32019L0520

Directive (EU) 2019/520 of the European Parliament and of the Council of 19 March 2019 on the interoperability of electronic road toll systems and facilitating cross-border exchange of information on the failure to pay road fees in the Union


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er að rafræn vegatollakerfi verði notuð sem víðast í aðildarríkjunum og nágrannalöndunum þeirra. Með tilskipun 2004/52/EB um rekstrarsamhæfi rafræns vegatollakerfis í Bandalaginu var kveðið á um nauðsynleg skilyrði til að tryggja rekstrarsamhæfi rafrænna vegatolla innan þess. Það var hins vegar metið sem svo að markmiðin sem sett voru með tilskipun 2004/52/EB næðust ekki. Því er talið nauðsynlegt að til séu samhæfð rafræn vegagjaldakerfi innan Evrópu sem samhliða kerfum aðildarríkjanna sem virka oft aðeins á landsvísu. Kostnaður óviss.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að rafræn vegatollakerfi verði notuð sem víðast í aðildarríkjunum og nágrannalöndunum þeirra. Jafnframt er stefnt að því að kerfin verði áreiðanleg, notendavæn, og hagkvæm. Miðað er að því að kerfin verði þannig gerð að þau geti þróast með stefnu Evrópusambandsins í vegatolla málum og aðlagast framförum í tækni. Að samhæfa rafræn vegatollakerfi mun einnig verða til þess fallið að draga úr kostnaði og auðvelda fólki að tengjast kerfum til greiðslu vegtolla.Aðdragandi: Með tilskipun 2004/52/EB um rekstrarsamhæfi rafræns vegatollakerfis í Bandalaginu var kveðið á um nauðsynleg skilyrði til að tryggja rekstrarsamhæfi rafrænna vegatolla innan þess. Tilskipunin gilti um rafræna innheimtu allra tegunda veggjalda á öllu vegakerfi Bandalagsins. Þar er átt við í borgum og milli borga, á hraðbrautum, aðalvegum og smærri vegum og við ýmis mannvirki, s.s. göng, brýr og ferjur.Tilskipunin náði þó ekki til vegatollakerfis þar sem a) engar rafrænar aðferðir voru við innheimtu vegatolls, b) rafræn vegatollakerfi þar sem ekki er þörf á uppsetningu búnaðar í ökutækjum, og c) lítil, algerlega staðbundin vegatollakerfi þar sem kostnaðurinn við að fara að kröfum tilskipunarinnar væri í engu samræmi við ávinninginn sem af því hlytist.Til að ná framangreindu markmiði skyldi komið á fót evrópskri, rafrænni vegatollþjónustu sem kæmi til viðbótar innlendri rafrænni vegatollþjónustu hvers ríkis. Hún átti að tryggja rekstrarsamhæfi vegtollakerfa í öllu Bandalaginu.Það var hins vegar metið sem svo að markmiðin sem sett voru með tilskipun 2004/52/EB næðust ekki. Ýmis vandamál komu upp, s.s. erfiðleikar við að sækja greiðslu vegna vanrækslu á greiðslu vegatolla þegar ökutæki eru skráð í öðru aðildarríki. Þetta var talið vera vegna þess að enginn miðlægur sam-evrópskur gagnagrunnur gerði aðildarríkjunum það kleift að skiptast á upplýsingum til að framfylgja eftirlitinu. Því fylgdi mikið tekjutap. Þannig er talið nauðsynlegt að til séu samhæfð rafræn vegagjaldakerfi innan Evrópu sem samhliða kerfum aðildarríkjanna sem virka oft aðeins á landsvísu.Efnisútdráttur: Tilskipunin inniheldur eftirfarandi 34. gr. í köflum I-IX auk viðauka I-III:Tilskipunin kveður á um nauðsynleg skilyrði til að: a) tryggja rekstrarsamhæfi rafrænna vegatollakerfa í öllu Sambandinu, í borgum og milli borga, á hraðbrautum, aðalvegum og smærri vegum og við ýmis mannvirki, s.s. göng, brýr og ferjur; b) greiða fyrir upplýsingaskiptum milli landa varðandi skráningu ökutækja þegar eigendur/umráðamenn þeirra hafa vanrækt að greiða veggjöld af einhverju tagi í Sambandinu. Undanþágur eru frá 3.-22. gr. þegar um er að ræða: a) vegatollakerfi sem ekki eru rafræn samkvæmt skilningi 2. mgr. 10. gr.; b) lítil, algerlega staðbundin vegatollkerfi þar sem kostnaðurinn við að fara að kröfum 3.-22. gr. væri í engu samræmi við ávinninginn sem af því hlytist. Markmiðið með samvirkni rafrænna vegatollakerfa í Sambandinu skal náð með EETS, e. European Electronic Toll Service, sem skal vera viðbót við innlenda rafræna tollþjónustu aðildarríkjanna.Í 23. gr. er kveðið á aum aðferð við upplýsingaskipti milli aðildarríkja. Hvert aðildarríki skal tilnefna innlendan tengilið. Aðeins tengiliðir hvers aðildarríkis geta skipst á upplýsingum um skráningu ökutækja.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Meta þarf hvort undanþáguheimildir 3.-22. gr. ættu við hér á landi, þ.e. þar sem um væri að ræða lítil, algerlega staðbundin vegatollkerfi þar sem kostnaðurinn við að fara að kröfum 3.-22. gr. væri í engu samræmi við ávinninginn sem af því hlytist.Hins vegar er skylda að tilnefna hér á landi innlendan tengilið sem skal vera tengiliðum annarra aðildarríkja innan handar við að afla og veita þær upplýsingar sem þeir þarfnast varðandi skráningu ökutækja hér á landi. Í kafla VIII, 23.-27. gr. eru nánari upplýsingar um upplýsingaskiptin sem skulu fara fram milli aðildarríkja vegna vanrækslu á greiðslu veggjalda.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: 17. gr. vegalaga nr. 80/2007. Innleiðing með reglugerð nr. 979/2013 um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis innan Evrópska efnahagssvæðisins, ásamt síðari breytingum.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Ekki hefur reynst unnt að greina kostnað eins og er. Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Vegagerðin.Horizontal issues: Sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Gert er ráð fyrir að leggja megi á fjársektir á þann sem greiðir ekki veggjald/tolla. Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er :17. gr. vegalaga nr. 80/2007. Innleiðing með reglugerð nr. 979/2013 um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis innan Evrópska efnahagssvæðisins, ásamt síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Kostnaður verður að öllum líkindum enginn þar sem Ísland ætti að falla undir undanþáguákvæði b. liðs, 2. mgr. 1. gr. þar sem fjallað er um lítil staðbundin kerfi þar sem ávinningur yrði enginn í samanburði við kostnað.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L0520
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 91, 29.3.2019, p. 45
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 280
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar