32018R1048

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/1048 of 18 July 2018 laying down airspace usage requirements and operating procedures concerning performance-based navigation

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 022/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Notkun gervihnattaleiðsögu kallar á leiðréttingarkerfi. Hér er mælst til að leiðrétting um gervihnött sé notuð og m.a. gert ráð fyrir að tilteknir aðflugsferlar skuli notaðir. Þó er gert ráð fyrir frávikum en þá að uppfylltum öðrum kröfum. Flugleiðsöguþjónustuveitendum er heimilt fram til 2030 að nota hefðbundna flugleiðsöguþjónustu nema þegar um er að ræða viðbúnað. Á tímanum skulu þeir sem veita flugleiðsöguþjónustu útbúa áætlun um hvernig innleiðing á hæfisbundinni leiðsögu verður útfærð. Reglugerðin gildir fyrir veitendur rekstrarstjórnunar flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu og rekstraraðila flugvalla sem eru ábyrgir fyrir því að koma á blindaðflugsferlum, eða flugumferðarþjónustuleiðum. Takmörkuð drægni EGNOS í því loftrými sem Ísland sinnir hefur áhrif á mögulega notkun SBAS. Eins og er samþykkti SGS eingöngu notkun EGNOS austan við 19 gráður vestur. Því er eingöngu hægt nú að nýta SBAS leiðréttingu á því svæði, t. d. á Akureyri, Húsavík, í Hornafirði og á Egilsstöðum.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Hæfisbundin flugleiðsaga miðar að því að því að auka öryggi, afköst og skilvirkni við notkun loftrýmisins. Hæfisbundin leiðsaga byggir á kröfum um hæfni loftfara og fer sú þjónusta sem veitt er eftir þeim búnaði sem viðkomandi loftför hafa. Í þessu felst m.a. notkun gervihnattaleiðsögu. Byggja skal kröfur og verklag vegna hæfisbundinnar leiðsögu á ákvæðum sem þróuð hafa verið af ICAO og innleiðing skal vera í samræmi við Hnattræna flugleiðsöguáætlun ICAO. Kröfur hafa þegar verið settar á loftför, flugrekendur og flugliða af EASA og viðeigandi er að setja samsvarandi kröfur fyrir loftrýmið, hvað varðar flugleiðir og verklag.
Grunnur að beitingu hæfisbundinnar leiðsögu innan Evrópu var lagður með SESAR áætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar. Áætlunin miðar að því að árið 2030 verði í Evrópusambandinu afkastamiklir innviðir á sviði rekstarstjórnunar flugumferðar sem greiði fyrir öruggri og umhverfisvænni starfsemi sem og þróun á sviði flugsamgangna. Þá kveður reglugerð (ESB) nr. 716/2014 á um notkun hæfisbundinnar leiðsögu í kringum flugvelli þar sem er mikil flugumferð, en engir flugvellir á Íslandi falla að svo komnu undir þá reglugerð.
Notkun gervihnattaleiðsögu í flugi kallar á leiðréttingarkerfi og í þessari reglugerð er mælst til þess að SBAS (leiðréttingarkerfi um gervihnött) sé notað og þá sér í lagi EGNOS kerfið. Í reglugerðinni er m.a. gert ráð fyrir að tilteknir aðflugsferlar (3D) skuli notaðir á öllum blindflugsbrautarendum og um framkvæmd á SID og STAR ferlum. Þó er gert ráð fyrir að flugleiðsöguþjónustuveitendur geti vikið frá framangreindum kröfum séu aðstæður slíkar að beiting þeirra hafi gagnstæð áhrif við þau sem ætluð eru, og skal þá uppfylla aðrar nánar tilgreindar kröfur í reglugerðinni.
Flugleiðsöguþjónustuveitendum er heimilt fram til 2030 að notast við hefðbundna flugleiðsöguþjónustu, sem ekki er hæfisbundin, að undanskildu þegar um er að ræða viðbúnað. Á meðan á þessum aðlögunartíma stendur skulu þeir sem veita flugleiðsöguþjónustu útbúa áætlun þar sem gerð er grein fyrir hvernig innleiðing á hæfisbundinni leiðsögu verður útfærð. Áætlunin skal uppfærð eftir því sem innleiðingu vindur áfram. Áætlunin skal vera í samræmi við „European ATM Master Plan and common projects“, sem kveðið er á um í 15. gr. reglugerðar (EB) nr. 550/2004.
Þá er kveðið á um að ef upp komi aðstæður þannig að ekki sé hægt að notast við hæfisbundna leiðsögu sé heimilt að notast við hefðbundna leiðsögu þar til úr vandkvæðunum hefur verið leyst.
Efnisúrdráttur: Líkt og fram er komið kveður reglugerðin á um notkun hæfisbundinnar flugleiðsöguþjónustu og eru gerðar tilteknar kröfur til þjónustunnar í viðauka við reglugerðina. Reglugerðin gildir fyrir veitendur rekstrarstjórnunar flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu og rekstraraðila flugvalla sem eru ábyrgir fyrir því að koma á blindaðflugsferlum, instrument approach procedures, eða flugumferðarþjónustuleiðum ATS routes, í dag er það eingöngu Isavia sem er ábyrgt fyrir þessari þjónustu.
Þó er heimilt að víkja frá þeim kröfum sem reglugerðin gerir séu aðstæður þannig, m.a. með tilliti til staðhátta og drægni gervihnattaleiðsögu.
Veitendur ATM/ANS skulu leggja fram innleiðingaráætlun fyrir hæfisbundna leiðsögu eftir samráð við m.a. notendur loftrýmis og þá sem þiggja þurfa þjónustuna, innleiðingaráætlunin skal vera í samræmi við Evrópsku mynsturáætlunina og skal samþykkt af hinu lögbæra yfirvaldi (Samgöngustofu) sem skal tryggja að að innleiðingaráætlun sé í fullu samræmi við kröfur reglugerðarinnar.
Reglugerðin kemur til framkvæmda 2020, en kveðið á um frestun á gildistöku fram til 2024 að því er varðar kröfur í AUR.PBN.2005(1) og AUR.PBN.2005(4). Þá taka ákvæði um úreldingu hefðbundins leiðsögubúnaðar gildi 2030.
Umsögn, helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Isavia hefur unnið að innleiðingu hæfisbundinnar leiðsögu á undanförnum árum, bæði með birtingu PBN blindaðflugsferla að all flestum brautarendum millilandaflugvallanna fjögurra og eins eru í boði PBN aðflugsferlar að fjölda flugbrauta innanlandsflugvalla/lendingarstaða.
Í reglugerðinni munu verða lagðar línur um framhaldið og í því skyni að hefja vinnu að PBN innleiðingu hefur SGS, með ílagi frá Isavia og íslenskum flugrekendum, sett fram sk. PBN-stefnu en ICAO hefur hvatt ríkin til að setja fram PBN-áætlun sem á að vera í samræmi við Hnattræna leiðsöguáætlun ICAO. Stefna þessi var kynnt fyrir ráðuneytinu í vor og á hún að vera grunnur að PBN áætlun Íslands sem er í grófum dráttum samhljóma reglugerðinni sem hér um ræðir.
Ljóst er að takmörkuð drægni EGNOS í því loftrými sem Ísland sinnir mun hafa áhrif á mögulega notkun SBAS en að svo stöddu mun SGS eingöngu samþykkja notkun EGNOS austan við 19 gráður vestur sem þýðir að eingöngu er hægt að svo stöddu að nýta SBAS, Satelitte-based Augmentation System, leiðréttingu á því svæði, til dæmis á Akureyri, Húsavík, í Hornafirði og á Egilsstöðum. Íslenska ríkið þarf að taka ákvörðun um hvað skuli gera í því að hafa áhrif á aukna drægni EGNOS til að kerfið nýtist fyrir allt Ísland.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Gerðina er rétt að innleiða með stoð í 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing færi fram með setningu reglugerðar þar sem gerðin verður innleidd með tilvísunaraðferð undir heitinu reglugerð um hæfisbundna leiðsögu.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs: Isavia þarf að leggja mat á kostnað. Hefur Samgöngustofa óskað eftir umsögn Isavia og mun Samgöngustofa koma henni á framfæri við ráðuneytið um leið og hún berst.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Að einhverju marki er sennilegt að skörun eigi sér stað við Utanríkisráðuneytið. Við innleiðingu ákveðinna gerða Evrópusambandsins sem lúta að framkvæmd og nýtingu evrópskra gervihnattaleiðsögukerfa í EES samninginn hefur gildistöku verið frestað að því er varðar Ísland (sjá t.d. Ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 247/2014). Ekki er að fullu ljóst hvort þátttaka Íslands að Geimferðastofnun Evrópu hafi úrslitaáhrif á það hvort gervihnattaleiðsaga nýtist við flugleiðsögu á öllu landinu, vegna dreifingarsvæðis EGNOS, en hugsanlegt er að það hafi einhver áhrif.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Stoð: 57. gr. a, sbr. 145. gr. l um loftferðir, 60/1998. Innl með breytingu á rg, 1126/2014 um skilgreiningu sameiginlegra verkefna, um ákvörðun stjórnunarhátta og um tilgreiningu hvata sem styðja við framkvæmd evrópsku o. s. fr.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Samgöngustofa bíður upplýsinga frá Isavia sem sendar verða um leið og þær berast
Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1048
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 189, 26.7.2018, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D055566/03
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 16.7.2020, p. 40
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 63, 16.7.2020, p. 35