32018R1975

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/1975 of 14 December 2018 amending Regulation (EU) No 965/2012 as regards air operations requirements for sailplanes and electronic flight bags

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að færa kröfur um örugga starfrækslu svifflugvéla undir sérstakar reglur, þar sem starfræksla þeirra er að mörgu leyti ólík starfrækslu annarra loftfara. Stefnt er að einföldun reglnanna og auknum sveigjanleika þannig að þær gangi ekki lengra nauðsynlegt er. Kröfur til eftirlitsstjórnvalda um eftirlit með starfrækslu svifflugvéla verði eftir sem áður í reglugerð (ESB) nr. 965/2012. Samgöngustofa mun þurfa að uppfæra verklagsreglur og handbækur flugrekstrardeildar. Á Íslandi eru svifflugvélar eingöngu starfræktar í frístundaskyni.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Að færa kröfur um örugga starfrækslu svifflugvéla undir sérstakar reglur, þar sem starfræksla þeirra er að mörgu leyti ólík starfrækslu annarra loftfara. Stefnt er að einföldun reglnanna og auknum sveigjanleika þannig að þær gangi ekki lengra nauðsynlegt er.
Meðal annars er gert ráð fyrir því að þeir sem starfrækja svifflugvélar í atvinnuskyni lýsi yfir uppfyllingu krafna, declaration. Í sumum tilvikum er gert ráð fyrir að ekki sé nauðsynlegt að lýsa yfir uppfyllingu krafna.
Þrátt fyrir framangreint er lagt til að kröfur til eftirlitsstjórnvalda um eftirlit með starfrækslu svifflugvéla verði eftir sem áður í reglugerð (ESB) nr. 965/2012.
Reglugerðardrögin byggja m.a. á áliti EASA Committee nr. 7/2017.
Efnisútdráttur: Fyrst ber að nefna að drögin byggja á NBR, þ.e. reglugerð (ESB) 2018/1139 sem ekki hefur verið tekin upp í EES samninginn og skoða þarf hvernig útfærsla á upptöku gerðarinnar í EES samninginn verður háttað.
Í núgildandi reglugerð (ESB) nr. 965/2012 er m.a. kveðið á um kröfur um örugga starfrækslu svifflugvéla og er þar kveðið á um kröfur til eftirlitsstjórnvalda (Annex II), kröfur til fyrirtækja varðandi flugrekstur (Annex III), kröfur til þeirra er stunda flutningaflug (Annex IV), kröfur til þeirra sem ekki stunda flug í ábataskyni á loftfari sem ekki er flókið vélknúið loftfar (Annex VII) og kröfur til þeirra sem stunda sérstaka starfrækslu (Annex VIII).
Beiting þessara ákvæða um svifflugvélar hefur hins vegar verið frestað og nú síðast með gildistöku reglugerðar 1084/2018 sem innleiddi reglugerð (ESB) 2018/394 var þeim frestað fram til 2020.
Líkt og áður sagði er með reglugerðinni verið að skýra kröfur til svifflugs, sem og að gera þær sveigjanlegri og hóflegar í ljósi þess að starfsemi svifflugvéla er að eðli til ólík annarri hefðbundinni flugstarfsemi.
Reglugerðin kveður m.a. á um:
Introductory flights, Immediate reaction to a safety problem, responsibilities of the pilot- in – command, responsibilities of crew members, compliance with laws, regulations and procedures, portable electronic devices, dangerous goods, documents, manuals and information to be carried, operating procedures, perforamance and operating limitations, instruments, data and equipment.
Umsögn, helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Fyrir Samgöngustofu felur innleiðing reglugerðarinnar í sér uppfærslu á verklagsreglum og handbókum flugrekstrardeildar.
Á Íslandi eru svifflugvélar eingöngu starfræktar í frístundaskyni. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 28. gr. e., 80. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Gera má ráð fyrir að gerð verði ný reglugerð um efnið. Breyta þarf reglugerð um almannaflug flugvéla nr. 694/2010 í samræmi við umrædda reglugerð áður en hún kemur til framkvæmda.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar¬félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Kostnaður fyrir Samgöngustofu er óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei
Horizontal issues:-sektir, -aðrar refsingar, -stofnanir, -lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 28. gr. e., 80. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Gera má ráð fyrir að gerð verði ný reglugerð um efnið. Breyta þarf reglugerð um almannaflug flugvéla nr. 694/2010 til samræmis.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1975
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 326, 20.12.2018, p. 53
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D058777/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023