32018R0858

Regulation (EU) 2018/858 of the European Parliament and of the Council of 30 May 2018 on the approval and market surveillance of motor vehicles and their trailers, and of systems, components and separate technical units intended for such vehicles, amending Regulations (EC) No 715/2007 and (EC) No 595/2009 and repealing Directive 2007/46/EC


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 715/2007 og (EB) nr. 595/2009 og niðurfellingu tilskipunar 2007/46/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 049/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð 2018/858 er leitast við að styrkja núverandi regluramma um gerðarviðurkenningar ökutækja og sérstaklega markaðseftirlit með ökutækjum. Í reglugerðinni er mælt fyrir um samræmdar reglur fyrir gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja og eftirvagna þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki. Þetta er gert í því skyni að tryggja eðlilega starfsemi innri markaðarins með tilliti til viðskipta- og neytendahagsmuna í þeim tilgangi að bjóða öflugt öryggi, og heilsu- og umhverfisvernd.

Nánari efnisumfjöllun

Aðdragandi: Árið 2013 lét framkvæmdastjórnin gera mat á lagaramma Sambandsins um gerðarviðurkenningu á vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki. Niðurstaða matsins var að skipulagið sem komið var á fót með tilskipun nr. 2007/46/EB er til þess fallið að ná megin markmiðum samhæfingar, skilvirkrar starfsemi og sanngjarnrar samkeppni innri markaðarins. Ályktað var að tilskipunin ætti því að gilda áfram.
Mat framkvæmdastjórnarinnar leiddi einnig í ljós að þörf var á að koma á fót markaðseftirliti til fyllingar krafna um gerðaviðurkenningar, m.a. að skýra atriði eins og innköllun og verndarráðstafanir, skilyrði fyrir því að heimila meiri sveigjanleika fyrir viðurkenningu á fyrirliggjandi gerðum ökutækja og þörf fyrir að bæta það hvernig skilyrðum regluramma gerðarviðurkenninga er framfylgt. Þetta átti að gera með því að samræma og bæta gerðarviðurkenningaraðferðir og aðferðir við mat á framleiðslusamræmi sem beitt eru af yfirvöldum aðildarríkja og tækniþjónustu.
Þá leiddi matið einnig í ljós þörfina á að útlista með skýrum hætti hlutverk og ábyrgð markaðsaðila í aðfangakeðjunni sem og yfirvalda og annarra sem taka þátt í að framfylgja settum reglum. Talin var þörf á að tryggja sjálfstæði umræddra eftirlitsaðila og fyrirbyggja þannig hagsmunaárekstra. Þá þyrfti einnig að bæta núverandi ákvæði um samræmi í framleiðslu í því skyni að tryggja skilvirka framkvæmd gerðarviðurkenningarkrafnanna, m.a. með því að gera reglulegar skyldubundnar úttektir á eftirlitsaðferðunum með samræmi og á áframhaldandi samræmi þeirra viðkomandi vara sem tengjast vélknúnum ökutækjum, ásamt því að styrkja þær kröfur sem varða hæfni, skyldur og afkastagetu þeirra tækniþjónustna sem framkvæma prófanir með tilliti til heildargerðarviðurkenningar sem er á ábyrgð viðurkenningaryfirvalda. Eðlileg starfsemi tækniþjónustna er mikilvæg til að tryggja öflugt öryggisstig og öfluga umhverfisvernd og tiltrú borgara á kerfið.

Efnisútdráttur: Með reglugerð 2018/858 eru innleiddar fjöldi verndarráðstafana sem eiga að fyrirbyggja að kröfum sem gerðar eru við veitingu viðurkenningu ökutækja, kerfa, íhluta og aðskilinna tæknieininga sé misbeitt. Mikilvægt er að umræddar verndarráðstafanir séu skilvirkar svo fyrirbyggja megi misnotkun viðurkenningarferlisins í framtíðinni.
Í reglugerðinni er mælt fyrir um samræmdar reglur fyrir gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja og eftirvagna þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki. Þetta er gert í því skyni að tryggja eðlilega starfsemi innri markaðarins með tilliti til viðskipta- og neytendahagsmuna í þeim tilgangi að bjóða öflugt öryggi, og heilsu- og umhverfisvernd.
Reglugerðin tekur til krafna til gerðarviðurkenninga fyrir vélknúin ökutæki sem notuð eru til farþegaflutninga (flokkur M), vélknúinna ökutækja sem notuð eru til vöruflutninga (flokkur N) og til eftirvagna þeirra (flokkur O). Þá tekur hún til sjálfvirkra kerfa sem í þessum ökutækjum eru, íhluta og aðskildra tæknieininga sem ætlaðar eru í slík ökutæki í því skyni að tryggja að ökutækin séu bæði örugg og umhverfisvæn.
Ætlast er til þess að yfirvöld í hverju ríki beiti og framfylgi kröfum reglugerðarinnar með samræmdum hætti til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði og til að forðast að stöðlum sé beitt með ósamræmdum hætti. Yfirvöld ættu jafnframt að vinna saman í hvívetna með því að skiptast á gögnum og upplýsingum um hvernig framkvæmd er háttað. Þá er ætlast til að yfirvöld ríkjanna vinni með framkvæmdastjórninni í úttektum hennar og eftirlitsstarfsemi.
Í reglugerðinni er vísað til reglugerða Sameinuðu Þjóðanna (UNECE) sem Evrópusambandið hefur samþykkt eða sem Sambandið beitir sem skulu teljast til krafna fyrir ESB-gerðarviðurkenningu ökutækis, kerfa, íhluta eða aðskilinna tæknieininga. Þ.e. nánar tilgreindar UNECE reglugerðir (sjá viðauka II. við reglugerðin) er veitt bindandi gildi með reglugerðinni. Almennt er viðurkenningaryfirvöldum gert að samþykkja gerðarviðurkenningar sem samþykktar eru í samræmi við UNECE reglugerðir.
Með reglugerðinni er núverandi rammi fyrir ESB-gerðarviðurkenningu hertur, sér í lagi með innleiðingu ákvæða um markaðseftirlit. Markaðseftirlit fyrir vélknúin ökutæki ætti að vera innleitt þannig að tilgreindar séu skyldur markaðsaðila í aðfangakeðjunni og ábyrgð eftirlitsyfirvalda í aðildarríkjunum. Þá ætti að tilgreina hvað ber að gera þegar vörur sem tengjast vélknúnum ökutækjum sem eru til þess fallin að valda alvarlegri öryggis- eða umhverfisógn, grafa undan vernd neytenda eða fylgja ekki kröfum um gerðarviðurkenningar, eru að finna á markaðnum.
Umsögn, helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Unnið er að endurskoðun á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja, og verður reglugerð (ESB) 858/2018, innleidd samhliða. Um er að ræða gríðarlega veigamikla gerð sem breytir mörgum tilvísunum, án þess þó að kollvarpa þeim reglum sem í dag gilda. Áhrif hér á landi eru talin takmörkuð þar sem fyrirrennari umræddrar reglugerðar er þegar innleiddur í landsrétt, þ.e. tilskipun nr. 2007/46/EB. Ekki er hægt að segja til um nákvæm áhrif á þessari stundu.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Gera þarf breytingar á umferðarlögum. Rétt væri að reglugerðin yrði í nýrri reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Áhrif hér á landi verða takmörkuð þar sem fyrirrennari umræddrar reglugerðar hefur verið innleiddur í íslenskt regluverk að stórum hluta, þ.e. tilskipun nr. 2007/46/EB. Ekki er hægt að segja til um nákvæm áhrif á þessari stundu.
Horizontal issues; -Sektir, -Aðrar refsingar, -Stofnanir, -Lönd utan EES: Um er að ræða nokkur atriði sem teljast til altækra spurninga, þ.e. horizontal issues:
Sektarvald falið framkvæmdastjórn ESB hvað varðar brot markaðsaðila innan ESB-ríkjanna, sbr. 85. gr. reglugerðarinnar.
Framkvæmdastjórn ESB falið að leggja mat á verkleg viðurkenningaryfirvalda sem veitt hafa gerðarviðurkenningar, á framkvæmd samræmismats og tilnefningu og vöktun tækniþjónustu, sbr. 10. gr. reglugerðarinnar.
Framkvæmdastjórn ESB falið vald til að gera úttektir á ökutækjum, sbr. 9., 10., 15., 53.-56. gr. reglugerðarinnar.
Grípi markaðseftirlitsyfirvald til ráðstafana skv. 52. gr., skal slík aðgerð tilkynnt til framkvæmdastjórnarinnar og viðkomandi viðurkenningaryfirvaldi sem veitti gerðarviðurkenningu ökutækis. Er framkvæmdastjórn ESB veitt vald til að bregðast við slíkum tilkynningum, sbr. 53. og 54. gr. Enn fremur er framkvæmdastjórninni veitt vald til að bregðast við deildum tveggja eða fleiri aðildarríkja varðandi gerðarviðurkenningu, sbr. 6. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar.
Kveðið er á um skyldu til að tryggja að tilteknar upplýsingar sem vísað er til í 1. mgr. 28. gr. skuli veittar á tungumálum ESB, sjá 1. mgr. 15. gr., sbr. 5. mgr. 36. gr. hvað varðar samræmisvottorð; og sérstök skilyrði og takmarkanir sem tengjast notkun ökutækis, kerfis, íhlutar, aðskilinnar tæknieiningar, hlutar eða búnaðar, sbr. 3. mgr. 59. gr. reglugerðarinnar.
Mælt er fyrir tveimur nýjum samráðsvettvöngum: „Forum for Exchange of Information on Enforcement“ meðal yfirvalda aðildaríkjanna sem fara með markaðseftirlit, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar, og „Forum on Access to Vehicles Information“ sbr. 66. gr. reglugerðarinnar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gera þarf breytingar á umferðarlögum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með reglugerð nr. 822/2004 eða eftir atvikum nýrri reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0858
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 151, 14.6.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 031
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 8
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 19