32019L0879

Directive (EU) 2019/879 of the European Parliament and of the Council of 20 May 2019 amending Directive 2014/59/EU as regards the loss-absorbing and recapitalisation capacity of credit institutions and investment firms and Directive 98/26/EC - amend. BRRD


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/879 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar tapþol og endurfjármögnunargetu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og tilskipun 98/26/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 09 Fjármálaþjónusta, 09.02 Bankar og aðrar fjármálastofnanir
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 145/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipun (ESB) 2019/879 felur í sér heildarendurskoðun á tilskipun 2014/59/ESB. Breytingarnar varða að meginstefnu til eftirfarandi: skilgreiningar, fyrirbyggjandi aðgerðir og undirbúning skilameðferðar, einstakar valdheimildir skilavalds við undirbúning og framkvæmd skilameðferðar, endurskipulagningu rekstrar og heimildir til ráðstafana vegna samninga. Veigamestu breytingarnar lúta þó að reglum tilskipunar 2014/59/ESB um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL).

Nánari efnisumfjöllun

Í tilskipun 2014/59/ESB er mælt fyrir um viðbrögð og aðgerðir til að takast á við erfiðleika eða áföll í rekstri lánastofnana og ef við á tiltekinna verðbréfafyrirtækja. Þannig hefur tilskipunin bæði að geyma fyrirbyggjandi ráðstafanir og undirbúningsaðgerðir vegna rekstrarerfiðleika og heimildir til inngripa í rekstur fyrirtækis og úrræði til að greiða úr stöðu fyrirtækis á fallanda fæti. Markmið tilskipunarinnar er að vernda fjármálastöðugleika, tryggja áframhaldandi nauðsynlega starfsemi fyrirtækis, draga úr hættu á að ráðstafa þurfi fé úr ríkissjóði og vernda tryggðar innstæður, fé og eignir viðskiptamanna.Tilskipun (ESB) 2019/879 felur í sér heildarendurskoðun á tilskipun 2014/59/ESB. Breytingarnar varða að meginstefnu til eftirfarandi: skilgreiningar, fyrirbyggjandi aðgerðir og undirbúning skilameðferðar, einstakar valdheimildir skilavalds við undirbúning og framkvæmd skilameðferðar, endurskipulagningu rekstrar og heimildir til ráðstafana vegna samninga. Veigamestu breytingarnar lúta þó að reglum tilskipunar 2014/59/ESB um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL).Ýmsar breytingar tilskipunar (ESB) 2019/879 varða reglur þegar samstæða er með starfsemi yfir landamæri og sérstakar kröfur á alþjóðlega kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og hafa því takmarkaða eða enga þýðingu hér á landi.Þær breytingar í tilskipun (ESB) 2019/879 sem hafa mesta þýðingu hér á landi varða líkt og að framan greinir MREL-kröfur. Þær kröfur fela í sér tilgreint og afmarkað lágmarkshlutfall fjármagns (þ.e. eigin fjár og skulda) sem bankar þurfa að uppfylla á hverjum tíma þannig að þeir búi við fullnægjandi tapþol og hægt sé að endurreisa eiginfjárgrunn þeirra, teljist þeir á fallanda fæti. Tilskipunin hefur einkum þau áhrif að samræma beitingu á MREL á Evrópska efnahagssvæðinu.Veigamestu atriðin varðandi breytingar á MREL eru sérstakar kröfur um undirskipan auk þess sem skilastjórnvöld fá valdheimildir til að takmarka útgreiðslur fyrirtækja. Varðandi kröfur um undirskipan hefur tilskipunin í för með sér að ákveðinn hluti af skuldbindingum sem nýttar verða til að uppfylla MREL verða að vera undirskipaðar, þ.e. koma í kröfuröð á eftir skuldbindingum sem undanskildar eru MREL og beitingu á skilaúrræðinu eftirgjöf. Eftir innleiðingu tilskipunarinnar hér á landi munu því fjármálafyrirtæki, sem fara í skilameðferð, þurfa að uppfylla tilgreindan hluta af MREL-kröfum með undirskipuðum skuldbindingum. Varðandi valdheimildir til að takmarka útgreiðslur banka felst að þeim verður einungis heimilt að framkvæma útgreiðslu, t.a.m. að borga arð, kaupa eigin hlutabréf og borga kaupauka ef bankinn nær MREL-hlutfallinu sem skilavald krefst.    Auk þeirra breytinga er varða MREL og vikið hefur verið að hér að framan gerir tilskipun (ESB) 2019/879 breytingar á kröfum um samningsskilmála í samningum fjármálafyrirtækja vegna niðurfærslu eða umbreytingar á skuldbindingum. Þannig er að ákveðnum skilyrðum uppfylltum veitt undanþága frá skyldu fyrirtækja til að samningar þess innihaldi samningsskilmála um að skuldbinding geti verið háð niðurfærslu eða umbreytingu ef slíkt þykir lagalega ómöguleg eða óframkvæmanlegt að öðru leyti. Í stað þess er gerð sú krafa að í fjárhagslegum samningum fyrirtækis verði skilmáli um að skilavaldinu sé heimilt að fresta greiðslu eða afhendingu, rétti til að ganga að tryggingum og uppsagnarrétti vegna slíkra samninga. Þá er skilavaldinu að meginreglu heimilt að fresta greiðslu eða afhendingu á öllum samningum fyrr í tíma en nú gildir eða strax í kjölfar þess að fyrirtæki telst vera á fallanda fæti.  Tilskipunin var birt 20. maí 2019 og tók gildi í ESB 27. júní 2019. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020. Einhver ákvæði tilskipunarinnar verða innleidd með reglugerð ráðherra.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Seðlabanki Íslands

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L0879
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 150, 7.6.2019, p. 296
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 852
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 22.9.2022, p. 100
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 22.9.2022, p. 104