32019L1936

Directive (EU) 2019/1936 of the European Parliament and of the Council of 23 October 2019 amending Directive 2008/96/EC on road infrastructure safety management
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 014/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Fækka á fjölda alvarlegra slysa í umferðinni. Því er breytt tilskipun 2008/96/EB um öryggisstjórnun vegagrunnvirkja. Með notkun öryggisstjórnunarkerfis vegagrunnvirkja á samevrópska vegakerfinu sem og vegakerfi þar sem vegir eru vel hannaðir, vel við haldið og vel merktir minnka líkur á banaslysum og slysum með alvarlegum meiðslum. Það er mikilvægt að vegkaflar á brúm og í göngum falli undir þessa tilskipun fyrir utan veggöng sem falla undir tilskipun 2004/54/EB. Því er verið að skilgreina fleiri vegi með þeim hætti að um þá gildi reglur um umferðaröryggisstjórnun vegagrunnvirkja. Jákvæð áhrif á Íslandi. Kostnaður verður við vinnu sem hlýst af innleiðingu, þ.m.t. skilgreiningu vega, skýrslugjöf og þær breytingar sem gera þarf á vegum sem munu í kjölfarið falla undir umferðaröryggisstjórnun.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að fækka fjölda alvarlegra slysa í umferðinni. Því er breytt tilskipun 2008/96/EB um öryggisstjórnun vegagrunnvirkja.
Aðdragandi: Markviss vinna við umferðaröryggi snýst um að fyrirbyggja að fólk hljóti varanlegt heilsutjón með því að koma í veg fyrir alvarleg umferðarslys. Áhersla er því lögð á að fækka banaslysum og slysum þar sem alvarleg meiðsli hljótast af. Það ætti að vera sameiginleg ábyrgð að tryggja að umferðaróhöpp leiði ekki til banaslysa eða slysa með alvarlegum meiðslum. Vegakerfi þar sem vegir eru vel hannaðir, vel við haldið og vel merktir minnka líkur á umferðarslysum. Vegir sem hannaðir eru á þann hátt að þeir „fyrirgefa“ mistök við akstur draga einnig úr alvarlegum umferðaslysum.
Með notkun öryggisstjórnunarkerfis vegagrunnvirkja, e. Road Infrastructure Safety Management, á samevrópska vegakerfinu minnka líkur á banaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni. Þau aðildarríki sem beitt hafa öryggisstjórnunarkerfinu sjálfviljug á öðrum vegum en samevrópska vegakerfinu hafa náð betri árangri í umferðaröryggi en þau aðildarríki sem gerðu það ekki.
Það er mikilvægt að vegkaflar sem eru á brúm og í göngum falli undir þessa tilskipun fyrir utan veggöng sem falla undir tilskipun 2004/54/EB.
Með hliðsjón af umferðaröryggi er mikilvægt að innakstur og útakstur af bílastæðum samhliða vegum á vegakerfinu sem falla undir tilskipunina, einkum hraðbrautum og stofnvegum, falli einnig undir gildissvið reglugerðarinnar.
Þar sem árstíðir eru mismunandi eftir aðildarríkjum er mikilvægt að tekið sé tillit til þess við beitingu gerðarinnar.
Stór hluti umferðarslysa á sér stað á litlum hluta vegakerfisins þar sem umferð er mikil og hraði er mikill og/eða fjölbreytt umferð á mismunandi hraða. Vegna þessa ætti þessi tiltekna útvíkkun á gildissviði tilskipunarinnar að vera á þá vegu að hún nái yfir hraðbrautir og aðra stofnvegi utan samevrópska vegakerfisins til að stuðla að mikilvægum úrbótum á umferðaröryggi innan sambandsins.
Til að tryggja að slík útvíkkun á gildissviði hafi tilætluð áhrif ættu stofnvegir að ná yfir alla vegi sem flokkast í næsta flokk fyrir neðan hraðbrautir. Af sömu ástæðu ættu aðildarríkin að tryggja að allir vegir sem tilskipun 2008/96/EB átti við fyrir innleiðingu þessarar tilskipunar, þar á meðal vegir sem féllu ekki undir vegna skyldu heldur vilja, falli áfram undir hana.
Tilskipun 2008/96/EB tekur eingöngu á vegagrunnvirkjum og verða umferðarlög því ekki fyrir áhrifum vegna þessarar tilskipunar.
Til að öðlast gagnsæi og auka áreiðanleika ættu öryggisflokkar vega að vera tilkynntir svo að notendur vega geti verið upplýstir um stöðu vegagrunnvirkja til að auka vitund um málið almennt.
Sérstakar ráðstafanir eru nauðsynlegar fyrir áframhaldandi úrbætur á umferðaröryggisstjórnun vegagrunnvirkja og til að auðvelda ökutækjum sem búin eru hjálparkerfum fyrir ökumenn að bera kennsl á vegmerkingar og umferðarmerki.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi:
Breytingar frá fyrri tilskipun eru í þágu umferðaröryggis en ljóst er að þær eru þess eðlis að leggja þarf enn meiri vinnu og fjármuni í öryggisstjórnun vegamannvirkja en hingað til hefur verið gert. Þess skal getið að á vegum umferðaröryggishóps CEDR (CEDR stendur fyrir Samtök vegamálastjóra í Evrópu) er nú unnið að því að kortleggja hvaða áhrif hin endurskoðaða tilskipun hefur í hverju landi fyrir sig.
Í 1. gr. er gildissvið tilskipunarinnar útvíkkað á þá vegu að í stað þess að tilskipunin gildi einungis um vegi sem tilheyra samevrópska vegakerfinu, skal hún nú gilda um hraðbrautir (e. motorways) og aðra stofnvegi (e. primary roads) en það hefur tiltölulega lítil áhrif hér á landi þar sem verklagsreglur um umferðaröryggisstjórnun hafa í flestum tilvikum ekki einungis átt við þá vegi sem tilheyra samevrópska vegakerfinu. Þó er nauðsynlegt að yfirfara reglurnar í þessu ljósi. Í tilskipuninni kemur fram að með primary roads er átt við þá vegi sem tilheyra hæsta flokki vega fyrir neðan flokkinn motorways en hér á landi á þetta við um stofnvegi.
Aðildarríkjum er heimilt að sleppa tilteknum vegum ef um er að ræða hraðbrautir/stofnvegi sem eru tengdir góðu umferðaröryggi sem er byggt á réttmætum forsendum tengdum hversu mikil umferð er á veginum og slysatölfræði. Þá er það ný krafa að hvert aðildarríki eigi að senda framkvæmdastjórninni lista fyrir 17. desember 2021 um hraðbrautir/stofnvegi á þeirra svæði og eftir það, allar breytingar sem verða á því. Því til viðbótar á hvert aðildarríki að senda framkvæmdastjórninni lista yfir þá vegi sem eru fyrir utan gildissvið tilskipunarinnar.
Búið að skilgreina „hraðbraut“, „stofnvegur“ og fleiri atriði í 2. gr.
Í 5. gr. kemur ný grein sem fjallar um umferðaröryggismat á vegakerfinu í heild sinni, e. network-wide og að aðildarríkin skulu tryggja að heildstætt, e. network-wide, umferðaröryggismat fari fram á öllu vegakerfinu sem fellur undir þessa tilskipun. Aðildarríkin þurfa að tryggja að fyrsta slíka matið fari fram ekki síðar en 2024 og eftir það á að minnsta kosti á fimm ára fresti. Ein stærsta breytingin og sú kostnaðarsamasta er að í þessari grein tilskipunarinnar er fjallað um að heildstætt mat á öryggi vegakerfisins (e. Network-wide road safety assessment), þ.e.a.s. á þeim hluta þess sem tilskipunin gildir um, skuli fara fram á a.m.k. fimm ára fresti. Á grundvelli niðurstöðu matsins skulu aðildarríkin flokka alla vegkafla í a.m.k. þrjá öryggisflokka. Nú þegar er til flokkun vega eftir slysatíðni, þ.e.a.s. fjölda slysa á milljón ekinna km. Hins vegar er ekki til heildstætt yfirlit yfir öryggi vega óháð slysum sem á þeim hafa orðið. Vegagerðin hefur nýlega fest kaup á bíl, veggreini, sem er búinn tækjum og myndavélum sem geta mælt og greint breidd vegar, ástand yfirborðs og undirbyggingar og einnig, að nokkru leyti, ástand umhverfis vegar. Þessi gögn munu hjálpa til við undirbúning vinnu við gerð heildstæðs mats á öryggi þess vegakerfis sem tilskipunin gildir um. Þó verður varla hjá því komist að skoða á vettvangi þá vegi sem tilheyra stofnvegakerfinu sem er um 4500 km langt áður en gengið verður frá endanlegu mati.
Samkvæmt hinni endurskoðuðu tilskipun skal gera nákvæmari umferðaröryggisúttektir (e. Targeted road safety inspections) í kjölfar matsins á öryggi vegakerfisins að því gefnu að ekki sé strax gripið til öryggisaðgerða.
Í 6. gr. er 3. mgr. tekin út og í staðin kemur grein sem fjallar um að aðildarríkin skulu sjá til þess að sameiginleg öryggisúttekt fari fram á þeim hluta vegakerfisins sem liggur að veggöngum sem falla undir tilskipun 2004/54/EB og þeim hlutum sem falla undir tilskipun 2004/54/EB. Þessi sameiginlega öryggisúttekt á að fara fram nógu reglulega eða að minnsta kosti á sex ára fresti.
Nýjum greinum bætt við 6a, 6b, og 6c sem fjalla um, eftirfylgni umferðaröryggismats, vernd fyrir viðkvæma vegfarendur og vegmerkingar og umferðarmerki er varðar ökumenn og hjálparkerfi fyrir ökumenn. Evrópusambandið mun skipa starfshóp sérfræðinga til að fara yfir þessi mál og kanna hvort grundvöllur sé til að samræma kröfur sem vegmerkingar og skilti þurfa að uppfylla í þessu sambandi og skal starfshópurinn ekki seinna en í júní 2021 meta tækifærið til að koma á sameiginlegum ákvæðum þar á meðal mismunandi þáttum sem miða að því að tryggja rekstrarlega notkun vegmerkinga og umferðarmerkja til að stuðla að skilvirkri notkun fyrir ökumenn og hjálparkerfi fyrir ökumenn. Starfshópurinn á að vera skipaður af aðildarríkinu og á matið að innihalda álit Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, UN-ECE. Matið á að taka tillit til samspils á milli tækniframfara hjálparkerfa ökumanna og innviða vegakerfisins, áhrif veðurs og eðlis umferðar á vegmerkingar og umferðarmerki sem fyrir eru og gerð og tíðni nauðsynlegs viðhalds fyrir margvíslega tækni, ásamt kostnaðarmati.
Með framangreint kostnaðarmat í huga getur framkvæmdastjórnin samþykkt framkvæmdagerðir til að koma á sameiginlegum ákvæðum sem tengjast aðgerðum aðildarríkja sem farið var yfir hér að ofan hvað varðar mismunandi þætti er miða að því að tryggja rekstrarlega notkun vegmerkinga og umferðarmerkja til að stuðla að skilvirkri notkun fyrir ökumenn og hjálparkerfi ökumanna.6d og 6e eru einnig nýjar greinar sem fjalla um upplýsingar og gagnsæi og valkvæða tilkynningu en framkvæmdastjórnin skal birta evrópskt kort af vegakerfinu á netinu, sem fellur undir þessa tilskipun og tekur fram þá öryggisflokka sem vegirnir eru í. Þá skulu aðildarríkin leitast við að koma á fót kerfi um valkvæða tilkynningu aðgengilega á netinu fyrir alla vegfarendur til að auðvelda upplýsingasöfnun um atburði sem gætu tengst raunverulegri hættu fyrir öryggi vegagrunnvirkja.
Í 9. gr. er ný málsgrein þar sem fram kemur að umferðaröryggisrýnir sem sækir þjálfun eftir 17. desember 2024 skal fá þjálfun í málefnum viðkvæmra vegfarenda.
11a er ný grein þar sem fram kemur að aðildarríkin eigi að skila skýrslu fyrir 31. október 2025 yfir öryggisflokkun vega og eftir það á fimm ára fresti.
12a er ný grein sem fjallar um beitingu framsals en þar kemur fram að framkvæmdastjórnin skal hafa umboð til að samþykkja framseldar gerðir, sem um getur í 12. gr., í fimm ár á tímabili sem hefst 16. desember 2019. Framkvæmdastjórnin skal taka saman skýrslu um framsal valds eigi síðar en níu mánuðum fyrir lok fimm ára tímabilsins. Framsal valds skal framlengt um jafn langan tíma nema Evrópuþingið eða ráðið séu á móti slíkri framlengingu ekki seinna en þremur mánuðum áður en hverju tímabili lýkur.
Þá eru viðaukar uppfærðir í samræmi við tækniframfarir.
Aðildarríkin skulu breyta reglum til að uppfylla þessa tilskipun fyrir 17. desember 2021 og upplýsa framkvæmdastjórnina um það.
Viðauki IIa er nýr og viðauka III er skipt út fyrir nýjan.
Jákvæð áhrif í umferðaröryggi á Íslandi. Kostnaður verður við vinnu sem hlýst af innleiðingu, þ.m.t. skilgreiningu vega, skýrslugjöf og þær breytingar sem gera þarf á vegum sem munu í kjölfarið falla undir umferðaröryggisstjórnun.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: 2. mgr. 46. gr. vegalaga nr. 80/2007. Innleidd í reglugerð um öryggisstjórnun vegamannvirkja nr. 866/2011.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er:
Gróflega áætlað getur kostnaður Vegagerðarinnar vegna þeirra breytinga á tilskipuninni sem nefndar voru hér að ofan numið allt að 100 milljónum króna en þess skal getið að sá kostnaður dreifist á nokkur ár.
Vegagerðin telur ekki tímabært að áætla hugsanlegan kostnað vegna greinar 6c um vegmerkingar og skilti og auknar kröfur til þeirra m.a. í tengslum við nýja tækni þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir. Á næstu árum mun væntanlega koma að því að vegakerfið verður snjallvætt og endurskoðun vegmerkinga og skilta mun verða órjúfanlegur hluti af því ferli.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Vegagerðin.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: 2. mgr. 46. gr. vegalaga nr. 80/2007. Innleidd í reglugerð um öryggisstjórnun vegamannvirkja nr. 866/2011.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L1936
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 305, 26.11.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 274
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 42, 30.6.2022, p. 25
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 175, 30.6.2022, p. 27