Loftslagspakki ESB - 32018R0842

Regulation (EU) 2018/842 of the European Parliament and of the Council of 30 May 2018 on binding annual greenhouse gas emission reductions by Member States from 2021 to 2030 contributing to climate action to meet commitments under the Paris Agreement and amending Regulation (EU) No 525/2013


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/842 frá 30. maí 2018 um bindandi árlega skerðingu á losun gróðurhúsalofttegunda aðildarríkjanna frá 2021 til 2030 sem stuðlar að loftslagsaðgerðum til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 525/2013
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20.03 Loft
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 269/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (hér eftir reglugerðin) er hluti af orku- og loftslagspakka ESB til ársins 2030. Reglugerðin kveður á um skyldubundið lágmarksframlag aðildarríkja svo ná megi markmiði Evrópusambandsins í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir tímabilið 2021-2030. Einnig eru í reglugerðinni settar fram reglur um úthlutun og uppgjör losunarheimilda til aðildaríkjanna, ásamt reglum um eftirfylgni og afleiðingar þess að aðildarríki uppfylli ekki skuldbindingar sínar. Í Reglugerðinni er skuldbindingartímabilinu skipt í tvö uppgjörstímabil, 2021-2025 og 2026-2029. Að loknu hvers uppgjörstímabils (2027 og 2032) skulu aðildaríkin gera upp losun sína í samræmi við losunarbókhald sitt.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin er tilkomin í kjölfar Parísarsamningsins í loftslagsmálum og er hluti af því regluverki sem innleiðir skuldbindingar Evrópusambandsins samkvæmt samningnum. Hún breytir reglugerð (ESB) 525/2013, en sú reglugerð mun falla úr gildi 1. janúar 2020, sbr. 50.gr. “Proposal for a Regulation of the European Parliament and of the Council on the Governance of the Energy Union” (COM(2016) 759).

Gildissvið
Reglugerðin tekur til losunar frá svokölluðum IPCC flokkum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change),) sem skiptast í losun frá orku, iðnaðarferlum og efna-/vörunotkun, landbúnaði og úrgangi, sbr. reglugerð (ESB) 525/2013.

Reglugerðin tekur ekki til eftirfarandi:
• Losunar frá þeim stöðvum sem listaðar eru í I. viðauka við tilskipun 2003/87/EB um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda.
• Losunar á CO2 frá flugi, IPCC flokki 1A3A, sem skal vera meðhöndluð sem núll.
• Losunar og bindingar gróðurhúsalofttegunda frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt, sem er fjallað er um í Reglugerð 2018/841.

Reglugerðin tekur til losunar, í CO2 ígildum, frá eftirfarandi gróðurhúsalofttegundum: koltvísýringi (CO2), metani (CH4), nituroxíði (N2O), vetnisflúorkolefnum (HFCs), perflúorkolefnum (PFCs), niturtríflúoríðs (NF3) og brennisteinshexaflúoríði (SF6).


Árleg losun á tímabilinu 2021-2030
Í I. viðauka reglugerðarinnar er tilgreint um hversu mörg prósent, að lágmarki, hvert aðildarríki skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2021-2030, miðað við losun 2005.

Aðildarríki skulu tryggja að árleg losun gróðurhúsalofttegunda, á tímabilinu 2021-2029, fari ekki yfir skilgreind mörk sem eru línuleg frá 2020, byggð á meðaltalslosun á árunum 2016-2018, og lýkur árið 2030 á markmiði hvers aðildarríkis í samræmi við I. viðauka. Línulegi samdráttur aðildaríkjanna skal annað hvort miðast við fimm-tólftu á bilinu milli 2019 og 2020 eða frá 2020, eftir því hvort gefur lægri úthlutun til aðildaríkis.


Framangreint er með fyrirvara um sveigjanleikareglur reglugerðarinnar og að teknu tilliti til frádráttarreglu 7.gr. ákvörðunar 406/2009/EB (Ísland hefur ekki innleitt þá ákvörðun.)

Framkvæmdastjórnin mun gefa út framselda gerð varðandi leyfilega losun í CO2 ígildum samkvæmt skuldbindingum hvers aðildarríkis á tímabilinu 2021-2030. Leyfileg losun hvers aðildaríkis, í CO2-ígildum, mun byggja á ítarlegri úttekt Framkvæmdastjórnarinnar á losunarbókhaldi aðildaríkjanna yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti á árunum 2005 og 2016 til og með 2018. Ítarleg úttekt á bókhaldi Íslands kallar á verulegar úrbætur frá því sem nú er til að standast slíka skoðun.


Sveigjanleikaákvæði
Í 5.-7. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um þá sveigjanleika sem aðildarríki geta nýtt sér.

Sveigjanleiki til að ná árlegum skuldbindingum
Í því skyni að standast skuldbindingar sínar á árunum 2021-2025 geta aðildarríki fengið lánað allt að 10% af úthlutuðum losunarheimildum (annual emission allocation) komandi árs. Á árunum 2026-2029 geta aðildaríki fengið lánað allt að 5% af úthlutuðum losunarheimildum komandi árs.

Í þeim tilvikum sem losun aðildarríkis fyrir tiltekið ár er minni en sem nemur úthlutuðum losunarheimildum, að teknu tilliti til mögulegs sveigjanleika, er því heimilt að nýta umfram heimildirnar til að standast skuldbindingar sínar síðar, fram til 2030.

Þá mega aðildarríki millifæra allt að 5% af árlegum úthlutuðum losunarheimildum sínum á árunum 2021 til 2025 til annarra aðildarríkja sem geta nýtt heimildirnar og allt að 10% fyrir árin 2026 til 2030, annað hvort sama ár eða síðar, til að standast skuldbindingar sínar samkvæmt reglugerðinni.

Enn fremur geta aðildarríki notað heimildir frá verkefnum í samræmi við 1. mgr. 24. gr. a tilskipunar 2003/87/EB um viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, til að uppfylla skuldbindingar sínar, en sú grein varðar verkefni sem falla utan Viðauka I sem framkvæmdastjórnin samþykkir. Gæta þarf að tvítalningu. Þessi heimild er án magntakmörkunar.

Sveigjanleiki til handa ákveðnum aðildarríkjum vegna nýtingar á ETS heimildum
Tiltekin aðildarríki, sbr. II. viðauki við reglugerðina, geta nýtt ETS losunarheimildir í því skyni að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt reglugerðinni.. Þak er á heildarfjölda heimildanna. Þannig má samanlagður fjöldi þeirra, fyrir tiltekin aðildaríki, ekki fara yfir 100 milljónir á tímabilinu. Þessi aðildarríki þurfa að tilkynna framkvæmdastjórn ESB fyrir 31. desember 2019 hvort þau hyggist nýta þennan sveigjanleika og þá að hvaða marki, í samræmi við úthlutað prósentuhlutfall hvers ríkis skv. II. viðauka. Aðildaríkin hafa heimild til að endurskoða ákvörðun sína um hvort þau hyggist nýta þennan sveigjanleika í lok árs 2024 og 2027.
Útlista á heildarfjölda heimilda sem aðildarríkin í Viðauka II geta nýtt sér í framseldri gerð.

Að beiðni aðildarríkis, skal miðlægur stjórnandi skráningarkerfis fyrir losunarheimildir, sbr. tilskipun 2003/87/EB, taka tillit til ETS heimilda í uppgjöri ríkisins svo það geti uppfyllt skyldur sínar skv. reglugerðinni. Þá skal 1/10 hluti þessara heimilda teljast nýttur, í samræmi við 4. mgr. 12. gr. tilskipunar 2003/87/EB, jafnt fyrir hvert ár á tímabilinu 2021-2030.

280 milljón nettóbindingareiningar frá eyðingu skóga, skógrækt, ræktuðu landi og graslendi í rækt
Ef árleg losun aðildarríkja er meiri en úthlutaðar heimildir fyrir sama ár, heimilar þetta sveigjanleikaákvæði þeim að nýta bindingaeiningar fyrir tiltekið ár allt að samtals nettóbindingu/nettólosun frá þeim flokkum lands sem vísað er til í 2. gr. LULUCF reglugerðarinnar, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
• Öll umfram binding á tímabilinu 2021-2030 vegna LULUCF verður að vera innan þess fjölda eininga sem hverju aðildarríki er áætlað skv. III. viðauka. Ekki hefur verið ákvarðaður fjöldi eininga fyrir Ísland.
• Binding aðildarríkis verður að vera meiri en losun þess, sbr. 4. gr. LULUCF reglugerðarinnar.
• Aðildarríkið hefur ekki fengið fleiri bindingaeiningar skv. LULUCF reglugerðinni frá öðrum ríkjum en það hefur millifært.
• Aðildarríkið uppfyllir skyldur sínar skv. LULUCF reglugerðinni.

Aðgerðir til úrbóta
Komi í ljós í kjölfar árlegs mats framkvæmdastjórnarinnar á framvindu aðildarríkis, á grundvelli svokallaðrar “Article 21 skýrslu” (vísar til 21. gr. reglugerðar (ESB) 525/2013), að hún sé ófullnægjandi, skal það skila aðgerðaráætlun til framkvæmdastjórnarinnar innan þriggja mánaða. Í slíkri aðgerðaáætlun skal gerð grein fyrir:
• Aðgerðum sem aðildarríkið ætlar að grípa til m.a. með stefnumótun o.fl. til að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt reglugerðinni.
• Tímalínu fyrir það hvenær framangreindar aðgerðir eiga að koma til framkvæmda.
Umhverfisstofnun Evrópu á að vera framkvæmdastjórninni innan handar varðandi mat á áðurnefndum aðgerðaáætlunum.

Eftirlit með fullnustu
Árin 2027 og 2032 mun verða metið hvort aðildarríkin hafi staðist skuldbindingar sínar hvað varðar árlega losun innan hvers fimm ára tímabils. Komi í ljós að svo sé ekki gildir eftirfarandi:
• Umfram losun viðkomandi árs í CO2 ígildum verður margfölduð með stuðlinum 1,08 og bætist við losun næsta árs.
• Aðildarríkinu verður óheimilt að millifæra árlegar úthlutaðar losunarheimildir til annarra ríkja þar til það uppfyllir skuldbindingar sínar skv. reglugerðinni. Þetta skal skráð í skráningarkerfinu af miðlægum stjórnanda skráningarkerfisins, sbr. tilskipun 2003/87/EB.
Ef heildarlosun aðildarríkis annað hvort á tímabilinu 2021-2025 eða 2026-2030 verður umfram bindingu gróðurhúsalofttegunda skv. 14. gr. (eftirlit með reglufylgni) LULUCF reglugerðarinnar, skal miðlægur stjórnandi skráningarkerfis fyrir losunarheimildir, sbr. tilskipun 2003/87/EB, draga umfram losunina í CO2 ígildum fyrir viðkomandi ár, frá árlegum úthlutunarheimildum aðildarríkisins.

Aðlögun
Árleg úthlutun aðildarríkja skv. reglugerðinni skal aðlöguð til að endurspegla:
• Breytingar á fjölda heimilda útgefnum í samræmi við 11. gr. (innlend úthlutunaráætlun eða NIMs) tilskipunar 2003/87/EB vegna breytinga á flokkum sem tilskipunin tekur til.
• Breytingar á fjölda heimilda útgefnum í samræmi við 24. gr. (málsmeðferð við að taka einhliða með aðra starfsemi og lofttegundir) og 24. gr. a (samræmdar reglur fyrir verkefni sem miða að því að draga úr losun) tilskipunar 2003/87/EB að því er varðar samdrátt í losunarheimildum aðildarríkis.
• Breytingar á fjölda heimilda varðandi losun frá rekstraraðilum sem hafa verið undanþegnir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, í samræmi við 27. gr. tilskipunar 2003/87/EB.
Framkvæmdastjórnin á að birta heimildafjölda í samræmi við allar aðlaganir.

Varasjóður
Stofnaður skal varasjóður með 105 miljónum losunarheimilda í skráningakerfinu, til að stuðla að því að markmið Evrópusambandsins um samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2021-2030 náist. Aðildaríki geta nýtt sér varasjóðinn ef:
• Verg þjóðarframleiðsla aðildaríkisins árið 2016 er undir meðallagi í ESB
• Heildarlosun ríkisins á árunum 2013 til 2020 er lægri en úthlutaðar árlegar losunarheimildir á sama tímabili og heildarlosun þess á árunum 2026 til 2030 er umfram úthlutaða árlegar losunarheimildir, eftir að búið er að taka tillit til sveigjanleikaákvæðanna í 5.-7. gr. reglugerðarinnar.
Byggt á niðurstöðum úttektar á losunarbókhaldi aðildaríkja fyrir árið 2020, verður eftirstöðvum úr varsjóðinum úthlutað til þeirra aðildaríkja er uppfylla ofangreind atriði um verga þjóðarframleiðslu og árlegar losunarheimildir umfram heildarlosun.

Skráningakerfi
Framkvæmdastjórnin skal tryggja rétt uppgjör og miðlægur stjórnandi í skráningakerfinu skal hafa eftirlit með færslum. Til að innleiða það fyrirkomulag skal framkvæmdastjórnin fá vald til að samþykkja framselda gerð.

Endurskoðun
Ráðgert er að reglugerðin verður endurskoðuð með tilliti til þróunar á landsvísu og fleiri þátta.

Breytingar á reglugerð (ESB) 525/2013
Breytingarnar á reglugerð (ESB) 525/2013 fela í sér eftirfarandi skyldur aðildarríkja ( sem síðar verða teknar upp í reglugerð um “Governance of the Energy Union”)
• Skyldu til sams konar skýrsluskila og kveðið er á um í ákvörðun 406/2009/EB , frá og með 2023.
• Skyldu til að gera framkvæmdastjórninni árlega grein fyrir því hvort þau muni nýta sér þau sveigjanleikaákvæði þessarar reglugerðar sem heimila millifærslu á losunarheimildum (sbr. umfjöllun í sveigjanleiki til að ná árlegum skuldbindingum).
• Skyldu til árlegra skýrsluskila, frá 2023, vegna losunar á viðeigandi gróðurhúsalofttegundum og til skýrsluskila annað hvert ár varðandi spár, stefnumörkun og aðgerðir sem eiga að tryggja að aðildarríkin uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari reglugerð og landsákvörðuðum markmiðum (National Detemined Contribution) skv. Parísarsáttmálanum.
Framkvæmdastjórnin mun fylgjast með framvindu aðildarríkja og leggja mat á hvort hún nægi til að uppfylla skyldur þeirra skv. reglugerðinni.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lög um loftlagsmál nr. 70/2012 og Reglugerð nr. 520/2017 um gagnasöfnun og upplýsingagjöf stofnana vegna bókhalds Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Mikið hefur verið unnið síðastliðin ár til að bæta losunarbókhald Íslands, straumlínulaga ferla, vinna með erlendum sérfræðingum við enduruppsetningu bókhalds, auka rekjanleika og öryggi kerfisins. Innleiðing gerðarinnar mun þó kalla á umfangsmikil vinnu við að uppfæra núverandi losunarbókhald, til að tryggja að kröfur gerðarinnar séu uppfylltar.

Uppfærslan mun meðal annars ná til endurskoðunar á aðferðafræði, gagnaöflunar og gagnagæða, rannsókna á losunarstuðlum og fleira. Þessi endurskoðun þarf að byrja strax á þessu ári því að þær tölur sem skilað verður í upphafi árs 2020 verða lagðar til grundvallar fyrir úthlutun losunarheimilda Íslands á tímabilinu 2021-2030. Ef vel gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi á tímabilinu getur Ísland jafnframt selt umfram heimildir, en ef losun verður umfram úthlutuðum heimildum gæti Ísland þurft að kaupa heimildir. Gæði bókhaldsins er lykill að því að hægt sé að framkvæma áreiðanlegt mat á stöðu Íslands. Miklir fjárhagslegir hagsmunir fyrir ríkissjóð Íslands eru því tengdir gæði bókhaldsins.

Í gerðinni fellst jafnframt að það bætast við skuldbindingar vegna árlegrar skýrslugjafar til Framkvæmdastjórnarinnar m.a. vegna notkunar á sveigjanleikaákvæðum.

Framangreind viðbótarvinna krefst 2 stöðugilda (23,8 m.kr.). Nauðsynlegt er að UST fái fjárveitingar vegna þessara stöðugilda strax á árinu 2019. Frá og með árinu 2020 þarf auk þess að gera ráð fyrir kostnaði vegna fundarsóknar sérfræðinga (um 1,2 m.kr. á ári), sem og kostnaði vegna þjálfunar og endurmenntunar (2 m.kr.) og aðkeyptrar ráðgjafaþjónustu (7 m.kr. á ári) sérstaklega vegna aukinna krafna um bætta aðferðafræði við mat á losun gróðurhúsalofttegunda.

Vert er að benda á að úttektarnefnd Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gerði athugasemd í síðustu úttekt, þess efnis að Ísland uppfylli ekki kröfur skv. b-lið 10. gr. viðauka við ákvörðun 19/CMP.1 undir Kýótó-bókuninni, en hún kveður á um að aðildarríkjunum beri skylda að tryggja viðeigandi mannafla, með hæfni og þekkingu, til að uppfylla kröfur um fullnægjandi skil á losunarbókhaldi Íslands.

Mikilvægt er jafnframt að setja fram skýra aðgerðaráætlun þar sem lögð verður áhersla á samvinnu við viðeigandi stofnanir til að bæta gæði gagna, bæta aðferðarfræði við mat á losun og rannsóknir til að bæta losunarstuðla. Lagt er til að stofnaður verði sjóður fyrir árlega úthlutun til sértækra verkefna til að vinna úr þeim athugasemdum sem við fáum í úttektum undir Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjórnar ESB.

Reglugerðin mun einnig fela í sér umtalsverða vinnu við skráningakerfið með losunarheimildir, vegna t.d. tíðari uppgjöra, millifærslna og þörf á eftirfylgni. Umhverfisstofnun fer með hlutverk Landsstjórnanda skráningakerfisins (sbr. l. nr.70/2012) og mun því aukin vinna vegna þess falla á Umhverfisstofnun. Uppfærð reglugerð vegna skráningarkerfisins mun liggja fyrir í haust 2018 og verður kostnaðaráætlun við aukavinnu sem tengist uppfærslu reglugerðarinnar gerð við greiningu breytingum á skráningareglugerðinni.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sömu hagsmunir og þeir sem varða samstarf Íslands og ESB í loftlagsmálum. Ísland hefur sérstaka hagsmuni af því að losunarbókhaldið verði bætt í samræmi við þess reglugerð þar sem að það skapar áreiðanleika um mat á stöðu Íslands við uppgjör á losunarheimildum.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0842
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 156, 19.6.2018, p. 26
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 482
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 12.1.2023, p. 32
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 11, 12.1.2023, p. 38