32019D1861

Commission Implementing Decision (EU) 2019/1861 of 31 October 2019 amending Implementing Decision (EU) 2016/587 in order to clarify whether the scope of that Implementing Decision includes exterior LED lighting fitted to certain not off-vehicle charging hybrid electric M1 vehicles (NOVC-HEV)

Verði gerð tekin upp í EES-samninginn birtist hún hér á íslensku eftir birtingu í EES-viðbæti
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að breyta ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB 2016/587 en í henni var birt aðferð sem nota á til að prófa og ákvarða CO2 sparnað í losun við notkun LED ljósa á fólksbifreiðum (M1 flokkur bifreiða) þannig að aðferðin taki einnig til LED ljósa í tvinnbifreiðum, þ.e. NOVC-HEV bifreiðum, þar sem bensín/dísil vél hleður rafhlöðuna en ekki er unnt að stinga bifreiðinni í samband og hlaða rafgeyma hennar þannig. Gerðin hefur ekki áhrif í dag á Íslandi. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að breyta ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB 2016/587 en í henni var birt aðferð sem nota á til að prófa og ákvarða CO2 sparnað í losun við notkun LED ljósa á fólksbifreiðum (M1 flokkur bifreiða). Aðdragandi: Þann 17. desember 2018 sendu nokkrir framleiðendur inn fyrirspurn til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tilgangurinn var að fá skýringar á því hvort ákvörðun 2016/587 tæki líka til LED ljósa í tvinnbifreiðum, þ.e. NOVC-HEV bifreiðum, þar sem bensín/dísil vél hleður rafhlöðuna en ekki er unnt að stinga bifreiðinni í samband og hlaða rafgeyma hennar þannig.
Framkvæmdastjórnin greindi fyrirspurnina í samræmi við 12. gr. reglugerðar EB nr. 443/2009, reglugerð ESB nr. 725/2011 og tæknilegar verklagsreglur fyrir undirbúning umsókna fyrir samþykki nýsköpunar í samræmi við reglugerð EB nr. 443/2009. Niðurstaðan var sú að miðað við gögnin sem þeir framleiðendur sem sendu fyrirspurnina lögðu fram ætti sú aðferð sem kemur fram í ákvörðun ESB 2016/587 að vera fullnægjandi til að ákvarða CO2 sparnað í losun við notkun LED ljósa fyrir framangreindar bifreiðar, NOVC-HEV.
Því munu allar nýjar umsóknir um viðurkenningu eða vottun á CO2 sparnaði samkvæmt ákvörðun 2016/587 sem er skilað inn eftir að ákvörðun 2019/1861 hefur tekið gildi einnig ná yfir brunahreyfil fólksbifreiða (M1) og tvinnbifreiða (NOVC-HEV) sem falla undir 3 tl. 5.3.2 mgr. í 8. viðauka UN/ECE reglugerð nr. 101.
Því er ákvörðun ESB 2016/587 breytt í samræmi við það sem að framan greinir.
Efnisúrdráttur: Verið að breyta gerð ESB 2016/587 á þann veg að aðferðin við að ákvarða CO2 sparnað í losun við notkun LED ljósa sem fram kemur í gerð ESB 2016/587 á líka að ná yfir brunahreyfil fólksbifreiða (flokki M1) og tvinnbifreiða (NOVC-HEV).
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur þýðingu fyrir framleiðendur ökutækja. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi og því hefur gerðin ekki áhrif í dag á Íslandi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Í dag er lagastoð í 60. gr. gildandi umferðarlögum nr. 50/1987. Eftir gildistöku nýrra umferðarlaga nr. 77/2019 þann 1. janúar 2020 verður lagastoðin í a-lið 4. mgr. 69. gr.
Þýðing á íslensku?(*): Nei.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, sönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta lagastoðin er í a-lið 4. mgr. 69. gr. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D1861
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 286, 7.11.2019, p. 15
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar