32018R0828

Commission Delegated Regulation (EU)2018/828 of 15 February 2018 amending Delegated Regulation (EU) 2015/68 as regards requirements relating to Anti-Lock Braking Systems, high pressure energy storage devices and hydraulic connections of the single-line type


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/828 frá 15. febrúar 2018 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2015/68 að því er varðar kröfur varðandi læsivarin hemlakerfi, háþrýstiorkugeymslubúnað og einnar leiðslu vökvatengi
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.02 Dráttarvélar fyrir landbúnað eða skógrækt
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 231/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð þessari eru settar fram breytingar á reglugerð 2015/68/EB. Breytingin er sú að krafa um að dráttarvélar sem hannaðar eru fyrir hámarkshraða milli 40 km/klst. og 60 km/klst. verði búnar ABS-hemlakerfi, þ.e. læsivörðu hemlakerfi, frá 1. janúar 2010 verði tekin út úr reglugerðinni. Reglugerðin felur einnig í sér breytingu á kröfum um einnar leiðslu vökvatengi í hemlabúnaði og hemlatengjum eftirvagna. Framleiðendur ökutækja skulu ekki setja einnar leiðslu vökvatengi í nýjar gerðir ökutækja eftir 31. desember 2024. Umsögn: Engir framleiðendur ökutækja eru á Íslandi eins og er og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Í reglugerð 2015/68/EB eru settar fram tæknikröfur um hemlun ökutækja vegna viðurkenningar á ökutækjum fyrir landbúnað og skógrækt. Reglugerðin tekur til framleiðenda og þeirra sem prófa landbúnaðarökutæki.
Með reglugerð þessari eru settar fram breytingar á reglugerð 2015/68/EB. Breytingin er sú að krafa um að dráttarvélar sem hannaðar eru fyrir hámarkshraða milli 40 km/klst. og 60 km/klst. verði búnar ABS-hemlakerfi, þ.e. læsivörðu hemlakerfi, frá 1. janúar 2010 verði tekin út úr reglugerðinni.
Reglugerðin felur einnig í sér breytingu á kröfum um einnar leiðslu vökvatengi í hemlabúnaði og hemlatengjum eftirvagna. Framleiðendur ökutækja skulu ekki setja einnar leiðslu vökvatengi í nýjar gerðir ökutækja eftir 31. desember 2024.
Aðdragandi: Í reglugerð 2015/68/EB um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 167/2013 að því er varðar kröfur um hemlun ökutækja vegna viðurkenningar á ökutækjum fyrir landbúnað og skógrækt, eru settar fram tæknilegar kröfur sem gerðar eru til hemlabúnaðar landbúnaðarökutækja með gerðarviðurkenningum ásamt tæknilegum kröfum sem gerðar eru til prófana á þeim.
Í 6. inngangslið reglugerðarinnar er gert ráð fyrir að framkvæmdastjórnin meti kröfu um að dráttarvélar sem hannaðar eru fyrir hámarkshraða milli 40 km/klst og 60/km/klst. verði búnar læsivörðu hemlakerfi (ABS) frá og með 1. janúar 2020.
Að framkvæmdu slíku mati komst framkvæmdastjórnin að þeirri niðurstöðu að fjarlægja skyldi úr reglugerðinni kröfu um ABS-hemlakerfi fyrir þessi ökutæki. Þannig yrði komist hjá óhóflegum fjármagnskostnaði fyrir iðnaðinn og notendur og óþarfa töfum á skilvirkni tækniþróunar á bremsum.
Umsögn: Engir framleiðendur ökutækja eru á Íslandi eins og er og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur.
Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0828
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 140, 6.6.2018, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2018)862
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 62, 23.9.2021, p. 18
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 337, 23.9.2021, p. 19