32018R1119

Commission Regulation (EU) 2018/1119 of 31 July 2018 amending Regulation (EU) No 1178/2011 as regards declared training organisations
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 315/2019
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 er kveðið á um tæknilegar kröfur áhafna í almenningsflugi og stjórnsýslumeðferð mála er vakna vegna þeirra. Núgildandi kröfur eru taldar of íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. Með hliðsjón af framangreindu eru með reglugerðinni innleiddar einfaldari kröfur til stjórnkerfa, vottunar og eftirlits fyrir fyrirtæki sem stundakennslu á minni loftför sem hægt er að fljúga skv. skírteini fyrir létt loftför (LAPL), skírteinis einkaflugmanns (PPL) auk skírteina fyrir svifflug og loftbelgi. Reglugerðin felur í sér meiri sveigjanleika fyrir minni flugskóla og ætti að fela í sér minni kostnað og stjórnsýsluálag en núverandi reglur, bæði fyrir fyrirtæki og eftirlitsstofnanir. Reglugerðin ætti að auðvelda starfsemi og eftirlit með þeim þjálfunarfyrirtækjum sem falla undir gildissvið hennar.

Nánari efnisumfjöllun

Aðdragandi, efni og markmið: Í reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 er kveðið á um tæknilegar kröfur áhafna í almenningsflugi og stjórnsýslumeðferð mála er vakna vegna þeirra. Í gildandi kröfum er m.a. kveðið á um að aðilar sem sjá um þjálfun flugmanna, skuli hafa stjórnunarkerfi, þ. á m. kerfi um samræmiseftirlit, compliance monitoring, og öryggistjórnunarkerfi.
Núgildandi kröfur um stjórnunarkerfi fyrir þjálfunarfyrirtæki eru taldar of íþyngjandi og ekki í réttu hlutfalli við umfang starfsemi þeirra þjálfunarfyrirtækja sem eingöngu veita þjálfun fyrir einkaflugmannsskírteini og tengd réttindi þegar tekið er mið af kostnaði, eðli og umfangs starfsemi, áhættu og ávinnings fyrir flugöryggi.
Með hliðsjón af framangreindu eru með reglugerðinni innleiddar einfaldari kröfur til stjórnkerfa, vottunar og eftirlits fyrir umræddra þjálfunar fyrirtæki Segja má að reglugerðin taki aðeins til kennslu á minni loftför sem hægt er að fljúga skv. skírteini fyrir létt loftför (LAPL), skírteinis einkaflugmanns (PPL) auk skírteina fyrir svifflug og loftbelgi.
Þeim þjálfunaraðilum sem falla undir framangreindar reglur er með reglugerðinni heimilt að lýsa yfir að kröfur hafi verið uppfylltar, declaration, í stað þess að skilyrði sé gert um fyrirfram viðurkenningu, certification. Eftirlit flugmálayfirvalda er áhættumiðaðra þar sem viðurkenningar er krafist.
Reglugerðin byggir á áliti EASA nefndarinnar Nr. 11/2016 og byggir að hluta á svo kölluðu General Aviation Road Map.
Líkt og fram er komið er reglugerðin einkum sett í þeim tilgangi að minnka kröfur til smærri þjálfunarfyrirtækja/flugskóla í því skyni að setja áhættumiðaðar kröfur á þá.
Í því skyni er m.a. viðauka VIII – Part DTO Declared Training Organisations– bætt við reglugerðina.
Þá er einnig kveðið á um frestun fram til 8. apríl 2020 á beitingu tiltekinna krafna varðandi skírteini fyrir svifflugvélar og loftbelgi og um þá þjálfunaraðila sem sinna þjálfun fyrir þau loftför.
Þá er einnig kveðið á um frestun á beitingu fram til 8. apríl 2019 hvað varðar kröfur um þjálfun í því að fyrirbyggja og bregðast við uppnámi, upset prevention & recovery training
Umsögn, helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Líkt og fram er komið felur gerðin í sér meiri sveigjanleika fyrir minni flugskóla og ætti að fela í sér minni kostnað og stjórnsýsluálag en núverandi reglur, bæði fyrir fyrirtæki og eftirlitsstofnanir. Reglugerðin ætti að auðvelda starfsemi og eftirlit með þeim þjálfunarfyrirtækjum sem falla undir gildissvið hennar.
Gera má ráð fyrir a.m.k. tveir flugskólar muni breyta starfsemi sinni á þann veg að þeir falli undir reglugerðina og einnig má gera ráð fyrir a.m.k. tveimur þjálfunarfyrirtækjum til viðbótar.
Kostnaður fyrir Samgöngustofu óverulegur en nauðsynlegt verður að uppfæra verklag og handbækur. Kostnaður við eftirlit með hverjum skóla sem fellur undir reglugerðina minnkar en heildarkostnaður við eftirlit er óviss og fer eftir því hvort flugskólum muni fjölga að ráði.
Lagastoð fyrir innl. gerðar: Lagastoð er að finna í 28. gr. b sbr. 145. gr. Innleiðing yrði með reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er í 28. gr. b sbr. 145. gr. Loftferðalaga, nr. 60/1998. Innleiðing fer fram með breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1119
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 204, 13.8.2018, p. 13
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 14, 5.3.2020, p. 77
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 5.3.2020, p. 70