32019R0133

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/133 of 28 January 2019 amending Regulation (EU) 2015/640 as regards the introduction of new additional airworthiness specifications

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð (ESB) 2015/640 sem innleidd er með reglugerð nr. 237/2014 er kveðið á um skilyrði sem bætt hefur verið við sameiginlegar tæknikröfur og uppfylla þarf til að vottað verði að lofthæfi loftfars sé fullnægjandi. Reglugerðin gildir um loftör sem framleidd hafa verið samkvæmt vottuðum ferlum og aðferðum skv. reglugerðinni. Nú hefur Flugöryggisstofnun Evrópu uppfært reglur um ferla og aðferðir sem beita á við að meta og votta lofthæfi. Reglurnar gilda ekki um loftför sem framleidd hafa verið samkvæmt reglunum eins og þær voru fyrir uppfærsluna og þegar hafa verið vottaðar. Því er nauðsynlegt að gefa út sérstaka reglugerð sem kveður á um að þau loftför sem hafa verið framleidd og vottuð samkvæmt eldri reglum þurfi einnig að uppfylla þau skilyrði sem bættust við þegar reglurnar voru uppfærðar. Reglugerð 2019/133 er um þær kröfur. Umfang og kostnaður hér á landi yrði væntanlega lítill.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Í reglugerð (ESB) 2015/640 sem innleidd er með reglugerð nr. 237/2014 er kveðið á um skilyrði sem bætt hefur verið við sameiginlegar tæknikröfur og uppfylla þarf til að vottað verði að lofthæfi loftfars sé fullnægjandi, þ.e. tækniforskriftum. Reglugerðin gildir um loftör sem framleidd hafa verið samkvæmt vottuðum ferlum og aðferðum skv. reglugerðinni.
Nú hefur Flugöryggisstofnun Evrópu uppfært reglur um ferla og aðferðir sem beita á við að meta og votta lofthæfi. Reglurnar, certification specifications, gilda ekki um loftför sem framleidd hafa verið samkvæmt reglunum eins og þær voru fyrir uppfærsluna og þegar hafa verið vottaðar. Því er nauðsynlegt að gefa út sérstaka reglugerð sem kveður á um að þau loftför sem hafa verið framleidd og vottuð samkvæmt eldri reglum þurfi einnig að uppfylla þau skilyrði sem bættust við þegar reglurnar voru uppfærðar. Reglugerð 2019/133 er um þær kröfur.
Efnisútdráttur: Um er að ræða kröfur sem lúta að:
1. gerð farþegasæta fyrir stórar flugvélar, sem eru gerðar samkvæmt hönnunarforskriftum samþykktum eftir 1958, en með lofthæfiskírteini fyrst útgefið 18. febrúar 2021 eða síðar.
2. eldvörnum í einangrunarefnum sem notuð eru til einangrunar stórra flugvéla. Gilda kröfurnar fyrir flugvélar með lofthæfiskírteini fyrst útgefið fyrir beitingu reglugerðarinnar, þar sem skipta þarf um eldvarnir 18. febrúar 2021 eða síðar, og fyrir flugvélar með lofthæfiskírteini fyrst útgefið 18. febrúar 2021 eða síðar.
Þá kveður reglugerðin á um kröfur fyrir flugvélar sem hafa flutningsgetu fyrir 20 farþega eða fleiri, hafi lofthæfiskírteini fyrst verið gefið út 18. febrúar 2021 eða síðar.
3. minni notkun á „haloni“ í slökkvibúnaði til þess að minnka umhverfisáhrif. Kröfurnar munu þá gilda fyrir stórar flugvélar og stórar þyrlur, sem eru með lofthæfiskírteini fyrst útgefið 18. maí 2019 fyrir vegna færanlegs slökkvibúnaðar og frá 18. febrúar 2020 vegna innbyggðs slökkvibúnaðar.
Gildistaka: Reglugerðin tók gildi 19. febrúar 2019, en kemur til framkvæmda samkvæmt því sem að framan greinir.
Umsögn: helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Umfangið hér á landið yrði lítið á þeim loftförum sem eru nú þegar í rekstri. Það væri helst við breytingar á þeim. Eftir að gerðin tekur gildi gæti þetta haft áhrif við innflutning stórra loftfara sem uppfylla ekki kröfurnar. Þó má gera má ráð fyrir að flest loftför uppfylli umræddar kröfurnar við innflutning m.a. við framleiðslu.
Stórar flugvélar samkvæmt reglugerðinni eru flugvélar sem eru flokkaðar sem CS-25 í hönnunarforskriftum. Á Íslandi er um 100 stór loftför að ræða
Stórar þyrlur samkvæmt reglugerðinni eru þyrlur sem flokkaðar eru sem CS-29, eða sambærilegt í hönnunarforskriftum. Á Íslandi er um að ræða fjórar slíkar þyrlur
Þær flugvélar sem hafa rými fyrir 20 farþega eða fleiri og þurfa að uppfylla kröfurnar eru á Íslandi um 85 loftför.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara með síðari breytingum, samkvæmt heimild í 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Athygli er vakin á því að reglugerðin er sett með heimild í New Basic Regulation (ESB) 2018/1139.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs, ef einhver er: Kostnaður Samgöngustofu er óverulegur. Kostnaður atvinnulífs væntanlega óverulegur, en erfitt að leggja á það mat.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Innleiðing yrði með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0133
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 25, 29.1.2019, p. 14
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D059062/03
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023