Tilskipun um höfundarétt í hinum stafræna innri markaði - 32019L0790
Directive (EU) 2019/790 of the European Parliament and of the Council of 17 April 2019 on copyright and related rights in the Digital Single Market and amending Directives 96/9/EC and 2001/29/EC
Tilskipun evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/790 frá 17. apríl 2019 um höfundarétt og skyld réttindi á stafræna innri markaðnum og um breytingu á tilskipunum 96/9/EB og 2001/29/EB
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 17 Hugverkaréttindi |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 333/2023 |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Tilskipun 2019/790/ESB um höfundarétt í hinum stafræna innri markaði hefur að markmiði, eins og nafnið gefur til kynna, að samræma ýmsar reglur um höfundarétt sem varða hinn stafræna innri markað.
Nánari efnisumfjöllun
Tilskipun 2019/790/ESB um höfundarétt í hinum stafræna innri markaði á að samræma ýmsar reglur um höfundarétt sem varða hinn stafræna innri markað. Hún kveður á um undanþágur og takmarkanir á einkarétti höfunda sem eiga að tryggja jafnvægi á milli hagsmunaaðila. Þar ber helst að nefna undanþágu til að tryggja texta- og gagnanám, not höfundaréttarvarins efnis vegna kennslu á netinu og ákvæða sem eiga að tryggja varðveislu menningararfsins. Þá er að finna ákvæði sem eiga að tryggja not menningarstofnana að höfundaréttarvernduðum verkum í þeirra umsjá sem eru ekki lengur fáanleg á almennum markaði (e. out-of-commerce). Þá er að finna ákvæði vegna netnotkunar á greinum dagblaða og fréttaveitna, um rétt útgefenda til hlutdeildar í tekjum vegna nota verka sem nýtt eru skv. undanþágum frá höfundarétti, um skyldu stærri þjónustuveitenda efnisdeilingar á netinu (t.d. Google og Facebook) til að tryggja að samningar við rétthafa um not af verkum þeirra séu virtir og til að tryggja að rétthafar geti bannað not ákveðinna verka á þjónustusvæði þjónustuveitenda og að lokum er að finna ákvæði sem eiga að tryggja sanngjarnt endurgjald til höfunda og flytjenda í útgáfusamningum.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Sent til Alþingis |
Innleiðing
Innleiðing | Lagasetning/lagabreyting |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Breyta þarf höfundalögum nr. 73/1972 |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað |
---|
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Menningar- og viðskiptaráðuneytið |
---|
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32019L0790 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 130, 17.5.2019, p. 92 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
COM numer | COM(2016) 593 |
---|---|
Dagsetning tillögu ESB | |
Dagsetning tillögu | |
Samþykktardagur i ESB |
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Ísland) | Ísland |
---|---|
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein) |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 48, 13.6.2024, p. 70 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2024/1465, 13.6.2024 |