Framkvæmdaákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um birtingu á evrópskum matsskjölum fyrir byggingarvörur, til stuðnings ákvæðum CPR. - 32019D0450

Commission Implementing Decision (EU) 2019/450 of 19 March 2019 on publication of the European Assessment Documents (EADs) for construction products drafted in support of Regulation (EU) No 305/2011 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/450 frá 19. mars 2019 um birtingu evrópsku matsskjalanna fyrir byggingarvörur sem samin voru til stuðnings reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.21 Byggingarvörur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 036/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framkvæmdaákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um birtingu á evrópskum matsskjölum fyrir byggingarvörur, til stuðnings ákvæðum CPR.

Í ákvörðuninni er birtur listi yfir evrópsk matsskjöl, þrettán alls, fyrir tilteknar byggingarvörur, sem gerð hafa verið til stuðnings ákvæðum CPR. Er tilkynning um birtingu í OJ.

Nánari efnisumfjöllun

Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/450 frá 19. mars 2019 um birtingu evrópsku matsskjalanna fyrir byggingarvörur sem samin voru til stuðnings reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 frá 9. mars 2011 um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingarvara og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 89/106/EBE ( ), einkum 22. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1) Í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 305/2011 eiga tæknimatsstofnanir að nota aðferðir og viðmiðanir, sem kveðið er á um í evrópskum matsskjölum, þar sem tilvísanir til þeirra hafa verið birtar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, til að meta nothæfi byggingarvara sem falla undir þessi skjöl í tengslum við mikilvæga eiginleika þeirra.

2) Í kjölfar ýmissa beiðna um evrópskt tæknimat frá framleiðendum hafa samtök tæknimatsstofnana, í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 305/2011, tekið saman og samþykkt ýmis evrópsk matsskjöl.

3) Framkvæmdastjórnin hefur metið hvort evrópsku matsskjölin, sem unnin eru á vegum samtaka tæknimatsstofnana, uppfylli kröfurnar í tengslum við grunnkröfur um mannvirki sem settar eru fram í I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 305/2011.

4) Evrópsku matsskjölin, sem unnin eru á vegum samtaka tæknimatsstofnana, uppfylla kröfurnar í tengslum við grunn-kröfur um mannvirki sem settar eru fram í viðaukanum við reglugerð (ESB) nr. 305/2011. Því er viðeigandi að birta tilvísanir til þessara evrópsku matsskjala í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á reglugerð nr. 424/2015 um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur., Reglugerðin er sett með stoð í 1. tölul. 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Ábyrg stofnun Mannvirkjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D0450
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 77, 20.3.2019, p. 78
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 74
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/4, 11.1.2024