32019L0883

Directive (EU) 2019/883 of the European Parliament and of the Council of 17 April 2019 on port reception facilities for the delivery of waste from ships, amending Directive 2010/65/EU and repealing Directive 2000/59/EC


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/883 frá 17. apríl 2019 um móttökuaðstöðu í höfnum til afhendingar úrgangs frá skipum, um breytingu á tilskipun 2010/65/ESB og um niðurfellingu tilskipunar 2000/59/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.05 Sjóflutningar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 191/2022

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipun 2000/59/EB fjallar um skyldur aðildarríkjanna til að sjá um að móttökuaðstaða í höfnum og aðstaða til afhendingar úrgangs frá skipum í höfnum sé viðunandi. Tilskipunin innleiðir að hluta reglur Marpol samningsins um varnir gegn mengun frá skipum sem gerður er á vegum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO). Hin nýja tilskipun 2019/883 felur í sér endurskoðun á tilskipun 2000/59/EB og hafa skilgreiningar, gildissvið og eyðublöð verið samræmd við þróun Marpol samningsins. Stefnt er að því að einfalda ferla um tilkynningaskyldu notenda hafna. Einnig hafa verið settar ítarlegri reglur um ýmis framkvæmdaratriði, þar sem aðildarríkin hafa verið með mismunandi túlkun á tilskipun 2000/59/EB og kröfur um eftirlit eru auknar.

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipuninni er ætlað að koma í stað eldri tilskipunar um sama efni nr. 2000/59/EB sem er á forræði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Tilskipunin felur jafnframt í sér breytingar á tilskipun 2010/65/ESB um formsatriði við skýrslugjöf að því er varðar skip sem koma í og/eða láta úr höfn í aðildarríkjunum sem eru á forræði samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins. Vakin er athygli á því að Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2019/1239 frá 20. júní 2019 um stofnun „European Single Window environment“ fellir úr gildi tilskipun 2010/65 frá og með 15. ágúst 2025.Markmið hinnar nýju tilskipunar er ætlað að vernda hafumhverfið frá neikvæðum áhrifum úrgangs frá skipum sem nota hafnir innan bandalagsins, á sama tíma og greið skipaumferð er tryggð.  Þetta er gert með því að bæta móttökuaðstöðu í höfnum og afhendingu úrgangs í höfnum. Skilgreining á úrgangi frá skipum er víkkuð út og nær nú til alls úrgangs sem verður til í skipi eða við lestun eða aflestun eða við hreinsun og sem falla undir Marpol viðauka I, II, IV, V og VI.    Farmleifar og úrgangur úr hreinsikerfum skipa bætast við gildissvið tilskipunarinnar. Tilskipunin gildir áfram um öll skip nema herskip og skip í eigu annarra ríkja og þjónustuskip hafnanna. Aðildarríkin mega undanþyggja skip sem einungis liggja við akkeri frá ákvæðum um tilkynningaskyldu, afhendingu úrgangs og gjaldtöku.  Tilskipunin gildir  um allar hafnir þar sem framangreind skip hafa venjulega viðkomu. Aðildarríkin eiga að sjá til þess að formskilyrði og framkvæmd við móttöku og afhendingu úrgangs séu einföld, hraðvirk og umhverfisvæn, að öryggis sé gætt og að þau seinki ekki skipum. Tilkynningar og form verða samræmd Marpol kerfinu og verða sendar rafrænt í gegnum SafeSeaNet kerfið.  Tilkynningar um úrgang á grundvelli núgildandi reglna eru nú þegar sendar í gegnum SafeSeaNet kerfið fyrir Ísland. Tryggja skal aðskilda móttöku til að auðvelda endurvinnslu í samræmi við  tilskipun 2008/98/ESB um úrgang og Marpol samninginn.  Reglur um flokkun úrgangs í landi gilda því líka um úrgang sem er afhentur í höfnum. Við gerð áætlana hafna um móttökuaðstöðu og afhendingu úrgangs eru sett ítarlegri ákvæði um samráð við gerð áætlana og aukin  upplýsingaskylda fyrir notendur.   Mikilvæg breyting varðar staðfestingartímabil áætlana sem verður á  5 ára fresti í stað 3 ára, nema ef miklar breytingar hafi verið gerðar á móttökuaðstöðunni.  Heimilt verður fyrir smærri hafnir þar sem ekki er atvinnustarfsemi  að sleppa að gera áætlanir en þá verður fyrirkomulag um móttöku á úrgangi í þeim höfnum að vera hluti af samþykktum viðkomandi sveitarfélags. Tilkynningaskylda um úrgang mun ná til sömu skipa og skila Safe SeaNet tilkynningum skv. tilskipun 2002/59/EC.  Skoða þarf nánar hvort fiskiskip stærri en 45 m komi til með að falla undir tilkynningaskyldu um úrgang.  Túlka má gildissviðsákvæði Safe SeaNet tilskipunarinnar þannig að fiskiskip falli ekki þar undir, en í greiningu Noregs á tilskipuninni er ætlunin að fiskiskip og skemmtibátar stærri en 45m verði tilkynningaskyld eins og önnur skip.  Afhending á úrgangi á að vera í samræmi við reglur Marpol samningsins og gildir afhendingarskyldan um öll skip. Hafnaryfirvöld skulu afhenda móttökukvittun en undanþágu má gera fyrir ómannaðar afskekktar hafnir. Skip geta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum haldið til næstu hafnar ef sýnt er fram á að nægilegt geymslurými sé um borð og ef skip liggur við akkeri í minna en 24 tíma.  Úrgangi skal þó skilað fyrir brottför ef ljóst er að ekki er móttökuaðstaða í næstu viðkomuhöfn eða ef höfnin er óþekkt. Hafnir skulu áfram ákveða fast úrgangsgjald (indirect fee) sem gildir fyrir öll skip án tillits til þess magns sem skilað er, en það getur verið mismunandi m.a. eftir stærð og tegund skipa og tegund úrgangs. Gjaldið gildir einnig um stærri fiskiskip og skemmtibáta og nær til móttöku á fiskinetum og úrgangi sem festist í  netunum í sjó.  Hægt er að setja aukagjald ef magnið er óvenju mikið  Þessar reglur eiga að stuðla að frekari samræmingu á upphæð gjaldanna í höfnum.  Fasta úrgangsgjaldið gildir ekki um afhendingu farmleifa né um úrgang frá hreinsikerfi útblásturslofts  sem greitt er fyrir m.a. með tilliti til stærðar og tegundar úrgangs.  Skýrari reglur eru settar um hvaða kostnaðarþættir falla undir fasta úrgangsgjaldið og fyrir hvaða kostnað er hægt að taka breytilegt gjald. Einnig geta skip fengið lækkun á gjaldinu ef þau hafa umhverfisvæna umhverfisstjórnun á úrgangsmálum um borð. Áfram verður hægt að fá undanþágur frá ákvæðum um tilkynningaskyldu, afhendingarskyldu og úrgangsgjaldi þegar skip eru í áætlanasiglingum. Skilyrðin fyrir slíkum undanþágum eru tekin upp í tilskipunina til að samræma framkvæmdina í aðildarríkjunum.   Eru þau að mestu í samræmi við þær kröfur sem gerðar hafa verið hér á landi samkvæmt núgildandi tilskipun.  Kröfur um eftirlit eru auknar og ber nú að framkvæma eftirlit með því að öllum skyldum tilskipunarinnar sé framfylgt.  Framkvæma skal eftirlit á a.m.k. kosti 15% einstakra skipa sem koma til hafnar.  Framkvæmdarstjórn ESB mun setja framkvæmdareglugerð um eftirlitið.  Mun aukið eftirlit auka kostnað yfirvalda og taka þarf ákvörðun um hvernig þetta eftirlit verður framkvæmt. Krafa er um að starfsfólk hafna sem vinnur með úrgangsmál fái þjálfun sérstaklega með tilliti til heilsu og öryggismála. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að setja eina sameiginlega gátt fyrir tilkynningar sjófarenda með reglugerð 2019/1239 og er sú reglugerð í skoðun hjá EFTA ríkjunum, en með henni fellur úr gildi tilskipun 2010/65. Framkvæmdarstjórnin getur tekið ákvarðanir um að breyta tilskipuninni og viðaukum við tilskipunina til að aðlaga hana breytingum í Marpol samningnum. (gr. 18 og 19) Framkvæmdastjórnin mun gefa út innleiðingarreglugerð um- hvað þykir hæfilegt geymslurými.(gr. 7.4 í tilskipun)-um hvaða skip sem fá þjónustu utan opnunartíma falli undir breytilegt gjald (gr.8.4)-um aðferðarfræði um eftirlitsgögn og  form fyrir skýrslugjöf. (8.7.gr.) Umhverfisstofnun hefur ekki verið á póstlista eða fengið boð til að fylgjast með störfum „Committee on Safe Seas and the Prevention of Pollution from Ships (COSS)“ sbr. 20 gr. tilskipunarinnar.  Nefndin  aðstoðar framkvæmdarstjórnina við gerð og breytingar á gerðum sem tengjast tilskipuninni.   Æskilegt væri að geta fylgst með störfum þessarar nefndar. Tilskipunin verður endurskoðuð fyrir 28. júní 2026.  Einnig verður skoðað hvort EMSA fær aukið hlutverk skv. þessari tilskipun. Tilskipunin var samþykkt 17. apríl 2019 innan ESB og er aðildarríkjunum ætlað að innleiða hana í landslög fyrir 28. júní 2021. Tilskipunin gerir fleiri og ítarlegri kröfur um eftirlit með afhendingu úrgangs frá skipum.  Fleiri skip m.a. fiskiskip munu þurfa að greiða fast gjald vegna móttöku úrgangs í höfnum, en taka þarf afstöðu til hvaða skip falli undir kröfu um  tilkynningaskyldu og skýrslugjöf um afhendingu úrgangs.    Gerðar auknar kröfur til hafna um móttöku og flokkun úrgangs í samræmi við flokkunarkröfur í landi.  Tilskipunin setur ítarlegri kröfur um gerð áætlana um móttöku úrgangs í höfnum og verða þær staðfestar á 5 ára fresti en ekki 3 ára eins og nú er.  Litlar og afskekktar hafnir munu einnig losna undan kröfum um gerð áætlana.   Skýrari reglur eru settar um hvað felst í föstu úrgangsgjaldi og munu veiðarfæri og úrgangur sem festist í þeim einnig falla undir fast úrgangsgjald.  Auknar kröfur eru um eftirlit með að ákvæðum tilskipunarinnar verði framfylgt en rafræn skýrsluskil ættu á sama tíma að auðvelda eftirlitið að einhverju leyti.  Gert er ráð fyrir að skip sem ekki hafa skyldu til að skila inn SafeSeaNet tilkynningum verði einnig undir eftirliti um skil á úrgangi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiðing tilskipunarinnar kallar á breytingar á eftirfarandi lögum og reglugerðum:

Lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda 11 og 12.gr.

Reglugerð nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum sett með heimild í 6. gr. l. nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda. Skoða þarf hvort ekki er rétt að endurútgefa reglugerðina þar sem margar breytingar eru gerðar á henni.

17.gr. hafnarlaga l. nr. 61/2003 um gjaldskrár og reglugerð nr. 1201/2014 um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum, sett með stoð í 4.mgr. 11.gr. c í l. nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.

Samkvæmt samráði við Samgöngustofu þarf að gera breytingu á III viðauka reglugerðar nr. 80/2003 þar sem í 3. lið er vísað til tilskipunar 2000/59/EB sem felld er úr gildi með 2019/883. Þá þarf jafnframt að breyta 25. gr. reglugerðar um hafnarríkiseftirlit nr. 816/2011 með áorðnum breytingum þar sem í ii og iii lið er vikið að tilskipun 2000/59/EB.

Kanna þarf frekar hver skilningur EFTA ríkjanna og ESB er varðandi tilkynningaskyldu fiskiskipa stærri en 45 m sbr. 6 og 7. gr. tilskipunarinnar. Fiskiskip hafa ekki haft tilkynningaskyldu skv. SafeSeaNet hér á landi en eitthvað er mismunandi hvaða skyldur aðildarríkin hafa sett á fiskiskip hvað varðar slíkar tilkynningar.

Taka þarf stefnumótandi ákvörðun um hvort frekari skyldur verða sett á fiskiskip í þessu tilliti. Ber í því sambandi að benda á að verið er að greina reglugerð ESB nr. 1239/2019 um eina sameiginlega upplýsingagátt varðandi skip, í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og gætu breyttar reglur um skyldur fiskiskipa því einnig varðað fleiri þætti sem falla undir samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Aukin krafa er gerð um eftirlit og eftirfylgni, meðal annars auknar skoðanir á skipum miðað við núgildandi tilskipun, Krafa er einnig gerð um auknar skráningar og upplýsingagjöf í gegnum SafeSeaNet og eftirlitsgagnagrunn EMSA. Til að fylgja eftir ákvæðum tilskipunarinnar þyrfti annað hvort ráða nýjan starfsmann (varlega áætlað mun breytingin kalla á a.m.k. hálft stöðugildi fyrir eftirlitsaðila) eða gera samning um eftirlit við viðurkennt flokkunarfélag. Gera verður breytingar í SafeSetNet kerfinu sem rekið er af Vegagerðinni með tilheyrandi kostnaði á slíkri uppfærslu.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L0883
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 33
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Ísland) Ísland

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 13.10.2022, p. 41
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 267, 13.10.2022, p. 43