Framkvæmdaákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um breytingu á framkvæmdaákvörðun 2019/450 um birtingu á evrópskum matsskjölum fyrir tilteknar byggingarvörur, til stuðnings ákvæðum CPR. - 32019D0896

Commission Implementing Decision (EU) 2019/896 of 28 May 2019 amending Implementing Decision (EU) 2019/450 as regards European Assessment Documents for internal partition kits for use as non-loadbearing walls, systems of mechanically fastened flexible roof waterproofing sheets, thin metal composite sheet, elastic micro hollow spheres as concrete admixture, decking fixing assemblies and self-supporting translucent roof kits with covering made of plastic sheets


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/896 frá 28. maí 2019 um breytingu á framkvæmdarákvörðun (ESB) 2019/450 að því er varðar evrópsk matsskjöl um skilveggjasamstæður sem eru ekki hluti af burðarvirki, kerfi sveigjanlegra og vatnsþéttandi þakplatna með þar til gerðum festingum, þunnar samsettar málmplötur, sveigjanlegar, holar smákúlur sem steypublanda, festibúnað fyrir þak og sjálfberandi, gagnsæjar þakeiningar sem eru klæddar plastplötum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.21 Byggingarvörur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 037/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framkvæmdaákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um breytingu á framkvæmdaákvörðun 2019/450 um birtingu á evrópskum matsskjölum fyrir tilteknar byggingarvörur, til stuðnings ákvæðum CPR.

Í ákvörðuninni er birtur listi yfir evrópsk matsskjöl, sex alls, fyrir tilteknar byggingarvörur, sem gerð hafa verið til stuðnings ákvæðum CPR, og bæta á við áður birtan lista í framkvæmdaákvörðun framkvæmdastjórnar ESB nr. 2019/450.

Nánari efnisumfjöllun

Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/896 frá 28. maí 2019 um breytingu á framkvæmdarákvörðun (ESB) 2019/450 að því er varðar evrópsk matsskjöl um skilveggjasamstæður sem eru ekki hluti af burðarvirki, kerfi sveigjanlegra og vatnsþéttandi þakplatna með þar til gerðum festingum, þunnar samsettar málmplötur, sveigjanlegar, holar smákúlur sem steypublanda, festibúnað fyrir þak og sjálfberandi, gagnsæjar þakeiningar sem eru klæddar plastplötum

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 frá 9. mars 2011 um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingarvara og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 89/106/EBE ( ), einkum 22. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1) Í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 305/2011 eiga tæknimatsstofnanir að nota aðferðir og viðmiðanir, sem kveðið er á um í evrópskum matsskjölum, þar sem tilvísanir til þeirra hafa verið birtar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, til að meta nothæfi byggingarvara sem falla undir þessi skjöl í tengslum við mikilvæga eiginleika þeirra.

2) Í kjölfar ýmissa beiðna um evrópskt tæknimat frá framleiðendum hafa samtök tæknimatsstofnana, í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 305/2011, tekið saman og samþykkt ýmis evrópsk matsskjöl.

3) Evrópsku matsskjölin tengjast skilveggjasamstæðum sem eru ekki hluti af burðarvirki, kerfum sveigjanlegra og vatns-þéttandi þakplatna með þar til gerðum festingum, þunnum samsettum málmplötum, sveigjanlegum, holum smákúlum sem steypublanda, festibúnaði fyrir þak og sjálfberandi, gagnsæjar þakeiningar sem eru klæddar plastplötum. Evrópsk matsskjöl innihalda almenna lýsingu á byggingarvörunni, skrá yfir mikilvæga eiginleika sem skipta máli fyrir ætlaða notkun vörunnar samkvæmt tilgreiningu framleiðandans og sem samkomulag ríkir um á milli framleiðandans og sam-taka tæknimatsstofnana, ásamt aðferðum og viðmiðunum fyrir mat á nothæfi vörunnar í tengslum við þá mikilvægu eiginleika.

4) Enda þótt evrópsku matsskjölin, sem tengjast skilveggjasamstæðum sem eru ekki hluti af burðarvirki, kerfum sveigjan-legra og vatnsþéttandi þakplatna með þar til gerðum festingum og sjálfberandi, gagnsæjum þakeiningum sem eru klæddar plastplötum, hafi verið gefin út, í stað samsvarandi fyrri viðmiðunarreglna um evrópskt tæknisamþykki, byggjast evrópsku matsskjölin, sem tengjast þunnum samsettum málmplötum, sveigjanlegum, holum smákúlum sem steypublanda og festibúnaði fyrir þak, eingöngu á beiðni einstakra framleiðenda um evrópskt tæknimat.

5) Framkvæmdastjórnin hefur metið hvort evrópsku matsskjölin, sem unnin eru á vegum samtaka tæknimatsstofnana, uppfylli kröfurnar í tengslum við grunnkröfur um mannvirki sem settar eru fram í I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 305/2011.

6) Evrópsku matsskjölin, sem unnin eru á vegum samtaka tæknimatsstofnana, uppfylla kröfurnar í tengslum við grunn-kröfur um mannvirki, sem settar eru fram í I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 305/2011, þar eð atriðin, sem eru til-greind í 3. forsendu þessarar ákvörðunar, hafa verið felld inn í matsskjölin á tilhlýðilegan hátt. Því er viðeigandi að birta tilvísanir til þessara evrópsku matsskjala í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

7) Skrá yfir evrópsk matsskjöl er birt með framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/450 ( ). Fyrir skýrleika sakir ætti að bæta tilvísunum til nýrra evrópskra matsskjala í þá skrá.

8) Því ætti að breyta framkvæmdarákvörðun (ESB) 2019/450 til samræmis við það.

9) Til að gera mögulegt að nota evrópsku matsskjölin eins og fljótt og auðið er ætti þessi ákvörðun að öðlast gildi á þeim degi sem hún er birt.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á reglugerð nr. 424/2015 um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur., Reglugerðin er sett með stoð í 1. tölul. 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Ábyrg stofnun Mannvirkjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D0896
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 142, 29.5.2019, p. 69
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/11, 11.1.2024