32018R1556

Commission Regulation (EU) 2018/1556 of 17 October 2018 refusing to authorise certain health claims made on foods, other than those referring to the reduction of disease risk and to children's development and health


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1556 frá 17. október 2018 um synjun leyfis fyrir tilteknum heilsufullyrðingum er varða matvæli og vísa hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroskunar eða heilbrigðis barna
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 060/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um synjun leyfis fyrir tilteknar heilsufullyrðingar er varðar matvæli og vísar hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroskunar eða heilbrigðis barna.

Nánari efnisumfjöllun

Gerðin varðar reglugerð (EB) nr. 1924/2006 um næringar og heilsufullyrðingar, einkum gr. 18(5) þeirrar reglugerðar.

Samkvæmt reglugerðinni eru næringar og heilsufullytðingar bannaðar nema þær séu heimilarðar af framkvæmdastjórninni í samræmi við reglugerð nr. 1924/2006, og birtar á lista yfir leyfilegar fullyrðingar.

Umsóknir um leyfi fyrir næringar- og heilsufullyrðingum skulu sendar til lögbærs stjórnvalds í viðkomandi ríki. Stjórnvaldið sendir umsóknina áfram til Evrópsku matvælaöryggisstofnunarinnar (EFSA) sem metur umsóknina, og til framkvæmdastjórnarinnar og aðildarríkjanna til upplýsinga.

Umsóknirnar eru í samræmi við gr. 13(5) í reglugerð nr. 1924/2006 og voru eftirfarandi:

(1) Laboratoires Nutrition et Cardiométabolisme vegna drykksinks Stablor®. Sótt var um leyfi fyrir fullyrðingunni: Notkun á Stablor®, ásamt rétt samsettri fæðu og hitaeiningaskertu fæði, leiðir til minnkunar á kviðarholsfitu ásamt því að viðhalda vöðvamassa hjá einstaklingum í yfirþyngd eða ofþyngd og með áhættuþætti vegna hjartasjúkdóma.

(2) Fyrirtækið Suomen Terveysravinto Oy vegna kúrkúmíns og áhrif þess á virkni liðamóta. Sótt var um leyfi fyrir fullyrðingunni: kúrkúmín stuðlar að eðlilegri virkni liðamóta.

(3) Fyrirtækið Marks & Spencer PLC, sótti um leyfi fyrir heilsufullyrðingu um hlutfall kolvetna og prótína (CHO:P) hlutfall ≤ 1.8, ásamt orkuskertu fæði. Sótt var um leyfi fyrir fullyrðingunni: „Hjálpar til við að lækka líkamsþunga og minnka líkamsfitu ef neytt samhliða orkuskertu fæði (< 8,368 kJ/2,000 kkal/dag) í 12 vikur að lágmarki.

(4) Fyrirtækið Loc Troi, vegna Vibigaba (brún hrísgrjón sem hafa spírað). Sótt var um leyfi fyrir fullyrðingunni: „Hjálpar til við að lækka líkamsþunga ef neytt samhliða orkuskertu fæði.

(5) Fyrirtækið Loc Troi, vegna Vibigaba (brún hrísgrjón sem hafa spírað). Sótt var um leyfi fyrir fullyrðingunni: „Hjálpar til við að viðhalda eðlilegum blóðsykri.

(6) Fyrirtækið Loc Troi, vegna Vibigaba (brún hrísgrjón sem hafa spírað). Sótt var um leyfi fyrir fullyrðingunni: „Hjálpar til við að viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi.

(7) Fyrirtækið Loc Troi, vegna Vibigaba (brún hrísgrjón sem hafa spírað). Sótt var um leyfi fyrir fullyrðingunni: „Hjálpar til við að viðhalda eðlilegu magni kólesteróls í blóði.

Matvælaöryggisstofnunin mat allar umsóknirnar ófullnægjandi vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á nægileg tengsl milli neyslu efnanna og þeirra áhrifa sem fullyrt er að þau hafi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðin verður innleidd sem ný reglugerð með tilvísun í reglugerð (EB) nr. 1924/2006 og með stoð í lögum um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1556
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 261, 18.10.2018, p. 6
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D055982/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 44, 2.7.2020, p. 28
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 210, 2.7.2020, p. 26