BEREC-reglugerðin - 32018R1971

Regulation (EU) 2018/1971 of the European Parliament and of the Council of 11 December 2018 establishing the Body of European Regulators for Electronic Communications (BEREC) and the Agency for Support for BEREC (BEREC Office), amending Regulation (EU) 2015/2120 and repealing Regulation (EC) No 1211/2009


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1971 frá 11. desember 2018 um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila á sviði rafrænna fjarskipta (BEREC) og stofnun til að styðja við BEREC-hópinn (BEREC-skrifstofu), um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/2120 og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1211/2009
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 274/2021

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Nýr fjarskiptapakki ESB frá 2018 samanstendur af annars vegar BEREC-reglugerðinni (2018/1971) og hins vegar Kóðanum eða EECC-tilskipuninni (2018/1972), en Kóðinn er ný grunngerð á sviði fjarskipta sem leysir af hólmi fjórar gildandi tilskipanir sem íslensk fjarskiptalöggjöf byggir á. BEREC er samstarfsvettvangur evrópskra eftirlitsaðila á sviði fjarskipta í ESB, sem ætlað er að stuðla að samræmdri innleiðingu og framkvæmd samevrópsks fjarskiptaregluverks.

Nánari efnisumfjöllun

BEREC samanstendur af stjórn (Board of Regulators eða BoR) og vinnuhópum (e. working groups). Með reglugerðinni er jafnframt sett á fót BEREC-skrifstofan (Agency for Support for BEREC eða the BEREC Office), sem skal veita BEREC þjónustu og aðstoð.

Verkefni BEREC eru meðal annars að aðstoða og veita ráðgjöf um hvers konar tæknileg atriði tengd fjarskiptum, gagnvart evrópskum fjarskiptaeftirlitsstofnunum, Evrópuþinginu, ráðinu og framkvæmdastjórn ESB; að vera stofnunum ESB til aðstoðar við undirbúning löggjafar og leggja mat á þörf fyrir þróun hennar; að gefa út nánari leiðbeiningar sem stuðla eiga að samræmdri framkvæmd fjarskiptaregluverks í Evrópu, að eigin frumkvæði eða beiðni fjarskiptaeftirlitsstofnana eða stofnana ESB; að fylgjast með, safna og (eftir því sem við á) birta upplýsingar og að gefa út tilmæli og sameiginlegt mat og miðla viðmiðum um bestu framkvæmd regluverksins og eftirlits. Síðast en ekki síst er það hlutverk BEREC að gefa út álit (e. opinions). Ef upp kemur álitaefni þvert á landamæri aðildarríkja ESB eru lögbær stjórnvöld (þ.e. fjarskiptaeftirlitsstofnanir ESB-ríkja) skuldbundin til að leita álits hjá BEREC og til að taka fyllsta tillit til þess. Álit BEREC geta einnig lotið að fyrirhuguðum aðgerðum lögbærra stjórnvalda, sem gefa þarf framkvæmdastjórninni kost á að gefa umsögn um.

Síðastnefnt kallar á aðlögun fyrir EFTA-ríkin innan EES, í samræmi við tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Í samningaviðræðum um aðlögun vegna fjarskiptapakkans leitast EFTA-ríkin innan EES við, í fyrsta lagi, að tryggja Eftirlitsstofnun EFTA sambærilegt hlutverk gagnvart EFTA-ríkjunum og framkvæmdastjórnin gegnir gagnvart aðildarríkjum ESB. Í öðru lagi að fjarskiptaeftirlitsstofnanir í EFTA-ríkjunum innan EES fái fullan þátttökurétt í störfum á vegum stjórnar og vinnuhópa BEREC, svo og BEREC-skrifstofunnar, þó ekki atkvæðisrétt, en afstaða þeirra til mála verði skrásett sérstaklega í samræmi við eldri fordæmi, með vísan til 27., 32. og 33. gr. Kóðans.

Eftirlit með framkvæmd fjarskiptalöggjafar skal falin lögbæru stjórnvaldi í hverju ríki, en að því marki sem regluverkið gerir ráð fyrir að ákvörðunarvald verði í höndum framkvæmdastjórnar ESB gagnvart ESB-ríkjum, verður það í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA að því er EFTA-ríkin varðar, nái samningaviðræður um aðlögun í samræmi við tveggja stoða kerfi EES-samningsins fram að ganga.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, 2
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun (nr. 69/2003), heimild til handa ráðherra um setningu reglugerðar (þ.e. innleiðingar BEREC-reglugerðarinnar með útgáfu reglugerðar). Sjá frumvarp til nýrra fjarskiptalaga (og um breytingar á lögum nr. 69/2003), sem lagt var fyrir Alþingi á 150. lögþ. en náði ekki fram að ganga og verður endurflutt í upphafi 151. lögþ. (f-liður 109. gr.).
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2562

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Sjá upplýsingar um Kóðann/tilskipun ESB 2018/1972 um mat á kostnaðaráhrifum vegna innleiðingar fjarskiptapakkans. Gera verður ráð fyrir útgjöldum af hálfu Íslands vegna aðildar að BEREC og rekstri BEREC-skrifstofunnar. Vegna ákvæðis 50. gr. BEREC-reglugerðarinnar, um hámarksgjaldtöku gagnvart neytendum vegna símtala innan Evrópu og fyrir smáskilaboð (e. Intra EU calls), kunna markaðsaðilar að verða fyrir tekjumissi en neytendur njóta á móti góðs af.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1971
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 321, 17.12.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 591
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 17, 22.2.2024, p. 90
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/500, 22.2.2024