32019D1597

Commission Delegated Decision (EU) 2019/1597 of 3 May 2019 supplementing Directive 2008/98/EC of the European Parliament and of the Council as regards a common methodology and minimum quality requirements for the uniform measurement of levels of food waste

Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1597 frá 3. maí 2019 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB að því er varðar sameiginlega aðferðafræði og lágmarkskröfur um gæði fyrir samræmda mælingu á umfangi matarsóunar
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 086/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/1597 frá 3. maí 2019 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang að því er varðar samstillta aðferðarfræði og lágmarks gæðakröfur fyrir samræmdar mælingar á magni matarsóunar.

Nánari efnisumfjöllun

Inngangur
Í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB er kveðið á um ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir myndun úrgangs og stuðla að endurvinnslu úrgangs. Í breytingum á Evrópulöggjöf er varðar úrgang sem tóku gildi í Evrópusambandinu árið 2018 og höfðu þann megintilgang að innleiða hringrásarhagkerfi innan sambandsins voru gerðar breytingar á tilskipun 2008/98/EB. Í uppfærðri tilskipun er kveðið á um að framkvæmdastjórnin skuli setja fram ákvörðun þar sem kveðið er á um sameiginlega aðferðarfræði við mælingar á matarsóun í aðildarríkjum auk aðferðarfræði við uppsetningu skýrslu um gæði gagna. Sú ákvörðun hefur nú þegar verið sett fram með viðauka sem formgerir skýrslugjöf og það afhendingarsnið sem sambandið óskar eftir að notast sé við.

Í þessari framseldu ákvörðun eru til viðbótar settar fram kröfur um þá aðferðarfræði sem notast skuli við þegar áætla skal magn matarsóunar í aðildarríkjum. Í ákvörðuninni sem hér er til umræðu er sett fram krafa aðildarríkjanna um árlegar skýrslum um magn matarsóunar. Einnig skulu ríkin skila ítarlegum skýrslum þar sem magn matarsóunar er greint niður á hvern lið aðfangakeðjunnar á fjögurra ára fresti.

Efni ákvörðunar
Í 1.gr. er gildissvið mælinganna sett fram. Í greininni kemur fram hvaða liðir aðfangakeðjunnar um ræðir, tenging við atvinnugreinaflokka (Viðauki 1) tenging við úrgangsnúmer samkvæmt EC kóðum (Viðauki 2) og sett fram sérstaklega úrgangsstrauma sem ekki skulu teknir með í útreikningum á magni matarsóunar.

Í 2.gr. er sett fram krafan um að skýrslugjöf um heildarmagn skuli fara fram árlega og skýrslugjöf niður á hvern lið aðfangakeðjunnar skuli fara fram á fjögurra ára fresti. Einnig er sett fram hvaða aðferðarfræði leyfilegt er að notast við þegar kemur að því að áætla matarsóun fyrir mismunandi liði aðfangakeðjunnar (Viðauki 3 og Viðauki 4).

Í 3.gr. eru settar fram reglur um valkvæðum skýrsluskilum sem tengjast magni matarsóunar.

Í 4.gr. er kveðið á um lágmarks gæðakröfur, svo sem úrtaksstærð.

Í Viðauka 1 eru settar fram upplýsingar um þá atvinnugreinakóða (samkvæmt NACE kóðakerfinu) sem skýrslugjöfin nær til.

Í Viðauka 2 eru settar fram upplýsingar um þá úrgangskóða (samkvæmt EWC kóðakerfinu) sem skýrslugjöfin nær til.

Í Viðauka 3 er sett fram sú aðferðarfræði sem er leyfilegt að nota til að áætla magn matarsóunar í hverjum lið aðfangakeðjunnar fyrir sig. Einnig er sett fram stutt lýsing á hverri aðferðarfræði. Aðferðarfræðin sem sett er fram í Viðauka 3 byggir á mismunandi gerðum raunmælinga.

Í Viðauka 4 er sett fram aðferðarfræði eða reiknireglur sem hægt er að notast við sé ekki mögulegt að notast við aðferðarfræðina í Viðauka 3. Aðferðafræðin sem sett er fram í Viðauka 4 byggir á áætlunum út frá upplýsingum um meðal annars veltu, framleiðslu, mannfjölda, starfsmannafjölda, tekjur o.s.frv.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Framselda ákvörðunin sem slík er ekki innleidd beint í lög eða reglugerðir en á sér stoð í lög um
meðhöndlun úrgangs og reglugerð um meðhöndlun úrgangs. Þ.a.l. hefur ákvörðunin ekki í för með
sér laga- eða reglugerðarbreytingar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Ákvörðunin mun hafa í för með sér kostnað við þróun aðferðarfræði og rannsókna sem nauðsynlegt
er að ráðast í til að áætla matarsóun á Íslandi. Rannsóknir á matarsóun eru töluvert kostnaðarsamar,
og liggur fyrir að með innleiðingu á nýrri skyldu um skýrslugjöf mun þurfa að vinna átaksverkefni í að
skilgreina hvernig þær skýrslur sem hér er mælt fyrir um verði framkvæmdar. Kostnaður mun leggjast
á Umhverfisstofnun auk þess sem eðlilegt þykir að Hagstofa Íslands taki virkan þátt í þróun
verkefnisins.

Ekki liggur fyrir hvernig Ísland mun uppfylla skyldu um árlegar mælingar á matarsóun og liggur fyrir að Umhverfisstofnun, eða sú stofnun sem mun bera ábyrgð á skýrslugjöfinni, mun þurfa mannauð til þess að fylgjast með þróun málaflokksins og ákveða framkvæmd sem samræmist þeirri ákvörðun sem hér er til umræðu. Þannig er töluverður kostnaður við undirbúning framkvæmdar og töluverður kostnaður við framkvæmdina sjálfa sem stýrist þó af því hversu vel er hægt að vinna undirbúningsvinnu.

Varðandi áætlun á matarsóun í hverjum lið aðfangakeðjunnar á fjögurra ára fresti svipar aðferðarfræðin sem hér er sett fram þeirri aðferðarfræði sem notuð hefur verið í þeim matarsóunarrannsóknum sem Umhverfisstofnun hefur framkvæmt (árin 2016 og árið 2019). Kostnaður við framkvæmd einnar slíkar rannsóknar hefur verið rúmlega 10 milljónir og hefur framkvæmdin verið háð styrk frá Hagstofu Evrópusambandsins. Ekki liggur fyrir að hægt verði að sækja í slíka styrki fyrir framkvæmd matarsóunarrannsókna eftir að skyldu aðildarríkja til slíkra mælinga er komið á.

Ekki liggur fyrir nákvæm kostnaðargreining stofnunarinnar vegna innleiðingu ákvörðunarinnar en ljóst er að töluverður kostnaður fylgir innleiðingunni og þarf að huga sérstaklega að fjármagni í undirbúningsvinnu út árið 2021. Stofnunin hefur ekki upplýsingar um hvenær er áætlað að aðildarríki EES hefji skýrluskil, enda hefur upptöku breytingartilskipana sem snúa að hringrásarhagkerfinu ekki verið lokið.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D1597
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 248, 27.9.2019, p. 77
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2019)3211
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 66
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 78