Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um skýrslugjöf um matarsóun - ­32019D2000

Commission Implementing Decision (EU) 2019/2000 of 28 November 2019 laying down a format for reporting of data on food waste and for submission of the quality check report in accordance with Directive 2008/98/EC of the European Parliament and of the Council

Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2000 frá 28. nóvember 2019 um snið fyrir skýrslugjöf um gögn um matarúrgang og fyrir framlagningu skýrslu um gæðakönnun í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 086/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/2000 frá 28. nóvember 2019 um skýrslugjöf um matarsóun sem mælt er fyrir um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang.

Nánari efnisumfjöllun

Í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB er kveðið á um ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir myndun úrgangs og stuðla að endurvinnslu úrgangs. Í breytingum á Evrópulöggjöf er varðar úrgang sem tóku gildi í Evrópusambandinu árið 2018 og höfðu þann megintilgang að innleiða hringrásarhagkerfi innan sambandsins voru gerðar breytingar á tilskipun 2008/98/EB. Í uppfærðri tilskipun er kveðið á um að framkvæmdastjórnin skuli setja fram ákvörðun þar sem kveðið er á um sameiginlega aðferðarfræði við mælingar á matarsóun í aðildarríkjum auk aðferðarfræði við uppsetningu skýrslu um gæði gagna.

Upptöku í EES-samninginn á breytingartilskipunum sem snúa að hringrásarhagkerfinu er ekki lokið.

Í ákvörðuninni er sett fram það afhendingarsnið sem notast skal við þegar gögnum um matarsóun er skilað til Evrópusambandsins. Þar eru settar fram töflur sem aðildarríki skulu notast við þegar hagtölum er skilað auk þess sem sett er fram sniðmát fyrir skil á gæðaskýrslu.

Aðferðarfræði við útreikninga hefur nú þegar verið sett fram í framseldri ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr.2019/1597 sem er í skoðun hjá EES og hefur því ekki verið tekin upp í EES-samninginn.

Efni ákvörðunar
Í 1.gr. er sett fram sú skylda að aðildarríki noti viðauka ákvörðunarinnar við skýrslugjöf til Evrópusambandsins.
Í Viðauka eru settar fram töflur sem notast skal við í skýrslugjöf.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Ákvörðunin mun hafa í för með sér kostnað við þróun aðferðarfræði og rannsókna sem nauðsynlegt
er að ráðast í til að áætla matarsóun á Íslandi. Rannsóknir á matarsóun eru töluvert kostnaðarsamar,
og liggur fyrir að með innleiðingu á nýrri skyldu um skýrslugjöf mun þurfa að vinna átaksverkefni í að
skilgreina hvernig þær skýrslur sem hér er mælt fyrir um verði framkvæmdar. Kostnaður mun leggjast
á Umhverfisstofnun auk þess sem eðlilegt þykir að Hagstofa Íslands taki virkan þátt í þróun
verkefnisins.

Kostnaðurinn mun þó aðallega stýrast af innleiðingu ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar
nr.2019/1597 frekar en þeirri ákvörðun sem hér er til umfjöllunar.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D2000
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 310, 2.12.2019, p. 39
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 66
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 78