Tilmæli nr. H2 um að auðkenningu útgefinna skjala stofnana sem fólk hefur meðferðis við för milli ríkja til að koma í veg fyrir fölsun skjalanna. - ­32019H0429(01)

Recommendation No H2 of 10 October 2018 concerning the inclusion of authentication features to Portable Documents issued by the institution of a Member State and showing the position of a person for the purpose of the application of Regulations (EC) No 883/2004 and (EC) No 987/2009 of the European Parliament and of the Council

Tilmæli nr. H2 frá 10. október 2018 um að bæta við sannvottunarþáttum í skjöl sem fólk ber á sér og gefin eru út af stofnun í aðildarríki og sýna stöðu einstaklings að því er varðar beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 209/2020
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilmæli nr. H2 frá 10. október 2018 um auðkenningu skjala sem höfð eru meðferðis og gefin út af stofnun í aðildarríki. Um er að ræða skjöl er sýna stöðu einstaklings þegar um er að ræða beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 og nr. 987/2009.

Nánari efnisumfjöllun

Í 5. gr. rg. (EB) nr. 987/2009 er kveðið á um að skjöl sem stofnun í aðildarríki gefur út og sem sýna stöðu einstaklingsins að því er varðar beitingu reglugerða (EB) nr. 883/2004 og nr. 997/2009 skuli viðurkennd af stofnunum annarra aðildarríkja svo fremi sem þau hafi ekki verið dregin til baka eða lýst ógild í aðildarríkinu sem gaf þau út. Framkvæmdaráðið um samræmingu aðildarríkja ákveður uppsetningu og efni skjala er hafa skal meðferðis og sem öllum aðildarríkjunum ber að nota í þessum tilgangi. Til þess að tryggja rétta beitingu reglugerðanna er mikilvægt að þessi skjöl séu með sterkari öryggisþætti. Framkvæmdaráðið hefur þegar samþykkt tilmæli nr. A1 varðandi útgáfu vottorðisins sem kveðið er á um í 2. mgr. 19. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 og þar sem lagðar eru til aðgerðir til að hindra fölsun vottorðs A1 er hafa skal meðferðis. Í tilmælum nr. H2 er mælt með því að sams konar aðgerðum verði einnig beitt þegar um önnur skjöl er að ræða sem afhent eru einstaklingum og sem sýna lagalega stöðu þeirra þegar um er að ræða beitingu reglugerðanna. Tilmælin veita leiðbeiningar um auðkenningu skjala er höfð eru meðferðis til að hindra fölsun eyðublaðanna. Aðildarríkin geta valið að beita ekki tilmælum nr. H2 á þau skjöl er hafa skal meðferðis og sem ekki sýna réttindi einstaklings eða greiðslur, en sem hafa þann megintilgang að miðla upplýsingum milli þar til bærra stofnana og viðkomandi einstaklings, þ.e.a.s. skjölin P1 og U3. Tilmælin gilda ekki um Evrópska sjúkratryggingakortið en um útlit þess og tæknileg atriði gilda ákvarðandir framkvæmdaráðsins nr. S1 og S2. Í tilmælum nr. H2 er mælt með því að bætt verði við þáttum þegar skjalið er gefið út sem auðvelda auðkenningu. Ef skjalið er gefið út handvirkt ætti að prenta það þannig að textinn sé báðum megin á blaðsíðunni og blaðsíðurnar ættu að vera heftar saman á þann hátt að erfitt sé að aðskilja þær. Enn fremur ætti að undirrita skjalið handvirkt og stimpla það. Ef skjalið er gefið út á rafrænan hátt ætti það að hafa raðnúmer eða einkennisnúmer á hverri blaðsíðu. Þá er mælt með því að útgefið skjal sé skráð á þann hátt að auðvelt sé fyrir útgáfustofnunina að staðreyna að það sé ósvikið. Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdaráðinu um samræmingu tryggingakerfa um mismunandi útgáfuaðferðir stofnana þeirra á þeim skjölum er hafa ber meðferðis og sem falla undir tilmælin. Sendinefndir ríkjanna í framkvæmdaráðinu skulu miðla þessum upplýsingum til stofnana í viðkomandi ríki.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Heilbrigðisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Tryggingastofnun ríkisins
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingar Íslands

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019H0429(01)
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 147, 29.4.2019, p. 6
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur