32019L1151

Directive (EU) 2019/1151 of the European Parliament and of the Council of 20 June 2019 amending Directive (EU) 2017/1132 as regards the use of digital tools and processes in company law
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 22 Félagaréttur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 270/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í júní 2019 var gefin út tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1151 um breytingu á tilskipun (ESB) 2017/1132 að því er varðar notkun starfrænna tækja og ferla í félagarétti. Með tilskipun (ESB) 2019/1151 eru settar reglur um stofnun fyrirtækja og skráningu útibúa rafrænt. Reglurnar eru settar með það að markmiði að auðvelda stofnun fyrirtækja og skráningu útibúa í aðildarríkjunum og draga úr kostnaði, tíma og stjórnsýslubyrgðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipun (ESB) 2019/1151 skyldar aðildarríkin til að gera fyrirtækjum og útibúum kleift að senda tilkynningar til fyrirtækjaskrár rafrænt, bæði tilkynning um stofnun og tilkynningar um önnur atriði sem skrá skal samkvæmt tilskipun (ESB) 2017/1132, s.s um stjórn félags, framkvæmdastjóra, hlutafé o.fl. Kveðið er á um rafræna auðkenningu við slíka skráningu. Einnig er kveðið á um skyldu aðildarríkjanna til að setja reglur um hæfi þeirra aðila sem hafa heimild til að koma fram fyrir hönd viðkomandi félags í viðskiptum við þriðja aðila og í málarekstri. Aðildarríkjum er heimilt að gera að skilyrði fyrir skráningu framangreindra aðila að viðkomandi sé ekki vanhæfur til starfans í öðru aðildarríki.

Tilskipun (ESB) 2019/1151 kallar á lagabreytingar hér á landi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gera þarf breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, og lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L1151
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 186, 11.7.2019, p. 80
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 239
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Ísland) Ísland
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 31, 20.4.2023, p. 70
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 106, 20.4.2023, p. 75