32019R0103

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/103 of 23 January 2019 amending Implementing Regulation (EU) 2015/1998 as regards clarification, harmonisation and simplification as well as strengthening of certain specific aviation security measures


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/103 frá 23. janúar 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 að því er varðar nánari útlistun, samræmingu og einföldun sem og styrkingu á tilteknum sértækum flugverndarráðstöfunum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 089/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Gerðar eru breytingar á framkvæmdarreglugerð 2015/1998 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd. M.a. eru gerðar breytingar til að tryggja skýrleika og auðvelda samræmda beitingu. Tekið er mið af breyttum alþjóðareglum s.s. um þjálfun starfsmanna í verndarmenningu. innan vinnustaðarins. Þá er um að ræða breytingar er lúta að nýrri tækni sem nota má við skimun, s.s. shoe explosive detection og shoe metal detection. Með reglugerðinni eru einnig innleiddar breytingar á kröfum fyrir bakgrunnsathuganir. Athuganir í aðdraganda ráðninga, pre-employment check, eru felldar út. Um er að ræða hertar kröfur til þess hverjir skuli sæta bakgrunnsathugunum. Þessar breytingar eru liður í því að sporna gegn þeirri hættu em er á því að starfsmenn fyrirtækja sem gera flugverndarráðstafanir framkvæmi hryðjuverk. Gera má ráð fyrir að erfiðara geti reynst þessum fyrirtækjum að fá starfsfólk, sem áður þurfti ekki að hafa undirgengist bakgrunnsathuganir.

Nánari efnisumfjöllun

Efnisútdráttur og markmið: Með reglugerð þessari taka gildi tilteknar breytingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB 2015/1998 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd. Meðal annars er um að ræða breytingar í því skyni að tryggja skýrleika og auðvelda samræmda beitingu reglnanna. Tekið er mið af breyttum alþjóðareglum, þ.e. reglum ICAO, á sviði flugverndar, s.s. um þjálfun starfsmanna í verndarmenningu security culture, innan vinnustaðarins. Sú þjálfun felst m.a. í þjálfun hvað varðar insider threat og radicalisation. Þá er um að ræða breytingar er lúta að nýrri tækni sem heimilt verður að nota við skimun, s.s. shoe explosive detection (SED) og shoe metal detection (SMD).
Með reglugerðinni er einnig Ben Gurion flugvöllur í Ísrael tekinn inn í OSS hvað varðar vernd (3. kafli ) og innritaðan farangur (5. kafli).
Fyrir utan framangreint eru með reglugerðinni innleiddar breytingar á kröfum fyrir bakgrunnsathuganir og að athuganir í aðdraganda ráðninga, pre-employment check, eru felldar út. Um er að ræða hertar kröfur til þess hverjir skuli sæta bakgrunnsathugunum og því hvaða atriði skuli skoða við framkvæmd bakgrunnsathugana. Það fer eftir því hvers eðlis starf viðkomandi einstaklings er sem sækir um bakgrunnsathugun. Um er að ræða töluvert meira íþyngjandi kröfur. Þannig er nú gerður greinarmunur á backgroundcheck og enhanced backgroundcheck en við gerð þess síðarnefnda hefur verið bætt við lið um skoðun á
intelligence and any other relevant information available to the competent national authorities that they consider may be relevant to the suitability of a person to work in a function which requires an enhanced background check
Þessar breytingar eru liður í því að sporna gegn þeirri ógn sem nú er talin mjög alvarleg, s.k. insider threat, þ.e. hættan á því að sjálfir starfsmenn fyrirtækja sem framkvæma flugverndarráðstafanir hafi hug á því að framkvæma hryðjuverk.
Gildistaka: Reglugerðin er EES-tæk og kemur til framkvæmda í Evrópusambandinu þann 1. febrúar 2019, fyrir utan þau ákvæði sem fjalla um nýjar kröfur við framkvæmd bakgrunnsathugana. Þær kröfur koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. júlí 2020.
Mikilvægt er að ákvæði reglugerðarinnar komi til framkvæmda á sama tíma á Íslandi og í Evrópusambandinu. Sérstaklega er mikilvægt að ákvæði reglugerðarinnar um OSS við Ísrael komi til framkvæmda 1. febrúar 2019.
Umsögn, helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Almennt séð eru þær breytingar sem reglugerðin mælir fyrir um til þess fallnar að auka skýrleika og styrkja flugvernd.
Samgöngustofa hefur átt fund með bæði samgöngu- og sveitarstjórarráðuneyti og lögreglu um breytingar á athugunum í aðdraganda ráðninga og bakgrunnsathuganir. Samgöngustofa hefur einnig verið í samskiptum við Isavia um aðra þætti reglugerðarinnar. Félagið telur ekki að breytingarnar komi til með að hafa sérstök áhrif sem vekja beri athygli á.
Þá liggur fyrir að stöðug vöktun á þeim aðilum sem hafa útgefna bakgrunnsathugun þarf að eiga sér stað, en samkvæmt samtölum við lögreglu má telja að slík vöktun eigi sér stað í dag.
Kanna þarf nánar hvernig upplýsingar sem lögreglu berast um einstakling, sem gæti haft áhrif á gildi bakgrunnsathugunar eigi að berast til yfirvalda þeirra ríkja sem framkvæmt hafa bakgrunnsathugunina, sbr. 11.1.7.
Að því er varðar kröfu í grein 11.1.3, um að bakgrunnsathugun skuli
cover intelligence and any other relevant information available to the competent national authorities that they consider may be relevant to the suitability of a person to work in a function which requires an enhanced background check
Var það niðurstaða fundar SGS með ráðuneyti, að ekki væri gerð krafa um aðrar upplýsingar en þær sem tiltækar væru, sbr. relevant information available.
Þeir aðilar sem í dag starfa við störf þar sem einungis er krafist athugana í aðdraganda ráðninga, eru einkum starfsmenn farmflytjenda og starfsmenn viðurkenndra birgja sem sjá fyrir því sem þarf til notkunar um borð í loftfari og þurfa þessir aðilar að hafa undirgengist bakgrunnsathuganir fyrir 31. desember 2019. Samgöngustofa áætlar að fjöldi þessara starfsmanna sé á bilinu 10-20.
Að öðru leyti eru áhrif reglugerðarinnar helst þau að Samgöngustofa þarf að endurskoða verklagsreglur og handbækur. Þá þurfa aðilar sem viðhafa flugverndarráðstafanir að breyta verklagi sínu og þarf þjálfun þeirra að taka mið af breytingunum.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð um flugvernd, með stoð í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Ljóst er að breyta þarf reglugerð um flugvernd nr. 750/2016 m.a. þannig að uppfæra þarf lista yfir afbrot sem lögreglu ber að líta til við framkvæmd bakgrunnsathugana.
Vakin er athygli á því að rétt er að innleiða reglugerðina á sama tíma og ákvörðun sem henni fylgir og kveður á um nánari útfærslu krafnanna.
Áhrif hér á landi: Gera má ráð fyrir að erfiðara geti reynst þeim fyrirtækjum sem að ofan eru nefnd að fá starfsfólk, sem áður þurfti ekki að hafa undirgengist bakgrunnsathuganir.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Skörun á sér stað við dómsmálaráðuneyti þar sem lögregla fer með framkvæmd bakgrunnsathugana.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Aðilar sem framkvæma flugverndarráðstafanir.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð um flugvernd, með stoð í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0103
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 21, 24.1.2019, p. 13
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D059370/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 44, 2.7.2020, p. 90
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 210, 2.7.2020, p. 74