32019L0130

Directive (EU) 2019/130 of the European Parliament and of the Council of 16 January 2019 amending Directive 2004/37/EC on the protection of workers from the risks related to exposure to carcinogens or mutagens at work

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/130 frá 16. janúar 2019 um breytingu á tilskipun 2004/37/EB um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum eða stökkbreytivöldum á vinnustað
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 18 Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 110/2020
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða tilskipun 2019/130/ESB sem breyta mun tilskipun 2004/37/EB, um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum á vinnustað

Nánari efnisumfjöllun

Um er að ræða tilskipun 2019/130/ESB sem breyta mun tilskipun 2004/37/EB, um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum á vinnustað. Tilskipunin tók gildi í ESB í febrúar 2019. Tilskipunin gerir ráð fyrir aðlögunartíma vegna mengunarmarka þriggja efna. En um er að ræða mengunarmörk fyrir harðviðarryk en þau taka gildi 17. janúar 2023, mengunarmörk fyrir Chromium (VI) en þau taka gildi 17. janúar 2025 og díselreykur, en þau mengunarmörk munu taka gildi í tveim skrefum þ.e. 21. febrúar 2023 og fyrir gangagerð og námugröft neðanjarðar 21. febrúar 2026.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ekki er þörf á lagabreytingum til að innleiða gerðina. Hægt er að innleiða hana með breytingarreglugerðum sem settar yrði á grundvelli laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlitsins.

Þessi tilskipun mun breyta mengunarmarkarskrá viðauka reglugerðar nr. 390/2009, um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum og bæta þar við 2 nýjum efnum og minnka mengunarmörk 10 efna, en þessi efni eru:
1. Útblástur úr dísel vélum (nýtt efni)
2. 1,2-Epoxypropane
3. 1,3-Butadiene
4. Bromoethylene
5. Chromium (VI) (nýtt efni)
6. o-Toluidine
7. Refractory ceramic fibres
8. 4,4′-Methylenedianiline
9. Steinefnaolía sem notuð vélaolía
10. Polycyclic aromatic hydrocarbons blöndur
11. Ethylene díbrómíð
12. Tríchloroethylene

Tilskipunin mun svo einnig breyta viðauka I við reglur nr. 98/2002, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum og bæta þar við tveimur liðum við skrá um efni, efnablöndur og vinnsluferli sem geta valdið krabbameini hvað varðar vinnslu/vinnu með díselreyk og olíu.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Vinnueftirlit ríkisins

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Ábyrg stofnun Vinnueftirlit ríkisins

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L0130
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 30, 31.1.2019, p. 112
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 11
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur