32018R1142

Commission Regulation (EU) 2018/1142 of 14 August 2018 amending Regulation (EU) No 1321/2014 as regards the introduction of certain categories of aircraft maintenance licences, the modification of the acceptance procedure of components from external suppliers and the modification of the maintenance training organisations' privileges


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1142 frá 14. ágúst 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar innleiðingu á tilteknum flokkum skírteina flugvéltækna, breytingu á ferlinu við viðurkenningu íhluta frá utanaðkomandi birgjum og breytingu á heimildum viðhaldskennslufyrirtækja
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 193/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið með reglugerð ESB 2018/1142 er að skilgreina kröfur til skírteina fyrir viðhaldsvotta sem sinna vottun á ELA1 flugvélum og á öðrum loftförum en þyrlum og flugvélum, þar sem gildandi kröfur miðast við viðhald á flóknum loftförum og eru óþarflega íþyngjandi fyrir þau loftför sem hér eru til umræðu. Kostnaður alls um 3,1 milljónir miðað við núverandi gjaldskrár.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Í reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 er kveðið á um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. Markmiðið með reglugerð ESB 2018/1142 er að skilgreina kröfur til skírteina fyrir viðhaldsvotta sem sinna vottun á ELA1 flugvélum og á öðrum loftförum en þyrlum og flugvélum, þar sem gildandi kröfur miðast við viðhald á flóknum loftförum og eru óþarflega íþyngjandi fyrir þau loftför sem hér eru til umræðu.
ELA1 loftfar er skilgreint sem mannað loftfar sem uppfyllir einhver eftirfarandi skilyrði:
a. flugvél með hámarksflugtaksmassa 1200 kg og ekki er skilgreind sem flókið vélknúið loftfar;
b. svifflugvél, eða vélsvifflugvél með hámarksflugtaksmassa 1200 kg.;
c. loftbelgur, með tiltekna hámarks rúmmálsgetu fyrir gas eða loft;
d. loftskip, með tiltekna hámarks rúmmálsgetur fyrir gas eða loft.
Þá eru kröfur um viðhaldsstýringu og áframhaldandi viðhald tiltekinna flókinna vélknúinna loftfara, minnkaðar þannig að þær séu í réttu samhengi við þá hættu sem markmiðið er að koma í veg fyrir, en gildandi kröfur þykja of íþyngjandi fyrir þær tegundir loftfara. Einkum er um að ræða fjölhreyfla skrúfuþotur með hámarksflugtaksmassa 5700 kg eða minna sem er ekki í atvinnurekstri.
Þá eru kröfur auknar um viðhald, s.s. hvað varðar viðtöku íhluta og efna, e. components, parts or material, sem og að auknar kröfur eru settar á viðhaldskennslufyrirtæki að því er varðar próftökur nemenda sem hafa ekki farið í gegnum grunnnám en taka eingöngu próf í því skyni að koma í veg fyrir svindl.
Auk framangreinds eru gerðar nokkrar lagfæringar á villum í gildandi reglugerð.
Kröfur á Samgöngustofu um útgáfu nýrra skírteina til flugvéltækna sem sjá um viðhald ELA1 flugvéla sem ekki stunda flutningaflug, sem og loftfara annarra en flugvéla og þyrlna, taka gildi 1. október 2019.
Kröfur um að viðhaldsvottar sem sjá um vottun í tengslum við viðhald ELA1 flugvéla sem ekki stunda flutningaflug, sem og loftfara annarra en flugvéla og þyrlna, uppfylli kröfur reglugerðarinnar, taka gildi 1. október 2020.
Umsögn, helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Samgöngustofa þarf að innleiða gerðina og felur það m.a. í sér eftirfarandi:
Greina nánar áhrif breytingarinnar á gæðakerfi stofnunarinnar sem er m.a.:
1. Breyting á verklagsreglum
2. Breyting útlits á skírteinum flugvéltækna (EASA Form 26), EASA Formi 11 og EASA Formi 19
3. Uppfæra þarf gátlistagrunn
4. Uppfæra þarf yfirlitsgrunn úttekta
5. Uppfæra þarf breytingarskýrslu, e. Conversion Report, vegna þeirra viðhaldsvotta sem hafa vottað viðhald á svifflugum til að tryggja áframhaldandi rétt þeirra, e. grandfathering provision.
6. Breyta þarf skírteinisgagnagrunni Samgöngustofu til að geta gefið út nýtt útlit flugvéltæknaskírteinis (EASA Form 26) og til að halda utan um skírteinishafa
7. Þjálfa þarf eftirlitsmenn lofthæfideildar
8. Þjálfa þarf fulltrúa skírteinadeildar vegna breytingar á skírteinisgrunninum og útlit skírteinis (EASA Form 26)
9. Uppfæra þarf heimasíðu Samgöngustofu með breyttu EASA Formi 19
10. Samskipti þarf við þá viðhaldsvotta sem hafa „afarétt“
11. Gefa þarf út ný skírteini með nýju útliti (EASA Form 26) á grundvelli breytingarskýrslu til þeirra viðhaldsvotta sem sinna vottun viðhalds á svifflugum. Um er að ræða milli 5 og 10 skírteini.
Lofthæfideild reiknar með 2 1/2 vikna vinnu fyrir utanhúss sérfræðing og tveggja til þriggja vikna vinnu fyrir starfsmenn Samgöngustofu. Kostnaður við vinnu er alls um 3,1 milljónir miðað við núverandi gjaldskrár.
Þýðing á íslensku: Sem allra fyrst þar sem nokkrar greinar eru nú þegar virkar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagast 7. mgr. 28. gr. og 145. gr. laga um loftf nr. 60/98. Innl br á rg um br á rg nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Auka kostnaður 3,1 m.kr.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1142
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 207, 16.8.2018, p. 2
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 77, 17.11.2022, p. 17
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 298, 17.11.2022, p. 15