reglugerð.
Taka þarf til skoðunar hvort þörf er á lagaheimild fyrir sérstökum stjórnvaldssektum, eða hvort almennt sektarákvæði laga um Póstþjónustu ásamt dagsektarákvæði í 12. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003 eru nægileg til þess að 8. gr. reglugerðarinnar teljist innleidd.
Ekki verður séð að nokkuð sé því til fyrirstöðu að umrædd reglugerð verði tekin upp í EES- samninginn og í framhaldinu innleidd í íslenska löggjöf svo framarlega sem gætt verður að ofangreindum ábendingum við innleiðinguna.
Að lokum er rétt að taka fram að innleiðing reglugerðarinnar mun hafa í för með sér aukin verkefni fyrir Póst- og fjarskiptastofnun og að einhverju leyti aukinn kostnað. Hver hann nákvæmlega verður er ekki hægt að segja fyrir um á þessari stundu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er í lögum um póstþjónustu, nr. 19/2002. Innleiðing reglugerðarinnar færi fram í kjölfarið með setningu nýrrar reglugerðar um póstþjónustu, t.d. reglugerð um bögglasendingar milli landa.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Póst- og fjarskiptastofnun
Niðurstöður samráðs Sjá áhrifamat efnisútdrátt

Áhrif

Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt
Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0644
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 112, 2.5.2018, p. 19
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 285
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 17, 22.2.2024, p. 33
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/496, 22.2.2024