Tilskipun um beitingu höfundaréttar í tilteknum netútsendingum útvarpsfyrirtækja - 32019L0789

Directive (EU) 2019/789 of the European Parliament and of the Council of 17 April 2019 laying down rules on the exercise of copyright and related rights applicable to certain online transmissions of broadcasting organisations and retransmissions of television and radio programmes, and amending Council Directive 93/83/EEC


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/789 frá 17. apríl 2019 um reglur um nýtingu höfundarréttar og skyldra réttinda sem gilda um tilteknar netútsendingar útvarpsfyrirtækja og endurvarp hljóðvarps- og sjónvarpsefnis og um breytingu á tilskipun ráðsins 93/83/EBE
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 17 Hugverkaréttindi
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 332/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið tilskipunarinnar er að bæta aðgang að útvarpi, bæði sjónvarpi og hljóðvarpi, á milli aðildarríkja ESB með því að einfalda leyfisveitingar fyrir annars vegar fyrir tilteknar netútsendingar útvarpsfyrirtækja, t.d. samsendingu (e. simulcasting) eða „eftiráaðgangi“ (e. catch-up service) og hins vegar fyrir endurvarp hljóðvarps- og sjónvarpsefnis.

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipun 2019/789/EB um reglur um nýtingu höfundarréttar og skyldra réttinda sem gilda um tilteknar netútsendingar útvarpsfyrirtækja og endurvarp hljóðvarps- og sjónvarpsefnis og um breytingu á tilskipun ráðsins 93/83/EBE. Tilskipunin var samþykkt af ráðherraráðinu 17. Apríl 2019. Markmið tilskipunarinnar er að bæta aðgang að útvarpi, bæði sjónvarpi og hljóðvarpi, á milli aðildarríkja ESB með því að einfalda leyfisveitingar fyrir annars vegar fyrir tilteknar netútsendingar útvarpsfyrirtækja, t.d. samsendingu (e. simulcasting) eða „eftiráaðgangi“ (e. catch-up service) og hins vegar fyrir endurvarp hljóðvarps- og sjónvarpsefnis. Tilskipunin er til fyllingar tilskipunar 93/83/EBE um samræmingu á tilteknum reglum varðandi höfundarrétt og réttindi tengd höfundarrétti vegna útsendingar um gervihnött og endurvarps um kapal sem á að auðvelda leyfisveitingar vegna sendinga efnis um gervihnetti og kapalsjónvarp yfir landamæri (hér eftir tilskipunin um gervihnetti og kapal). Eins og síðarnefnda tilskipunin þá byggir tilskipun 2019/789 á meginreglunni um „upphafsland“, sem felur í sér að nægilegt er af aflað sé réttinda til flutnings ákveðins efnis eða dagskráa á netinu í því landi sem útvarpsstöðin hefur höfuðstöðvar sínar, sbr. 1. mgr. 3. gr. nýju tilskipunarinnar. Við ákvörðun á leyfisgjaldi fyrir slík réttindi verður að hafa í huga tímalengd aðgangs þess efnis í við tilteknar netútsendingar, fjölda þeirra sem geta nýtt sér þá þjónustu og það tungumál sem efnið er á, sbr. 2. mgr. 3. gr. tilskipunar um tilteknar netútsendingar og endurvarp útvarpsfyrirtækja. Tilskipunin kveður einnig á um að skyldubundin sameiginleg umsýsla réttinda rétthafa annarra en sjónvarpsstöðva, sem kveðið er á um í tilskipuninni um gervihnetti og kapal að skuli gilda um kapalsendingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. þeirrar tilskipunar, skuli einnig taka til endurvarps efnis á annan hátt, t.d. í gegnum IP sjónvarp (e. Internet Protocol television (IPTV)), gervihnattasendinga, stafrænt jarðsjónvarp (e. digital terrestial) og með beinlínuaðgangi, sbr. 4. gr. og formálsgrein 14 tilskipunar um beinlínumiðlun og endurútsendinga útvarpsstöðva. Ákvæðin um skyldubundna sameiginlega umsýslu þessarar réttinda eiga að auðvelda þeim sem sjá um endurflutning efnis að fá leyfi til slíks endurvarps á efni sem á uppruna sinn í öðrum aðildarríkjum. Að lokum er kveðið á um í tilskipun 2019/789 að þegar útvarpsfyrirtæki senda dagskrármerki (e. programme-carrying signals) sín með „beinni innspýtingu“ (e. direct injection) eingöngu til dreifiaðila, þá eru athafnir bæði útvarpsfyrirtækisins og dreifiaðilans taldar vera ein og sú sama, þ.e. opinber flutningur sem framkvæmdur er af þeim sameiginlega og sem þeir þurfa sameiginlega leyfi rétthafa fyrir, sbr. 8. gr. tilskipunarinnar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf höfundalögum nr. 73/1972
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Rétthafasamtök höfundaréttar og útvarpsstöðvar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L0789
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 130, 17.5.2019, p. 82
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 594
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Ísland) Ísland

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar