32019L2121

Directive (EU) 2019/2121 of the European Parliament and of the Council of 27 November 2019 amending Directive (EU) 2017/1132 as regards cross-border conversions, mergers and divisions


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 22 Félagaréttur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í nóvember 2019 var gefin út tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2121 um breytingu á tilskipun (ESB) 2017/1132 að því er varðar breytingar, samruna og skiptingu í kjölfar flutninga yfir landamæri. Með tilskipun (ESB) 2019/2121 eru settar samræmdar reglur um millilandaskiptingu félaga, sem og um breytingu í kjölfar flutninga félaga yfir landamæri . Einnig eru gerðar breytingar á reglum um millilandasamruna. Reglurnar eru settar með það að markmiði að bæta virkni innri markaðarins fyrir fyrirtæki og auðvelda þeim að nýta staðfesturéttinn. Talið er að framangreindum markmiðum verði fremur náð með samræmdum reglum fyrir aðildarríkin en með reglusetningu aðildarríkjanna hvers fyrir sig.

Nánari efnisumfjöllun

Með tilskipun (ESB) 2019/2121 eru settar reglur um millilandaskiptingu, þ.m.t. reglur um skiptingaráætlun, skýrslu framkvæmdastjórnar og stjórnar til kröfuhafa og starfsmanna, skýrslu óháðs sérfræðings, upplýsingagjöf, samþykki hluthafafundar, vernd hagsmuna hluthafa, vernd hagsmuna lánveitenda, upplýsingagjöf og samráð við starfsmenn, vottorð fyrir skiptingu, athugun á lögmæti millilandaskiptingar, skráningu, gildistökudag og afleiðingar millilandaskiptingar.

Með tilskipun (ESB) 2019/2121 eru einnig settar reglur um breytingu (flutning) hlutafélaga yfir landamæri, þ.e. breytingu/flutning hlutafélags sem hefur skráða skrifstofu, yfirstjórn eða höfuðstöðvar í einu aðildarríki til annars aðildarríkis og fellur félagið þá undir lög síðar nefnda ríkisins. Með tilskipuninni eru m.a. settar reglur um skýrslu stjórnenda hlutafélagsins til hluthafa og starfsmanna, skýrslu óháðs sérfræðings til hluthafa, upplýsingagjöf, samþykki hluthafafundar, vernd hagsmuna hluthafa, vernd hagsmuna lánveitenda, upplýsingagjöf og samráð við starfsmenn, þátttaka starfsmanna, vottorð fyrir breytingu/flutning, athugun á lögmæti breytinga/flutnings, skráningu, gildistökudag og afleiðingar breytinga/flutnings.

Þá er með tilskipun (ESB) 2019/2121 gerðar breytingar á gildandi reglum og settar frekari reglur um millilandasamruna. Með tilskipuninni eru m.a. settar reglur um vernd hagsmuna hluthafa, vernd hagsmuna lánveitenda, upplýsingagjöf og samráð við starfsmenn o.fl. Þá eru gerðar breytingar á ákvæðum tilskipunar (ESB) 2017/1132 um millilandasamruna að því er varðar skilyrði fyrir samruna, samrunaáætlanir, upplýsingagjöf, skýrslu stjórnenda hlutafélags til hluthafa og starfsmanna, skýrslu óháðs sérfræðings, samþykki hluthafafundar, vottorð fyrir samruna, athugun á lögmæti samruna yfir landamæri, skráningu, þátttöku starfsmanna o.fl.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gera þarf breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, og lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, til innleiðingar á gerðinni.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L2121
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 321, 12.12.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 241
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar