European Solidarity Corps - 32018R1475

Regulation (EU) 2018/1475 of the European Parliament and of the Council of 2 October 2018 laying down the legal framework of the European Solidarity Corps and amending Regulation (EU) No 1288/2013, Regulation (EU) No 1293/2013 and Decision No 1313/2013/EU


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1475 frá 2. október 2018 um lagaramma um Evrópsku samstöðusveitina og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1288/2013, reglugerð (ESB) nr. 1293/2013 og ákvörðun nr. 1313/2013/ESB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 136/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þann 2. október 2018 var samþykkt reglugerð um nýja samstarfsáætlun ESB European Solidarity Corps sem er ætlað að skapa ný tækifæri fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára og mæta þeim áskorunum sem ungt fólk í Evrópu stendur frammi fyrir. Áætlunin nær til EES EFTA ríkjanna sem geta hafið þátttöku frá 1. janúar 2019. Viðfangsefni áætlunarinnar byggir að miklu leyti á sjálfboðaliðahluta Erasmus+ áætlunarinnar og eru mikil tengsl milli áætlananna. Gert er ráð fyrir að sömu landskrifstofur hafi umsjón með þeim. Samkvæmt upplýsingum frá ESB fær Ísland um €700.000 (um 94 m.kr) úr áætluninni árið 2019 (um €650.000 til úthlutunar og €50.000 til reksturs landskrifstofu ESC) en áætlaðar skuldbindingar eru um rúmlega €200.000 (um 28 m.kr). Það er mat sérfræðinga MRN og Rannís að mikilvægt sé að hefja þátttöku strax frá upphafi og tryggja áframhaldandi þátttöku í sjálfboðaliðaverkefnum sem hafa verið í boði fyrir íslensk ungmenni frá árinu 1995.

Nánari efnisumfjöllun

Þann 8. júní 2017 barst fulltrúum í vinnuhópi EFTA um menntun og þjálfun erindi frá EFTA skrifstofunni þar sem óskað var eftir mati á innleiðingu nýrrar reglugerðar ESB um European Solidarity Corps frá 30. maí 2017 (Proposal for a Regulation of the European Parliament and of the Council laying down the legal framework of the European Solidarity Corps and amending Regulations (EU) No 1288/2013, (EU) No 1293/2013, (EU) No 1303/2013, (EU) No 1305/2013, (EU) No 1306/2013 and Decision No 1313/2013/EU, COM(2017) 262).

European Solidarity Corps (ESC) var ýtt úr vör í desember 2016. Í fyrsta fasa innleiðingar ESC var stuðst við 8 samstarfsáætlanir, t.d. Erasmus+, til að auka framboð fyrir sjálfboðaliða, þjálfun og starfsþjálfun í Evrópu. Í næsta fasa er ætlunin að ESC sé sjálfstætt verkefni/áætlun með sérstakan lagaramma. Ungu fólki í Evrópu verður boðið upp á eftirfarandi tækifæri:
· Solidarity placements will support young people in carrying out volunteering activities for up to 12 months, traineeship placements for usually 2–6 months, and job placements in compliance with relevant national legislation for 2–12 months.
· Volunteering teams will allow groups of 10-40 young volunteers from different countries to make an impact together, for 2 weeks to 2 months.
· Solidarity projects will allow small groups of at least five participants to set up and implement solidarity projects at the local level on their own initiative, for 2 to 12 months.
· Networking activities will help attract newcomers to the European Solidarity Corps, allow the exchange of good practices, provide post-placement support and establish alumni networks.

Í tillögum framkvæmdastjórnar ESB er stefnt að því að samþykkja nýja löggjöf um European Solidarity Corps fyrir lok árs 2017. Stefnt er að100.000 ungmenni geti tekið þátt í ESC fyrir lok árs 2020.

Tilmælin eru ekki verið merk sem EES tæk af ESB og er landfræðilegt umfang ESC takmarkað við aðildarríki ESB en vísað er til þess að þriðju ríki geti gert tvíhliða samninga um þátttöku (sbr. grein 11). Reglugerðin er breyting á reglugerð nr. 1288/2013 og ákvörðun nr. 1313/2013 sem þegar hafa verið innleiddar í EES-samninginn. Kostnaður ESC er áætlaður 341.5 milljónir evra á tímabilinu 2018-2020. Stefnt að því að nýta fjármuni frá Erasmus+ (197.7 milljónir evra eða um 58%), Employment and Social Innovation Programme (10 milljónir evra) og Union Civil Protetion Mechanism sem EES-ríki taka þátt.

Vinnuhópur EFTA um menntun, þjálfun og æskulýðsmál hefur þegar gert drög að sameiginlegri ályktun EES/EFTA ríkjanna til ESB (EEA EFTA comment to the EU). Liechtenstein telur óþarfi að senda ályktunina til ESB þar sem það er hlutverk sameiginlegu nefndarinnar að semja um þátttöku EES-ríkja í áætlunum eða stofnunum ESB þegar löggjöf hefur tekið gildi. Það skipti ekki sköpum hvort reglugerðin hafi verið merkt EES tæk. Mikilvægt er að samið sé um þátttöku EES EFTA ríkja í áætlunum ESB og ekki æskilegt að ESB taki einhliða ákvarðanir um stöðu EES-EFTA ríkja sbr. viðauka 1 við EES samninginn. EFTA skrifstofan hefur kallað eftir viðbrögðum annarra EFTA ríkja til afstöðu Liechtenstein og hvort vilji sé fyrir að EFTA skrifstofuna fundi með framkvæmdastjórn ESB um ESC í stað þess að senda ályktunina þar sem óvissa ríkir um þátttöku EES EFTA ríkjanna í ESC.

Þá hefur EFTA skrifstofan fyllt út í eyðublað Commission Proposal Form þar sem þau tilgreina nokkrar fyrirstöður/altæk viðfangsefni við að innleiða tilmælin í EES samninginn.

Lagt er til að MRN taki undir mat EFTA skrifstofunnar um altæk viðfangsefni (EEA Horizontal challenges) og styðji innleiðingu nýju reglugerðarinnar í EES-samninginn að því gefnu að EES EFTA ríkin fái að taka þátt. Þá er lagt til EFTA skrifstofan endurskoði drög að ályktun EES EFTA ríkjanna með hliðsjón af ábendingum Liechtenstein og/eða fundi með framkvæmdastjórn ESB um þátttöku EES EFTA ríkjanna í European Solidarity Corps.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1475
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 250, 4.10.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 262
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 69, 27.10.2022, p. 45
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 279, 27.10.2022, p. 44