32019R0227

Commission Delegated Regulation (EU) 2019/227 of 28 November 2018 amending Delegated Regulation (EU) No 1062/2014 as regards certain active substances/product-type combinations for which the competent authority of the United Kingdom has been designated as the evaluating competent authority


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/227 frá 28. nóvember 2018 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 1062/2014 að því er varðar tilteknar samsetningar virkra efna/vöruflokka sem lögbært yfirvald í Bretlandi hefur verið tilnefnt fyrir sem lögbært matsyfirvald
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 152/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Lögbært yfirvald í Bretlandi er lögbært matsyfirvald fyrir nokkur virk efni eða vöruflokkasamsetningar, sem talin eru upp í II. viðauka við framselda reglugerð (ESB) nr. 1062/2014.
Fyrirhugað er að Bretland gangi úr Evrópusambandinu þann 30. mars 2019 en samkvæmt drögum að ákvæðum í útgöngusamningi getur lögbært yfirvald í Bretlandi ekki sinnt hlutverki lögbærs matsyfirvalds fyrir virk efni eða vöruflokkasamsetningar meðan umbreytingartímabil stendur yfir.Þess vegna er nauðsynlegt að tilnefna nýtt lögbært matsyfirvald úr hópi þeirra 27 aðildarríkja sem verða eftir í Evrópusambandinu, EFTA ríkja eða Sviss, gildandi frá 30. mars 2019.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin snýr að því að breyta framseldri reglugerð (ESB) nr. 1062/2014 þar sem við bætist grein 6a er varðar umsóknir þar sem lögbært yfirvald í Bretlandi var lögbært matsyfirvald fyrir 30. mars 2019.
- Grein 6a á við færslur 79, 85, 113, 171, 187, 188, 321, 345, 346, 458, 531, 554, 571, 599, 609, 1045, 1046 og 1047 í II. viðauka.
- Lögbæra matsyfirvald aðildarríkis, sem hefur tekið við af lögbæru yfirvaldi í Bretlandi vegna umsóknar sem var lögð fram fyrir 30. mars 2019, skal upplýsa umsækjandann í síðasta lagi 30. apríl 2019 um þau gjöld sem þarf að greiða samkvæmt 2. mgr. 80. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 og skal hafna umsókninni ef gjöld hafa ekki verið greidd innan þess tímafrests sem lögbæra matsyfirvaldið setur. Lögbæra matsyfirvaldið skal upplýsa umsækjanda og Efnastofnun Evrópu í samræmi við það.
- Lögbæra matsyfirvaldinu ber að skila matsskýrslu og niðurstöðu áður en eftirfarandi tímafrestir renna upp, hvor sem rennur upp síðar:
o (a) 31. desember 2020
o (b) tímafrestur til að skila matsskýrslu sbr. b lið 3. mgr. 6. gr. sem settir eru fram í III. viðauka.

Töflunni í II. viðauka er skipt út fyrir töfluna í viðauka við þessa reglugerð.

Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í stjórnartíðindum Evrópusambandsins og skal koma til framkvæmda frá 30. mars 2019.

Reglugerðin skal vera bindandi í heild sinni og gilda án frekari lögfestingar í öllum aðildarríkjum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf þessa reglugerð með tilvísunaraðferð í reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.
Lagaheimild er í 3. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0227
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 37, 8.2.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2018)7778
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 74, 10.11.2022, p. 30
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 291, 10.11.2022, p. 29