Loftslagspakki ESB - 32018R0841

Regulation (EU) 2018/841 of the European Parliament and of the Council of 30 May 2018 on the inclusion of greenhouse gas emissions and removals from land use, land use change and forestry in the 2030 climate and energy framework, and amending Regulation (EU) No 525/2013 and Decision No 529/2013/EU


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/841 frá 30. maí 2018 um að fella losun gróðurhúsalofttegunda og upptöku frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt inn í loftslags- og orkurammann fram til ársins 2030 og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 525/2013 og ákvörðun nr. 529/2013/ESB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20.03 Loft
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 269/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (hér eftir reglugerðin) er hluti af orku- og loftslagspakka ESB til ársins 2030. Reglugerðin kveður á um skyldur aðildarríkja varðandi landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (LULUCF: land use, land use change and forestry) sem eiga að tryggja að skuldbindingum Evrópusambandsins hvað varðar samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2021-2030 verði náð. Einnig kveður reglugerðin á um bókhaldsreglur um losun og bindingu vegna LULUCF og reglur varðandi mat á því hvort aðildarríki uppfylli skyldur sínar samkvæmt reglugerðinni.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin er ætluð sem liður í að uppfylla skyldur Evrópusambandsins samkvæmt Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum og sem útfærsla á skyldum aðildarríkja tengdum LULUCF í kjölfar þess að Kýótobókunin rennur sitt skeið, eða frá 2021. Hún breytir m.a. reglugerð (ESB) 525/2013, en sú reglugerð mun falla úr gildi 1. janúar 2020, sbr. 50.gr. “Proposal for a Regulation of the European Parliament and of the Council on the Governance of the Energy Union” (COM(2016) 759).

Skuldbindingatímabilinu er skipt í tvennt, 2021-2025 og 2026-2030. Uppgjör og eftirlit með eftirfylgni (“compliance check”) verða á árunum 2027-2028 fyrir fyrra tímabilið, og á árin 2032-2033 fyrir seinna tímabilið.

Gildissvið
Reglugerðin tekur til losunar og bindingar gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2), metans (CH4) og nituroxíðs (N2O), sem falla undir skýrsluskil vegna landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar samkvæmt 7. gr. reglugerðar (ESB) 525/2013. Gildissvið reglugerðarinnar endurspeglar gildissvið ákvörðunar 529/2013/ESB um bókhaldsreglur um losun gróðurhúsalofttegunda og upptöku þeirra í tengslum við skóglendi og landnotkun vegna landbúnaðar og breytingar á slíku landi. Ákvörðun 529/2013/ESB hefur ekki verið innleidd á Íslandi.

Þessi reglugerð mun fella úr gildi núverandi losunarbókhaldsreglur, sem gilda undir Kýótóbókuninni, sem byggja á ákveðnum (og völdum) aðgerðum sem draga úr losun (e. activity-based accounting) og innleiðir bókhaldsreglur sem byggja á losun vegna ákveðinna (og valinna) landnotkunarflokka (e. land-based accounting), en slíkar reglur eru nú við lýði í skilum til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna (e. UNFCCC). Landsnotkunarflokkar eru aðeins breyttir miðað við flokkunina undir Kýótóbókuninni.

Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar verður aðildarríkjunum heimilt, í því skyni að uppfylla skyldur sínar skv. 4. gr. reglugerðarinnar, að velja um að telja fram losun/bindingu frá votlendi:
• sem er nytjað (e. managed wetland - þar undir votlendi sem er áfram votlendi (e. wetland remaining wetland),
• skipulagt svæði eða annað land sem hefur verið umbreytt í votlendi (e. settlement or other land converted to wetland) og
• votlendi sem hefur verið umbreytt í skipulagt svæði og
• annað land (e. wetland converted to settlement and other land)

á tímabilinu 2021-2025. Ákveði aðildarríki að telja fram votlendi sem er nytjað (e. managed wetlands) fyrir tímabilið þarf að gera grein fyrir þeirri ákvörðun til framkvæmdastjórnar ESB fyrir 31. desember 2020. Frá og með 2026 ber öllum ríkjum að telja fram losun frá votlendi sem er nytjað, nema Framkvæmdastjórn leggi fram tillögu um að fresta skyldubundnu bókhaldi (“mandatory accounting”) um fimm ár.

Skuldbindingar
Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar skulu aðildarríki Evrópusambandsins tryggja, að teknu tilliti til sveigjanleikaákvæða 11. og 12. gr. (sbr. umfjöllun síðar), að samanlögð losun gróðurhúsalofttegunda fyrir tímabilin 2021-2025 og 2026-2030 sé ekki meiri en samanlögð binding (e. no-debit rule) allra landnýtingaflokka reglugerðarinnar, sbr. 2. gr. Þannig má bæta upp fyrir nettó losun í einum landnýtingarflokki, með nettó bindingu í öðrum landnýtingarflokki.

Bókhaldsreglur
Almennar bókhaldsreglur
Í 5. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um almennar bókhaldsreglur. Nánar tiltekið almennar reglur um að forðast beri tvítalningu í bókhaldinu, hvernig meðferð og framsetningu gagna skuli háttað, reglur til að halda utan um breytingar á landnotkunarflokkum og til að gera grein fyrir kolefnisforða (e. carbon pool), að því gefnu að kolefnisforðinn sé ekki kolefnisuppspretta.
Bókhaldsreglurnar sem fram koma í reglugerðinni byggjast að verulegu leyti á almennum bókhaldsreglum ákvörðunar 529/2013/ESB, að viðbættum reglum til að halda utan um breytingar á landnotkunarflokkum.

Bókhaldsreglur fyrir skógræktar- og skógeyðingarland
Í 6. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um bókhaldsreglur fyrir skógræktar- og skógeyðingarland. Talin er fram uppsöfnuð losun og uppsöfnuð binding fyrir þennan landnýtingarflokk árlega og safnast þessi losun/binding upp yfir allt tímabilið (e. gross-net approach). Bókhaldið er í grunninn eins og í ákvörðun 529/2013/ESB fyrir utan að nú er til staðar sá möguleiki að geta valið að bókfæra losun yfir 30 ár frá þessari landnotkunargerð. Ef þessi valmöguleiki er nýttur þarf að gera ítarlega grein fyrir því í skilum til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna í samræmi við leiðbeiningar milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar (e. Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC). Skógarsvæði eru ákvörðuð í samræmi við II. Viðauka reglugerðarinnar.

Bókhaldsreglur fyrir akurlendi, mólendi og votlendi
Í 7. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um bókhaldsreglur fyrir akurlendi, mólendi og votlendi (e. managed cropland, managed grassland og managed wetland). Bókhaldsreglur eru í grunninn þær sömu og samkvæmt ákvörðun 529/2013/ESB, fyrir utan að nú er miðað við meðaltalslosun/bindingu áranna 2005-2009, en áður var notast við viðmiðunarárið 1990. Þessi breyting á að leiða til meiri nákvæmni við mat á losun/bindingu, gera losunarbókhald einfaldara vegna styttri tímaraða og passa betur við losun vegna þeirrar losunar sem fellur utan ETS (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir)

Aðildarríkin sem hafa valið skv. 2. mgr. 2.gr reglugerðarinnar að telja fram losun/bindingu frá votlendi fyrir tímabilið 2021-2025, og öll aðildarríkin fyrir tímabilið 2026-2030 skulu telja fram votlendi í samræmi við bókhaldsreglurnar. Aðildarríkin sem hafa valið að telja ekki fram votlendi undir skuldbindingum fyrir tímabilið 2021-2025 eiga samt að gera grein fyrir losun og bindingu votlendis til Framkvæmdastjórnarinnar.

Bókhaldsreglur fyrir skóglendi í umhirðu
Í 8. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um bókhaldsreglur fyrir skóglendi í umhirðu (e. managed forest land) og stuðst er við ákveðin skógarviðmiðunarstuðul (e. forest reference level) til að samræma bókhald milli aðildarríkja. Ákvæðið er nátengt viðeigandi bókhaldsreglum ákvörðunar 529/2013/ESB. Í því tilfelli að losunin/binding fyrir hvert tímabil (2021-2025 og 2026-2030) sé lægra en fimmfaldi skógarviðmiðunarstuðullinn, eru settar skorður á bókfærða bindingu sem nemur að hámarki 5*3,5% af heildarlosun aðildarríkis á viðmiðunarári sem kemur fram í Viðauka III.

Viðmiðunarstuðullinn skal vera reiknaður af aðildarríkjum og skilað ásamt skóglendisstefnu (e. national forestry accounting plan) til framkvæmdastjórnar ESB fyrir 31. desember 2018 fyrir tímabilið 2021-2025 og fyrir 30. júní 2023 fyrir tímabilið 2026-2030. Reglur varðandi útreikning á skógarviðmiðunarstuðli sem og innihald skóglendisstefnu eru settar fram í Viðauka IV við reglugerðina. Aðildarríkjum ber að birta slíka skóglendisstefnu opinberlega, að höfðu samráði við almenning.

Þá ber aðildarríkjum að tryggja að samræmis sé gætt á milli aðferðafræði og gagna sem notuð eru til að meta skógarviðmiðunarstuðul í skóglendistefnunni annars vegar og í bókhaldi um skóglendi í umhirðu hins vegar.

Jafnframt er kveðið á um skyldu framkvæmdastjórnar ESB um úttekt á skóglendisstefnu aðildarríkja og eftir atvikum, endurútreikningum á skógarviðmiðunarstuðli. Ef aðildarríki þurfa að endurskoða útreikningana eftir athugasemd frá framkvæmdastjórninni skal skila nýjum skógarviðmiðunarstuðli fyrir 31. desember 2019 fyrir tímabilið 2021-2025 og fyrir 30. júní 2024 fyrir tímabilið 2026-2030.

Bókhaldsreglur fyrir afurðir úr viði
Í 9. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um bókhaldsreglur fyrir afurðir úr viði (e. harvested wood products), Ítarlegar upplýsingar varðandi aðferðafræðina er að finna í Viðauka IV.

Bókhaldsreglur vegna náttúruhamfara
Í 10. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um möguleika aðildarríkja til að draga losun vegna náttúruhamfara (e. natural disturbances (skógareldar, skordýraplágur o.s.frv.) frá bókfærðri losun fyrir hvert tímabíl (2021-2025 og 2026-2030), ef losunin vegna náttúruhamfara er stærri en losun við eðlilegar aðstæður („background level“) fyrir árin 2001-2020 (reiknað eftir aðferðafræðina lýst í Viðauka VI). Þetta á eingöngu við um skógræktarland (e. afforested land) og skóglendi í umhirðu (e. managed forest land).

Sveigjanleikaákvæði
Í 11. - 13. gr. reglugerðarinnar eru svokölluð sveigjanleikaákvæði.

Ákvæði 11.gr. kveður á um valkosti fyrir sveigjanleika, en tekur einnig fram að ef aðildarríki skuli ekki fylgja aðferðafræðinni og viðeigandi aðferðaþrepi skv. Viðauka III A Reglugerðar (ESB) 525/2013 skal miðlægur stjórnandi skráningarkerfis fyrir losunarheimildir banna millifærslur eða „banking“ losunarheimilda sem til verða ef binding sem fellur undir þessa reglugerð er meiri en losun. Ekki mun vera leyfilegt að nota sveigjanleika vegna skóglendis í umhirðu (“Managed Forest Land Flexibility”).
Ákvæði 12. gr. kveður m.a. á um að í þeim tilvikum sem losun er meiri en binding og aðildarríkið hefur óskað eftir að árlegum úthlutuðum losunarheimildum séu eytt sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2018/842, skal það magn umframlosunar talið með hvað varðar skuldbindingar aðildarríkis skv. 4. gr. þessarar reglugerðar.

Þá heimilar ákvæðið aðildarríkjum einnig að safna upp, með ákveðnum skilyrðum, nettó bindingu (binding umfram losun) yfir skuldbindingatímabilið. Enn fremur geta aðildarríki millifært nettó bindingu i til annars aðildarríkis svo það síðarnefnda geti uppfyllt skuldbindingar sínar um nettó bindingu (no-debit rule) samkvæmt reglugerðinni.

Ákvæði 13.gr. kveður á um að í því tilfelli að losun er meiri en binding í landnotkunarflokkum skv. 2.gr. þessarar reglugerðar mega aðildarríkin nýta sér sveigjanleika vegna skóglendis í umhirðu, ef útreikningarnar undir 8.gr. leiða í ljós jákvæðar tölur fyrir skóglendi í umhirðu. Notkun þessa sveigjanleikaákvæðis er bundið ströngum skilyrðum og upphæð bóta er takmarkað við hvert aðildarríki með gildunum sem eru sett fram í viðauka VII. Þó er bent á að eitt af skilyrðum fyrir notkun þessa sveigjanleika varðar 4.gr (um þróunaráætlanir um litla losun kolefna) reglugerðar (ESB) 525/2013 en það ákvæði hefur verið undanskilið við innleiðingu reglugerðarinnar í íslensk lög sbr. 22. r. reglugerðar 520/2017.

Eftirlit með reglufylgni
Í 14. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um skyldu aðildarríkjanna til skýrsluskila til framkvæmdastjórnar ESB, annars vegar 2027 vegna tímabilsins 2021-2025 og hins vegar 2032 vegna tímabilsins 2026-2030. Skýrslan skal innihalda samtals losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda, reiknuð samkvæmt bókhaldsreglum þessarar reglugerðar, fyrir hvern landnotkunarflokk sbr. 2. gr. Hún skal einnig innhalda lýsingu á notkun (eða fyrirhugaðri notkun) á sveigjanleikaákvæðunum sem fram koma í 11.gr. þessarar reglugerðar. Framkvæmdastjórnin mun rýna ítarlega allar skýrslur til að meta reglufylgni skv. 4.gr.

Ef heildarlosun aðildarríkis annað hvort á tímabilinu 2021-2025 eða 2026-2030 verður umfram bindingu gróðurhúsalofttegunda, skal miðlægur stjórnandi skráningarkerfis fyrir losunarheimildir, sbr. tilskipun 2003/87/EB draga umfram losunina, í CO2 ígildum fyrir viðkomandi ár, frá árlegum úthlutunarheimildum aðildarríkisins skv. 2.mgr.9.gr Reglugerðar (ESB) 2018/842.

Skráningarkerfi
Samkvæmt 15.gr. reglugerðarinnar mun Framkvæmdastjórnin setja framseldar reglugerðir sem munu innihalda bókhaldsreglur sem tryggja að skráning losunarinnar og notkunar sveigjanleikaákvæða skv. 12. og 13. gr. þessar reglugerðar í gegnum skráningarkerfis ESB sé rétt.

Endurskoðun
Reglugerðin verður endurskoðuð í ljósi alþjóðlegrar þróunar og því framtaki sem aðildarríki hafa gert til að ná markmiðin Parísarsáttmálsins, sem og í ljósi niðurstaðna Framkvæmdastjórnarinnar eftir fullnustumat hennar á aðildarríkjunum.

Breytingar á reglugerð (ESB) 525/2013
Í 18. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um breytingar á reglugerð (ESB) 525/2013, um fyrirkomulag við vöktun og skýrslugjöf að því er varðar losun gróðurhúsalofttegunda og aðrar upplýsingar sem varða loftslagsbreytingar, til að tryggja að þær kröfur sem reglugerðin gerir nú þegar til skýrsluskila vegna landnotkunar, breyttra landnotkunar og skógræktar haldi áfram innan ramma þeirrar reglugerðar. Skýrsluskilin eiga þó að vera í samræmi við þá aðferðafræði sem kemur fram í Viðauka IIIA við reglugerðina. Þeim viðauka er bætt við reglugerðina og kveður á um aðferðafræði fyrir framangreinda vöktun. Skuli aðildarríki telja ógerlegt að meta alla losun/binding skv. aðferðafræði sem kemur fram í Viðauka IIIA (hvort að breytingar á aðferðafræði muni taka of langan tíma til að hafa áhrif á losunarbókhald fyrir árin 2021-2030, eða kostnaðurinn við breytinga væri óhóflega hár vegna lágra áhrifa losunar og flutnings á viðkomandi kolefnisforða.), skulu aðildarríkin sækja um undanþágu hjá Framkvæmdastjórninni fyrir 31. desember 2020.

Þá er kveðið á um að aðildaríki þurfi að gefa upp losun gróðurhúsalofttegunda og áfram munu þau þurfa að gefa upp spár annað hvert ár um losun/bindingu og jafnframt um stefnu og aðgerðir sem gerðar hafa verið til að tryggja að skuldbindingarnar náist. Hertar kröfur eru gerðar til hvernig fylgst er með losun/bindingu frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt til að tryggja að bókhaldið leiði af sér betra umhverfislegan ávinning.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Uppfæra þarf lög nr. 70/2012 um loftlagsmál, reglugerð nr. 520/2017 um gagnasöfnun og upplýsinggjöf stofnana vegna bókhalds Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Innleiðing gerðarinnar mun fylgja umfangsmikil vinna við að uppfæra núverandi losunarbókhald, til að tryggja að kröfur gerðarinnar séu uppfylltar. Uppfærslan mun meðal annars ná til endurskoðunar á aðferðafræði, gagnaöflunar og gagnagæða, rannsókna á losunarstuðlum og fleira. Vinna við losunarbókhaldi vegna skógræktar og landnotkunar (LULUCF) er í dag unnið að mestu af Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktinni og Landgræðslu ríkisins. Umhverfisstofnun hefu yfirumsjón með og ber ábyrgð á gerð bókhalds Íslands (sbr. Reglugerð 520/2017). Ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við þennan hluta bókhaldsins og ljóst að núverandi verkaskipting skv. rg. 520/2017 hefur ekki skilað tilætluðum árangri.
Mikilvægt er að vinna betur í þeim hluta losunarbókhaldsins sem snýr að LULUCF þar sem miklar auknar kröfur eru settar á gæði bókhaldsins vegna LULUCF. Meðal annars má nefna að ef binding er umfram losun getur Ísland notað þær heimildir að hluta vegna losunar í öðrum flokkum. Jafnframt ef losun verður umfram bindingu í þessum flokki þarf Ísland að greiða heimildir fyrir þá losun. Miklir fjármunir hafa verið settir í Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um loftslagsmál til þessa flokks og því mikilvægt að tryggja að þeir fjármunir nýtist í raun fyrir skuldbindingar Íslands.
Umhverfisstofnun telur mjög mikilvægt að til að hún geti uppfyllt hlutverk sitt og borið ábyrgð á bókhaldinu vegna LULUCF þarf að vera til staðar starfsmaður með sérfræðiþekkingu á málaflokknum (Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt). (Eitt stöðugildi 11,9 m.kr.). Auk þess þarf að gera ráð fyrir kostnaði vegna fundarsóknar sérfræðings (um 600.000 kr. á ári), sem og kostnaði vegna þjálfunar og endurmenntunar (1 m.kr.) og aðkeypt ráðgjafaþjónustu (4 m.kr. á ári) sérstaklega vegna aukinna krafna um bætta aðferðafræði við mat á losun og bindingu vegna landnotkunar.
Reglugerðin mun einnig fela í sér umtalsverða vinnu við skráningakerfið með losunarheimildir, vegna t.d. tíðari uppgjöra, millifærslna og þörf á eftirfylgni. Umhverfisstofnun fer með hlutverk Landsstjórnanda skráningakerfisins (sbr. Lögum nr.70/2012) og mun því aukin vinna vegna þess falla á Umhverfisstofnun. Uppfærð reglugerð vegna skráningarkerfisins mun liggja fyrir í haust 2018 og mun kostnaðaráætlun við aukavinnu tengda uppfærslu reglugerðarinnar gerð við greiningu á þeirri gerð.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Rétt er að benda á að sérstakar aðstæður ríkja á Íslandi með tilliti til skógræktar.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0841
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 156, 19.6.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 479
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 12.1.2023, p. 32
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 11, 12.1.2023, p. 38