Ný EASA reglugerð - 32018R1139

Regulation (EU) 2018/1139 of the European Parliament and of the Council of 4 July 2018 on common rules in the field of civil aviation and establishing a European Union Aviation Safety Agency, and amending Regulations (EC) No 2111/2005, (EC) No 1008/2008, (EU) No 996/2010, (EU) No 376/2014 and Directives 2014/30/EU and 2014/53/EU of the European Parliament and of the Council, and repealing Regulations (EC) No 552/2004 and (EC) No 216/2008 of the European Parliament and of the Council and Council Regulation (EEC) No 3922/91


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139 frá 4. júlí 2018 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 2111/2005, (EB) nr. 1008/2008, (ESB) nr. 996/2010, (ESB) nr. 376/2014 og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2014/30/ESB og 2014/53/ESB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 552/2004 og (EB) nr. 216/2008 og reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3922/91
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 114/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin er afrakstur heildarendurskoðunar Evrópusambandsins á eldri reglugerð sama efnis frá 2008 (og fyrirrennara frá 2002) og er hluti af heildarstefnumótun sambandsins á flugsviðinu. Reglugerðin verður ný og bætt lagastoð fyrir mest alla afleidda löggjöf á sviði flugöryggis. Gildissviðið nær nú t.d. til ómannaðra loftfar, netöryggis í flugsamgöngum og flugafgreiðslu. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, er veitt víðtækara umboð til verkefna sem snerta flugöryggi s.s. flugvernd, umhverfisvernd, rannsókn og þróun og alþjóðlega samvinnu. Skilgreind er verkaskipting milli EASA og eftirlitsyfirvalda í aðildarríkjum og auknir möguleikar á samvinnu á sviði eftirlits. Tilteknum eftirlitsskyldum aðilum er heimilað að óska eftir því að lúta eftirliti EASA. Heimildir til eftirlits á grundvelli áhættu- og frammistöðumats eru styrktar. Boðið er uppá meiri sveigjanleika til að létta reglur um léttari loftför og smærri rekstur.

Nánari efnisumfjöllun

Inngangur: Þann 11. september 2018 tók gildi innan ESB ný reglugerð um Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Reglugerð 2018/1139 (hér eftir reglugerðin eða EASA reglugerðin) byggir á stefnu Evrópusambandsins frá 2015 um aukna samkeppnishæfni flugs í Evrópu. Með henni eru reglur sambandsins aðlagaðar framtíðarverkefnum á sviði flugöryggis og umhverfisverndar. Reglugerðin er afrakstur heildarendurskoðunar Evrópusambandsins á eldri reglugerð sama efnis frá 2008, sem og fyrirrennara hennar frá 2002 og er hluti af heildarstefnumótun sambandsins á flugsviðinu.

Inngangur:
Þann 11. september 2018 tók gildi innan ESB ný reglugerð um Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins (EASA). Reglugerð (ESB) 2018/1139 (hér eftir reglugerðin eða EASA reglugerðin) byggir á stefnu Evrópusambandsins frá 2015 um aukna samkeppnishæfni flugs í Evrópu. Með henni eru reglur sambandsins aðlagaðar framtíðarverkefnum á sviði flugöryggis og umhverfisverndar. Reglugerðin er afrakstur heildarendurskoðunar Evrópusambandsins á eldri reglugerð sama efnis frá 2008, sem og fyrirrennara hennar frá 2002 og er hluti af heildarstefnumótun sambandsins á flugsviðinu.
Í hnotskurn:
Reglugerðin hefur að geyma uppfærðar sameiginlegar grunnreglur á sviði flugs, þ.m.t. flugöryggis. Reglugerðin þjónar að sama skapi sem ný og endurbætt lagastoð fyrir alla afleidda löggjöf sem framkvæmdastjórn ESB er falið að setja á sviði flugöryggis með fáeinum undantekningum. Umfangið er mikið og spannar t.a.m. allt er tengist flugöryggi í borgaralegu flugi, hvort sem um er að ræða aðila eða einstaklinga innan ESB/EES. Reglugerðin gildir um atriði allt frá hönnun, framleiðslu, starfrækslu og viðhalds loftfara, hvort sem þau eru mönnuð eða ekki. Þar undir eru hlutir og svið eins og hreyflar, búnaður - hvort sem hann er ísettur eður ei -, flugrekstur, kennsla, viðhaldsstöðvar, flugvellir, flugleiðsaga og rekstrarstjórnun flugumferðar, hönnun loftrýmis, sem og eftirliti með flugmálayfirvöldum í aðildarríkjum. Hér er ekki um að ræða tæmandi upptalningu.
Hlutverk EASA er frekar útvíkkað og styrkt. Stofnuninni er veitt víðtækara umboð til verkefna sem hafa snertifleti við flugöryggi s.s. á sviði flugverndar, umhverfisverndar, rannsókna og þróunar og alþjóðlega samvinnu. Þá er EASA falið hlutverk sem samræmingaraðili á sviði netöryggis í flugi.
Reglugerðin afmarkar enn frekar verkaskiptingu milli EASA og eftirlitsyfirvalda í aðildarríkjum. Hér gætir nokkurra nýmæla er varðar möguleika ríkja og EASA til samvinnu á sviði eftirlits og framsali eftirlits milli ríkja eða til EASA. Þá er einnig tilteknum eftirlitsskyldum aðilum er gert mögulegt að óska eftir framsali eftirlits til EASA.

Nýmæli:
Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli og breytingar. Þau helstu eru að:
(1) Gildissvið hennar er útvíkkað frá því sem áður var og tekur nú t.a.m. til ómannaðra loftfar, netöryggis í flugsamgöngum og flugafgreiðslu, þ.m.t. hlaðstjórnarþjónustu.
(2) Heimildir til eftirlits byggt á áhættu- og frammistöðumati eru frekar styrktar.
(3) Listi yfir þau loftför sem falla utan gildissviðs reglugerðarinnar hefur verið endurskoðaður.
(4) Sá möguleiki er opnaður fyrir framleiðendur loftfara, sem annars féllu utan gildissviðs reglugerðarinnar, að falla undir ákvæði hennar, (opt-in).
(5) Kynntur er sá möguleiki ríkja til að beita tilteknum ákvæðum reglugerðarinnar um loftför og starfsemi sem annars væri utan gildissviðs reglugerðarinnar, s.s. ríkisloftfara (s.s. loftför á vegum landhelgisgæslu, tolls og lögreglu), (opt-in).
(6) Endurskoðuð eru ákvæði er lúta að lofthæfi og umfang þeirra aukið. Mælt er fyrir um ákvæði er lúta að mati á lofthæfi og umhverfis samhæfni hönnunar vara og hluta án þess að vottorð sé gefið út.
(7) Í samræmi við 19. viðauka við Chicago samninginn er í reglugerðinni fest í sessi sérstök áætlun um flugöryggi í Evrópu og aðgerðaráætlun um flugöryggi á vettvangi Evrópusambandsins. Samhliða er sú skylda lögð á ríki til að setja sér slíkar áætlanir og viðhalda þeim og aðgerðaráætlunum sem taki mið af áætlun um flugöryggi og aðgerðaráætlun um flugöryggi á Evrópuvísu.
(8) Gert er ráð fyrir meiri sveigjanleika í að létta umfang reglna er lúta að léttari loftförum og umfangslitlum rekstri.
(9) Þá eru einnig tilteknar í reglugerðinni heimildir ríkja til að undanþiggja frá gildissviði reglugerðarinnar smærri loftför og flugvelli og þann búnað sem þar er notaður auk flugafgreiðslu og hlaðstjórnarþjónustu, (opt-out).
(10) Nýr gagnagrunnur um flugöryggismál gerir ráð fyrir skráningu margvíslegra upplýsinga af hendi ríkja, EASA og framkvæmdastjórnar ESB í grunninn. Aðeins hluti upplýsinga í grunninum verður opin almenningi. M.a. er gert ráð fyrir afmarkaðar upplýsingar um heilbrigði flugmanna verði skráðar í grunninn, en háðar aðgangstakmörkunum.
(11) Jafnframt er víða opnað á möguleika framkvæmdastjórnar ESB að nýta þá sérþekkingu sem EASA býr yfir í málaflokkum sem almennt hafa aðeins að litlu leyti verið færðir til stofnunarinnar s.s. á sviði flugverndar. Einnig er gefinn kostur á að stofnunin aðstoði framkvæmdastjórnina við að skilgreina helstu rannsóknarþemu sem tengjast þeim sviðum sem reglugerðin nær til.
(12) Í reglugerðinni er kveðið á um ríkar heimildir til framsals eftirlits, hvort sem er frá ríki til EASA eða viðurkenndra aðila eða annarra ríkja innan EES. Þá er opnað á þann mögueika að tilteknir eftirlitsskyldir aðilar geti framselt eftirlit til EASA.
(13) Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn ESB geti hlutast til um aðstoð til ríkis þegar eftirliti er svo ábótavant að flugöryggi væri stefnt í hættu. Slík aðstoð væri veitt með fullþingi EASA og ríkisins sjálfs að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
Nýrri reglugerð fylgja auk þess breytingar á fáeinum ESB gerðum til viðbótar, m.a. reglugerð (ESB) nr. 1008/2008 en í henni eru lagðar til breytingar á skilyrðum til útgáfu flugrekstrarleyfis.

Ljóst er að gera þarf margvíslegar breytingar á loftferðalögum, nr. 60/1998 með síðari breytingum, auk reglugerða sem settar eru með stoð í lögunum. Þá kann að þurfa gera afmarkaðar breytingar á ákvæðum er varða rannsóknarskyldu vegna flugslysa og flugatvika í lögum um rannsókn samgönguslysa nr. 18/2003 og á ákvæðum er varða framsal eftirlits og kröfum til eftirlitsaðila í lögum um Samgöngustofu, nr. 119/2012.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, 2
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf lögum um loftferðir 60/1998 með síðari breytingum.
Þá kann að þurfa gera afmarkaðar breytingar á ákvæðum er varða rannsóknarskyldu vegna flugslysa og flugatvika í lögum um rannsókn samgönguslysa nr. 18/2003 og lögum um Samgöngustofu, nr. 119/2012., Fyrirhuguð er setning nýrrar reglugerðar til innleiðingar á rg. (ESB) 2018/1139:
Niðurfelling rg. 812/2012 með síðari breytingum (rg. (ESB) 216/2008)
Niðurfelling rg. 1264/2008 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála (rg. (EB) 3922/91)
Niðurfelling að hluta rg. 870/2007 (rg. (EB) 552/2004)

Aðrar breytingar sem beinlínis leiða af innleiðingu reglugerðarinnar:
Rg. um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur nr. 277/2008 (rg. (EB) 2111/2005)
Rg. um flugrekstur og flugþjónustu nr. 48/2012 (rg. (EB) 1008/2008)
Rg. um störf rannsóknarnefndar samgönguslysa nr. 763/2013
Rg. um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi nr. 1248/2014 (rg. (ESB) 996/2010)
Rg. um tilkynningu atvika í almenningsflugi sem og greiningu á og eftirfylgni með þeim nr. 900/2017 (rg. (ESB) 376/2014)
Rg. um rafsegulsamhæfi nr. 300/2018 (tilsk. 2014/30/ESB)
Rg. um þráðlausan fjarskiptabúnað nr. x/2019 (tilsk. 2014/53/ESB).
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1242
Niðurstöður samráðs Fyrirhuguð innleiðing í EES-samninginn kynnt í Samráðsgátt frá 30.11.2018-16.1.2019. Engar athugasemdir bárust.

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Ekki er áætlað að innleiðing reglugerðarinnar hafi bein áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisatriði.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1139
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 212, 22.8.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2015) 613
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 67
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02294, 9.11.2023