32019D0235

Commission Implementing Decision (EU) 2019/235 of 24 January 2019 on amending Decision 2008/411/EC as regards an update of relevant technical conditions applicable to the 3400-3800 MHz frequency band

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 126/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/411/ESB er frá 21. maí 2008. Henni var breytt með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2014/276/ESB frá 2. maí 2014. Ákvörðunin, með áorðnum breytingum, fjallar um samræmingu á tíðnisviðinu 3400 – 3800 MHz fyrir farsímakerfi. Hin nýja gerð felur í sér breytingar á efnisákvæðum gildandi ákvörðunar m.áo.br. (þ.e. 1. mgr. 2. gr. og 4a. gr.), auk þess sem hún gerir ráð fyrir að nýr viðauki leysi þann núverandi af hólmi. Í viðaukanum greinir tæknileg viðmið sem taka ber mið af við skipulag og úthlutun tíðni á framangreindu tíðnisviði fyrir farsímakerfi í Evrópu. Markmið gerðarinnar er að stuðla að farsælli innleiðingu 5G farsímakerfisins í Evrópu. Póst- og fjarskiptastofnun hefur þegar gert ráðstafanir til þess að umrætt tíðnisvið verði nýtanlegt þegar kemur að úthlutun vegna 5G og birt upplýsingar þar um í tíðnitöflu á vefsíðu sinni. Ekki munu felast fjárhagslegar skuldbindingar í innleiðingu gerðarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/411/ESB er frá 21. maí 2008. Henni var breytt með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2014/276/ESB frá 2. maí 2014. Ákvörðunin, m.áo.br., fjallar um samræmingu á tíðnisviðinu 3400 – 3800 MHz fyrir farsímakerfi.
Markmið: Markmið ákvörðunar 2008/411/ESB m.áo.br. er samræming notkunar á 3400 – 3800 MHz tíðnisviðinu og að tryggja að nægt tíðnisvið sé til reiðu fyrir þráðlausa háhraðanetsþjónustu fyrir íbúa Evrópu. Markmið fyrirliggjandi draga að nýrri ákvörðun, sem breyta mun ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/411/ESB m.áo.br., er að stuðla að farsælli innleiðingu 5G farsímakerfisins í Evrópu..
Efnisútdráttur: Veigamesta breytingin á gildandi ákvörðun sem hin nýju drögum að ákvörðun fela í sér er sú að gildandi viðauka er skipt út fyrir nýjan. Í skipulagningu og við úthlutun á 3400-3800 MHz hluta tíðnisviðsins skulu ríki á Evrópska efnahagssvæðinu gera það í samræmi við þau skilyrði sem koma fram í umræddum nýjum viðauka, tæknilegs eðlis.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur þegar gert ráðstafanir til þess að umrætt tíðnisvið verði nýtanlegt þegar kemur að úthlutun vegna 5G farsímakerfisins og birt upplýsingar þar um í tíðnitöflu á heimasíðu sinni.
Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar er ekki ástæða til að gera athugasemdir við þær breytingar á gildandi reglum sem felast í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun. Þá telur stofnunin engar fjárhagslegar skuldbindingar felast í innleiðingu þessarar breytingar.
Lagastoð: Ákvörðunin kallar ekki á lagabreytingar hér á landi. Lagastoð er að finna í 1. mgr. 14 gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003. Innleiðing á gerðinni mun farafram með því að opinbert tíðniskipulag sem stofnunin birtir á heimasíðu sinni verður uppfært og vísað til hinnar nýju ákvörðunar þegar hún hefur verið endanlega samþykkt og öðlast gildi hér á landi, sbr. og ákvæði reglugerðar nr. 1047/2011 um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 1. mgr. 14 gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003. Innleiðing fer fram með því að upplýsingar um tíðniskipulag hér á landi, sem Póst- og fjarskiptastofnun birtir á heimasíðu sinni, verða uppfærðar (vísað verður til hinnar nýju ákvörðunar þegar hún hefur verið endanlega samþykkt og öðlast gildi)
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D0235
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 37, 8.2.2019, p. 135
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D059700/03
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 69, 27.10.2022, p. 32
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 279, 27.10.2022, p. 31