Cedefop reglugerð - 32019R0128

Regulation (EU) 2019/128 of the European Parliament and of the Council of 16 January 2019 establishing a European Centre for the Development of Vocational Training (Cedefop) and repealing Council Regulation (EEC) No 337/75


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/128 frá 16. janúar 2019 um að koma á fót Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar (Cedefop), og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 337/75
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 145/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið nýju reglugerðarinnar er gera hana sambærilega reglugerðum um samskonar stofnanir ESB (e. Decentralised Agencies) og að endurskoða hlutverk og markmið Cedefop sem hefur breyst í gegnum tíðina og nær nú til fleiri þátta en starfsmenntunar, svo sem EQF, Europass, færnigreininga og raunfærnimats. Með nýju reglugerðinni mun reglugerð frá 1975 falla úr gildi en hún var innleidd við undirritun EES-samningsins árið 1992. Fyrirkomulag þátttöku EFTA ríkja var útlistað í sérstökum rammasamningi sem tók gildi 1.1.1994 og "Covering Model of participation and financing" frá 1996. Ísland hefur tekið þátt í starfsemi Cedefop frá 1995. Ísland tekur þátt í starfi og stjórnun stofnunarinnar með setu í stjórn, framkvæmdastjórn, fundum, ráðstefnum og vinnuhópum eftir því sem við á.

Nánari efnisumfjöllun

Upplýsingar 12.07.2022

Á fundi vinnuhóps EFTA um menntun og þjálfun þann 28. júní sl. var rætt um beiðni Cedefop um að fá árlegar greiðslur EFTA ríkjanna til stofnunarinnar inn í árlegan fjárhagsramma EFTA. Forsagan er sú að endurskoðendur ESB hafa bent Cedefop á að rétt væri að greiðslufyrirkomulag EFTA ríkjanna til stofnunarinnar væri með sama sniði og til annarra sambærilegra stofnana ESB. Með því móti getur stofnunin endurgreitt/skilað ónotuðum fjármunum til EFTA ríkja sem ekki hefur verið raunin hingað til í gegnum tvíhliða samninga stofnunarinnar við EFTA ríkin.
Forsvarsmenn Cedefop greindu fulltrúum EFTA ríkjanna frá þessu á fundi fyrr á árinu. Á fundi vinnuhópsins í júní 2021 voru drög að ákvörðun Sameiginlegu nefndarinnar samþykkt.


Minnisblað 19.10.2016:

Þann 14. september og 29. september barst fulltrúum í vinnuhópi EFTA um menntun og þjálfun erindi frá EFTA skrifstofunni þar sem óskað var eftir mati á innleiðingu reglugerðar ESB um Cedefop frá 23. ágúst 2016 (Regulation of the European Parliament and of the Council establishing a European Centre for the Development of Vocational Training (Cedefop) and repealing Regulation (EEC) NO 337/75 -COM(2016) 532 final). Reglugerðin er enn í vinnslu og mun væntanlega taka gildi árið 2017.

Markmið nýju reglugerðarinnar er tvöfalt:
Að endurskoða reglugerð um Cedefop svo að hún sé sambærileg við reglugerðir um samskonar stofnanir ESB (e. Decentralised Agencies).
Að endurskoða hlutverk og markmið Cedefop sem hefur breyst í gegnum tíðina og nær nú til fleiri þátta en starfsmenntunar, svo sem EQF, Europass, færnigreininga og raunfærnimats.

Með nýju reglugerðinni mun reglugerð frá 1975 falla úr gildi en hún var innleidd við undirritun EES-samningsins árið 1992. Fyrirkomulag þátttöku EFTA ríkja var útlistað í sérstökum rammasamningi sem tók gildi 1.1.1994 og "Covering Model of participation and financing" frá 1996. EFTA skrifstofan bendir á að endurskoða þurfi þennan samning eða útbúa ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (e. Joint Committee Decision) eftir því hvaða samstarfsform EES/EFTA ríkin velja á seinni stigum.

EES/EFTA ríkin þurfa s.s. að íhuga hvort þau vilja halda áfram óbreyttu samstarfi við Cedefop eða styrkja það. Hingað til hefur samstarfið fallið undir prótókól 31 EES-samningsins. EFTA skrifstofan bendir á þann möguleika að styrkja samstarfið við Cedefop og benda á 29. grein reglugerðarinnar í því samhengi. Þar gefst ríkjum utan ESB tækifæri á samstarfi við Cedefop, ef EES-ríkin velja þennan kost hefðu þau ekki atkvæðisrétt og framlag til Cedefop yrði greitt í gegnum fjárhagsáætlun EFTA. Þá munu European Court of Auditors og OLAF bera ábyrgð á eftirliti með misferli.

EFTA skrifstofan hefur fyllt út í eyðublað 1a þar sem engin fyrirstaða er tilgreind að innleiða reglugerðina í EES samninginn. Óskað er eftir að EFTA ríkin fylli út í eyðublað 1b og sendi til EFTA skrifstofunnar í gegnum EEA registrar ([email protected]) með afrit á Jacqueline Breidlid ([email protected]) fyrir 26. nóvember. Þá eru EFTA ríkin beðin að tilgreina hvort þau hafa áhuga á að senda sameiginlega ályktun EES/EFTA ríkjanna til ESB (EEA EFTA comment).

Ísland hefur tekið þátt í starfsemi Cedefop frá 1995 en Cedefop er stofnun ESB um þróun starfsmenntunar: http://www.cedefop.europa.eu/en. Ísland tekur þátt í stjórnun stofnunarinnar með setu í stjórn, framkvæmdastjórn, fundum, ráðstefnum og vinnuhópum eftir því sem við á. Ásta Erlingsdóttir er fulltrúi Íslands í stjórnarnefnd Cedefop (Governing Board). Ólafur Grétar Kristjánsson er tengiliður stjórnvalda við stofnunina og árið 2016 tók Menntamálastofnun við af Rannís sem Refernet landstengiliður. Refernet er samstarfsnet um öflun og miðlun upplýsinga um starfsmenntamál. Landstengiliður skilar árlega skýrslu um þróun starfsmenntamála og helstu nýmæli í stefnumótun. Þá tekur MRN þátt í færnigreiningarverkefni Cedefop í samstarfi við Hagstofu Íslands og aðila vinnumarkaðarins. Ísland hefur í tvígang sent sérfræðinga til starfa við stofnunina.

Lagt er til að MRN taki undir mat EFTA skrifstofunnar um að ekki séu til staðar áskoranir (EEA Horizontal challenges) við innleiðingu nýju reglugerðarinnar í EES-samninginn og sendi eyðublað 1b í dag.

Á síðari stigum þarf að taka ákvörðun um tæknilegar útfærslur innleiðingarinnar en það er mat undirritaðrar að best væri að innleiða reglugerðina í gegnum prótókol 31 eins og venjan er með annað samstarf við ESB á málefnasviðum MRN. Jafnframt hvernig innleiðingu (líklega með ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar) og greiðslufyrirkomulagi verði háttað og hvort EFTA ríkin hyggist senda inn sameiginlega ályktun til ESB. Þessi mál verða til umræðu á næsta fundi vinnuhóps EFTA um menntun og þjálfun þann 11. nóvember nk. Undirrituð sendi nokkrar tæknilegar spurningar til EFTA skrifstofunnar þann 19. október sem ekki hefur verið svarað.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Árgjald til Cedefop er um €27000.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0128
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 30, 31.1.2019, p. 90
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 532
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 52, 6.7.2023, p. 49
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 173, 6.7.2023, p. 50