32018R1065

Commission Regulation (EU) 2018/1065 of 27 July 2018 amending Regulation (EU) No 1178/2011 as regards the automatic validation of Union flight crew licences and take-off and landing training


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1065 frá 27. júlí 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 að því er varðar sjálfvirka fullgildingu á flugliðaskírteinum Sambandsins og þjálfun í flugtaki og lendingu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 217/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í Evrópu hefur í rúm 15 ár verið í gildi gagnkvæm viðurkenning á flugskírteinum án kröfu um fullgildingu. Þessi gagnkvæma viðurkenning hefur valdið vandræðum í ríkjum utan Evrópusambandsins því ekki hefur verið unnt að sýna fram á að skilyrðum um fullgildingu skv. ICAO Annex 1 hafi verið fullnægt. Nú á að kveðja á um að skírteini flugmanns sem hyggst fljúga utan ESB á flugvél sem skráð er í öðru ESB ríki en því sem gaf út skírteini hans skuli uppfylla kröfur ARA.FCL.200 reglugerðarinnar. Forsendan er samningur um fullgildingu milli ríkja. Þá er reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 uppfærð til samræmis við tilmæli ICAO um þjálfunarkröfur fyrir flugtak og lendingu á þróaðri stigum þjálfunarnámskeiðs fyrir fjölstjórnarskírteini. Þetta er gert til að stuðla að hóflegum og hæfisbundnum kröfum um skírteini flugmanna. Samgöngustofa þarf að uppfæra verklag og sjá til þess að skírteini sem þegar hafa verið gefin út verði uppfærð fyrir 31. desember 2022. Kostnaður SGS við innleiðingu er óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Með reglugerðinni er verið að breyta reglugerð 1178/2011. Helstu breytingarnar eru um fullgildingu skírteina skv. samningi milli ríkja. Þá eru gerðar breytingar á kröfum um fjölda lendinga í þjálfun fyrir fjölstjórnarskírteini (MPL).
Efnisútdráttur: Breytingar sem gerðar eru á reglugerð 1178/2011 eru tvenns konar.
Gagnkvæmt viðurkenning skírteina: Í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1178/2011 er m.a. kveðið á um tæknilegar kröfur fyrir vottun flugmanna sem fást við starfrækslu tiltekinna loftfara.
Kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO Annex 1) kveða á um að flugmaður þurfi að hafa skírteini útgefið í sama ríki og loftfarið sem hann flýgur er skráð eða að ríkið þar sem loftfarið er skráð gefi út fullgildingu, e. Validation, á skírteinið þ.a. það megi nota á loftförum skráningarríkis.
Í Evrópu hefur í rúm 15 ár verið í gildi gagnkvæm viðurkenning á flugsskírteinum án þess að krafa hafi verið gerð um fullgildingu. Þessi gagnkvæma viðurkenning hefur í nokkrum tilvikum valdið vandræðum vegna flugs í ríkjum utan Evrópusambandsins. Það hefur verið vegna þess að ekki hefur verið unnt að sýna fram á að skilyrðum um fullgildingu skv. ICAO Annex 1 hafi verið fullnægt.
Í því skyni að auka sveigjanleika í þessum efnum tók árið 2017 gildi ICAO breyting 174. Hún er um útfærslu á fullgildingum þegar um samstarf margra ríkja sem viðurkenna flugskírteini hvers annars er að ræða. Á grundvelli hennar er nú unnt að fullgilda skírteini milli ríkja sem hafa samræmt skírteinakerfi. Þetta þarf að vera gert á grundvelli formlegs samnings milli ríkjanna, e. Regional Safety oversight organisations agreements.
Sú reglugerð sem hér er til umfjöllunar endurspeglar framangreinda ICAO breytingu. Í henni er kveðið á um að skírteini flugmanns sem hyggst fljúga utan ESB á flugvél sem skráð er í öðru ESB ríki en því sem gaf út skírteini hans skuli uppfylla kröfur ARA.FCL.200 reglugerðarinnar. Forsendan er að samningur um fullgildingu sé til staðar milli ríkja og að í skírteini flugmanna komi fram tilvísun í samninginn með texta sbr. „This licence is automatically validated as per the ICAO attachment to this licence”
Aðlögunartímabil er til 31. desember 2022 fyrir skírteini sem þegar hafa verið gefin út. Eftir þann tíma þurfa skírteinin að uppfylla kröfur ARA.FCL.200. Þetta er í samræmi við ákvæðin í ICAO Annex I.
EASA hefur gripið til ráðstafana um gerð samnings milli EASA ríkja og fengið hann skráðan hjá ICAO. Fram hefur komið hjá EASA að gera þurfi annan samning sem innifelur EFTA ríkin og nauðsynlegt er að ljúka því máli sem fyrst og hefur EASA tekið það að sér.
Óverulegur kostnaður er fyrirséður við innleiðingu á þessum breytingum á Íslandi, þ.e. einfaldar breytingar á gagnagrunni og upplýsingagjöf með almennum hætt. Áhrif á flugöryggi, flugvernd eða umhverfi eru engin.
Kröfur um fjölda lendinga í þjálfun fyrir fjölstjórnarskírteini (MPL): Til viðbótar við þá breytingu sem að framan er lýst á með reglugerðinni að því að uppfæra reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 til samræmis við tilmæli ICAO í doc. 9868, „Procedures for Air Navigation Services- Training“ – PANS-TRG, um þjálfunarkröfur fyrir flugtak og lendingu á þróaðri stigum þjálfunarnámskeiðs fyrir fjölstjórnarskírteini. Þetta er gert með það markmið Evrópusambandsins í huga að stuðla að hóflegum og hæfisbundnum kröfum um skírteini flugmanna.
Það er enginn fyrirséður kostnaður við breytinguna á Íslandi. Þessi tegund þjálfunar er ekki fyrir hendi í dag á Íslandi og ef til hennar kemur mun kostnaður ekki aukast og ekki er dregið úr flugöryggi. Áhrif á flugvernd og umhverfi eru engin.
Helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Samgöngustofa þarf að uppfæra verklag og sjá til þess að skírteini sem þegar hafa verið gefin út verði uppfærð fyrir 31. desember 2022. Kostnaður SGS við innleiðingu er óverulegur.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð fyrir innl. gerðar er að finna í 31. gr., 3. mgr. 32. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Innleiðing fer fram með breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1065
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 192, 30.7.2018, p. 31
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D055355/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 21, 25.3.2021, p. 15
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 105, 25.3.2021, p. 15