32019L1159

Directive (EU) 2019/1159 of the European Parliament and of the Council of 20 June 2019 amending Directive 2008/106/EC on the minimum level of training of seafarers and repealing Directive 2005/45/EC on the mutual recognition of seafarers' certificates issued by the Member States


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1159 frá 20. júní 2019 um breytingu á tilskipun 2008/106/EB um lágmarksþjálfun sjómanna og um niðurfellingu á tilskipun 2005/45/EB um gagnkvæma viðurkenningu á skírteinum sjómanna sem aðildarríkin gefa út
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.05 Sjóflutningar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 176/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Stuttur:
Þessum breytingum á tilskipun 2008/106 er ætlað að koma til móts við breytingar sem gerðar hafa verið á STCW sáttmálanum. Þær breytingar sem hafa orðið á STCW sáttmálanum og eru gerðar að reglum Evrópusambandsins hér eru annars vegar um skírteini til siglinga við pólana. Hins vegar er um að ræða reglur og skírteini til siglinga á skipum sem falla undir IGF kóðann. Líklega verður um kostnað að ræða fyrir þá skóla sem kenna námsefni til þessara skírteina sem og sjómennina sem sækja þau. Ekki verður þó séð að mikil eftirspurn verði eftir þessum sérhæfðu skírteinum.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er ætlað að samræma reglur Evrópusambandsins við breytingar sem gerðar hafa verið á STCW sáttmálanum.
Aðdragandi: Með tilskipun 2008/106/EB voru innleidd ákvæði STCW samþykktarinnar um menntun og þjálfun sjófarenda í reglur Evrópusambandsins. Þessum breytingum á tilskipuninni er ætlað að koma til móts við breytingar sem gerðar hafa verið á STCW sáttmálanum. STCW er skammstöfun á International Convention on Standards of Training, Certification and Watchkeeping for Seafarers. Með sáttmálanum voru settar lágmarkskröfur til hæfni og menntunar skipstjóra, stýrimanna og annarra sem ganga vaktir í brú á skipum sem notuð eru til siglinga á sjó. STCW var samþykkt árið 1978 af Alþjóða siglingamálastofnuninni, IMO og tók gildi árið 1984.
Þær breytingar sem hafa orðið á STCW sáttmálanum og eru gerðar að reglum Evrópusambandsins hér eru annars vegar um skírteini til siglinga við pólana vegna svokallaðs Polar kóða. Hins vegar er um að ræða reglur og skírteini til siglinga á skipum sem falla undir IGF kóðann. Sá kóði nær til skipa sem knúin eru með gasi eða öðru eldsneyti með lágt kveikjumark.
Efnisútdráttur: Nýjum skilgreiningum er bætt við annars vegar vegna Polar kóðans og hins vegar vegna IGF kóðans. Þá er gert skýrt að rafræn skírteini geti talist fullnægja ákvæðum tilskipunarinnar.
b-liður 5. gr. er ný viðbót við tilskipun 2008/106/EB. Hún hefur þann tilgang að innleiða kerfi gagnkvæmrar viðurkenningar á skírteinum sjómanna gefin út af aðildarríkjum. B-liður 5. gr. kemur í stað 3. gr. 2005/45/EB.
19. og 20 . gr. eru um reglur um viðurkenningu ríkja utan Evrópusambandsins og þau tilvik þar sem viðurkenning er afturkölluð.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Sérhæfð atvinnuréttindi bætast við tilskipunina, þ.e. réttindi til siglinga við pólana og réttindi til siglinga á skipum sem falla undir IGF kóðann.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 2. mgr. 11. gr. lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa nr. 76/2001.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Ef íslenskir sjómannaskólar kenna námsefni til umræddra hæfnisskírteina má reikna með að það hafi einhvern kostnað í för með sér fyrir þá. Þá má reikna með að námskeiðin hafi kostnað í för með sér fyrir sjómennina sem sækja þau. Ekki verður þó séð að mikil eftirspurn verði eftir þessum sérhæfðu skírteinum.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Menntamálaráðuneytið.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Útgerðir skipa sem falla undir STCW sáttmálann, þ.e. farþega- og flutningaskip.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 2. mgr. 11. gr. lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa nr. 76/2001. Innleiðing verður með breytingu á reglugerð um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna, nr. 676/2015.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L1159
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 188, 12.7.2019, p. 94
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 315
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 10, 1.2.2024, p. 26
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/168, 1.2.2024