32019L1152

Directive (EU) 2019/1152 of the European Parliament and of the Council of 20 June 2019 on transparent and predictable working conditions in the European Union


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 18 Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipunin kveður á um skyldur atvinnurekanda til að upplýsa starfsmenn, skriflega eða með rafrænum hætti, á um vinnuréttarleg réttindi þeirra, hvernig vinna þeirra verður skipulögð og til hvers er ætlast til af þeim í vinnu. Skv. tilskipuninni er atvinnurekanda skylt að upplýsa starfsmenn t.d. um tilhögun þjálfunar, laun, stutta starfslýsingu, hvíldartíma, launað orlof, vinnutilhögun og vinnutíma og hvaða kjarasamningur gildir um starfið o.sv.fr. Einnig kveður tilskipunin á um önnur réttindi til handa starfsmönnum, svo sem hámarkslengd reynsluráðningar,réttindi starfsmanns þegar hann vinnur fyrir fleiri en einn atvinnurekanda og réttindi til lágmarksfyrirsjáanleika vinnu og rétt til launaðrar þjálfunar.

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipunin fjallar annars vegar um upplýsingaskyldu vinnuveitanda gagnvart sínum starfsmönnum, m.a. skyldu til að láta starfsmönnum í té ráðningarsamning eða annars konar skriflegt skjal sem hefur að geyma upplýsingar um starfskjör og helstu réttindi og skyldur. Tilgangurinn er sá að það fari ekki á milli mála á hvaða starfskjörum starfsmaðurinn er (transparency). Sérstaklega mikilvægt þegar starfsmaðurinn er á óhefðbundnum samningum með óhefðbundnum skilmálum, t.d. varðandi vinnutíma og slíkt. Predictable snýr að því að bæði starfsmaðurinn og vinnuveitandinn viti hverjar sínar skyldur eru (fyrirsjáanleiki). Sektarákvæði 19. gr. tilskipunarinnar kallar á sérstaka skoðun.

Er hér um að ræða aukinn réttindi til handa flestum starfsmönnum á Íslandi umfram það sem fram kemur í tilskipun 91/533/EBE. Vinnueftirlitið telur að þessar breytingar muni hafa áhrif á atvinnulífið hér á landi þar sem þær skyldur sem hér er kveðið á um ná til nær allra atvinnurekanda á landinu.

Kveður tilskipunin á um sömu skyldur á hendur atvinnurekanda og fram koma í tilskipun 91/533/EBE en ákvæði hennar ganga lengra, m.a. er nú kveðið á um að hægt sé að upplýsa starfsmann með rafrænum hætti, tímamörk upplýsingarskyldunnar eru stytt, frekari skyldur eru lagðar á atvinnurekanda en bara upplýsingarskylda, kveðið er á um refsingar skuli koma til vegna brota á tilskipuninni o.fl.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Nei
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Tilskipunin gæti kallað á breytingar á lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, lögum nr. 45/2007, um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda, lögum nr. 139/2005, um starfsmannaleigur, lögum nr. 10/2004, um starfsmenn í hlutastörfum, lögum nr. 139/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna, lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna ásamt annarri löggjöf tengda vinnumarkaðnum. Einnig er til skoðunar hvort að hægt sé að innleiða ákvæði tilskipunarinnar í kjarasamningum samtaka aðila vinnumarkaðarins.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L1152
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 186, 11.7.2019, p. 105
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 797
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar