32019R0331

Commission Delegated Regulation (EU) 2019/331 of 19 December 2018 determining transitional Union-wide rules for harmonised free allocation of emission allowances pursuant to Article 10a of Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/331 frá 19. desember 2018 um umbreytingarreglur á vettvangi Sambandsins um samræmda úthlutun losunarheimilda án endurgjalds skv. 10. gr. a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 144/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) geta starfsstöðvar sem eru með iðnaðarstarfsemi fengið úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum til að koma í veg fyrir hugsanlegan kolefnisleka. Kolefnisleki vísar til þeirra fyrirtækja sem eru í hættu á að þurfa að flytja starfsemi sína úr landi vegna aukins mengunarvarnarkostnaðar í heimalandinu Listi yfir slík fyrirtæki er nefndur lekalisti. Önnur starfsemi sem ekki er mikil hætta á að fari úr landi vegna kolefnisleka fær 30% af endurgjaldslausum heimildum miðað við árangursviðmið. Þriðji hópurinn, raforkuiðnaður fær engar endurgjaldslausar heimildir.

Nánari efnisumfjöllun

Meginreglur um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda er að finna í tilskipun 2003/87 (ESB) um stofnun ETS kerfisins, en þeirri tilskipun var síðast breytt með tilskipun 2018/410 til að samræma reglurnar fyrir 4. tímabil viðskiptakerfisins (2021 til 2030) við þau markmið um losun gróðurhúsalofttegunda sem sett hafa verið fyrir 2030.
Farin er sú leið að gefa út nýja framselda reglugerð fyrir 4. tímabilið, sem nefnd hefur verið FAR reglugerðin (Free Allocation Regulation), í stað þess að gera breytingar á ákvörðun ESB 2011/278 sem gildir um úthlutunarreglur á endurgjaldslausum heimildum fyrir þriðja tímabil viðskiptakerfisins frá 2013 til 1. janúar 2021. Er það hin nýja FAR reglugerð sem hér er til greiningar.
Markmið gerðarinnar er að uppfæra úthlutunarreglurnar, setja ítarlegri reglur og fella niður og bæta við skilgreiningum í eldri gerð. Úthlutunarreglurnar eru þó að meginefni til þær sömu og giltu fyrir síðasta tímabil. Gildissvið 54 árangursviðmiða er óbreytt en nýjar reglur eru nauðsynlegar þar sem að aðferðarfræðinni frá fyrri úthlutun endurgjaldslausra heimilda hefur verið breytt. Hugtök varðandi breytingar á framleiðslugetu eiga ekki lengur við og eru því felld út.
Bæta þarf við gagnaupplýsingum vegna uppfærslu á árangursviðmiðunum til viðbótar þeim gagnaupplýsingum sem notaðar eru til að greina söguleg framleiðsluviðmið. Þessar breytingar kalla á sérstök ákvæði um vöktun, skýrslugjöf og vottun á gagnaupplýsingum.
Nokkur ákvæði varða einnig breytingar vegna atvika sem komið hafa fram við framkvæmd reglnanna á núverandi tímabili. Þetta á til dæmis við um möguleika á að samþykkja ekki úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og ákvæði er varða sameiningu og slit starfsstöðva.
Helstu nýjungar:
• Reglugerðin er sett upp þannig að hún setur fram reglur fyrir rekstraraðila. Einnig hafa verið sett inn í reglugerðina viðbótarákvæði um vöktun og nýja reglugerð um vottun og faggildingu.
• Á fjórða tímabilinu verða úthlutunartímabilin tvisvar sinnum fimm ár. Það fyrra frá 2021 til 2025 og verða árangurviðmið byggð á tölum frá árunum 2016 og 2017 og hið síðara frá 2026 til 2030 og byggja árangursviðmið fyrir það tímabil á upplýsingum frá árinum 2021 og 2022 (sjá 2.mgr. 10gr. a í tilskipun 2003/87)
• Til að tryggt verði að ETS kerfið stuðli að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda gerir tilskipun 2003/87 ráð fyrir að losunarheimildir minnki línulega og er línulegi lækkunarstuðullinn (e. linear factor) hækkaður úr 1,7% í 2,2% á hverju ári frá 2021.(9.gr. tilsk. 2003/87)
• Nýir þáttakendur eru einungis þeir sem hafa ekki starfað áður. (Ný skilgreining 3.g.(h) tilskipun 2003/87)
• Fjöldi úthlutaðra heimilda getur breyst ef framleiðslustigið breytist meira en 15% frá framleiðslustiginu sem miðað var við fyrir viðkomandi tímabil (20 tl. 10.gr.a í tilskipun 2003/87).
• Staða á lekalista verður miðuð við viðskiptastyrkleika (e. trade intensity) margfölduðum með losunarstyrk (e. emission intensity).
• Umbreytingar á endurgjaldslausum losunarheimildum lækkuðu úr 80% af reiknuðum heimildum til 30% árið 2020. Á fjórða tímabilinu eiga þær að lækka úr 30% af reiknuðum heimildum (nema fyrir fjarhitun) og eftir 2026 eiga þær að minnka með jöfnum upphæðum þannig að engum endurgjaldslausum heimildum verði úthlutað á árinu 2030. (gr. 10.b (4) tilskipun 2003/87)

FAR reglugerðin sem hér er til umfjöllunar tekur gildi innan ESB strax í febrúar 2019 þar sem að hún hefur að geyma ákvæði um umsóknir um endurgjaldslausar heimildir fyrir 4. tímabilið sem rekstraraðilar þurfa að skila til aðildarríkjanna fyrir 30. maí 2019. Aðildarríkin eiga síðan að skila lista yfir alla rekstraraðila (NIMs lista) sem falla undir ETS kerfið og upplýsingum um hvernig þau hyggjast úthluta endurgjaldslausum losunarheimildum til framkvæmdarstjórnarinnar fyrir 30. september 2019.
Umsókn um endurgjaldslausar heimildir
Eftirtalin gögn þurfa að liggja fyrir og fylgja umsókn til Umhverfisstofnunar fyrir 30. maí 2019:
a. vottuð skýrsla með grunnupplýsingum (e. Baseline data report) sem eru nánar skilgreindar í 10.gr.reglugerðarinnar.
b. aðgerðaráæltun fyrir vöktun (e. monitoring methodology plan) í samræmi við viðauka VI
c. Vottunarskýrsla sem gefin er út í samræmi við nýja reglugerð um vottun og faggildingu sem tók gildi innan ESB 1. janúar 2019.

Reglur um vöktun og vottun
Reglugerðin kveður á um skyldu rekstraraðila til að vakta gagnaupplýsingar eins og þær eru listaðar í Viðauka IV við reglugerðina og skulu þær byggðar á samþykktri aðgerðaráætlun sem geyma á í 10 ár. Reglugerðin hefur að geyma almennar vöktunarreglur.
Rekstraraðila ber einnig að gera aðgerðaráætlun um vöktun í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar (gr.8-9 og Viðauka VI). Aðgerðaráætlunin á að vera samþykkt af lögbæru yfirvaldi fyrir 31. desember 2021. Til að auðvelda upplýsingasöfnun og vöktun er starfstöðvunum skipt upp í undirstöðvar eins og áður, (vöruviðmiðun,varmaviðmiðun, eldneytisviðmiðun og vinnsluviðmiðun) og hefur fjarhitun verið bætt við sem undirstöð (e. sub-installation).
Reksraraðilinn á að láta Umhverfisstofnun og vottunaraðila í té áhættumat um villur í gögnum og setja upp sannprófunarkerfi til að tryggja að skýrslurnar innihaldi ekki villur og verði í samræmi við aðferðaráætlunina, en einnig þarf að gera ráð fyrir fleiri aðferðum til vara ef upp koma tæknilegir örðugleikar við að framfylgja aðgerðaráætluninni um vöktun. Aðildarríkin mega gera kröfur um að rekstraraðilarnir noti rafræn form við skýrsluskil.
Úthlutunarreglur
Listi yfir allar starfsstöðvar sem aðildarríkin eiga að skila framkvæmdastjórninni 30. september 2019 á að ná til allra starfsstöðva sem falla undir ETS samkvæmt 24.gr. tilskipunar 2003/87 og einnig til rafmagns rafala og lítilla starfsstöðva sem eru undanþegnar samkvæmt 27 eða 27a gr. tilskipunarinnar.
Ef framkvæmdarstjórnin hafnar ekki starfsstöðvum á listanum eru þær upplýsingar sem fylgja honum notaðar til að reikna út árangursviðmið sem byggð eru á meðaltalsniðurstöðum þeirra 10% starfsstöðva sem eru skilvirkastar. (gr. 10a(2) í tilskipun 2003/87.
Aðildarríkin meta sögulega starfsemi hvers starfsstöðvarhluta á grundvelli grunnupplýsinga sem fylgja umsókninni. Söguleg starfsemi verður nú reiknuð sem meðaltal af starfsemi á hverju ári á grunntímabilinu (e. baseline period) en var áður miðað við miðgildi á grunntímabilinu. ( 15.gr).
Lögbært yfirvald reiknar út hvað hver starfsstöð fær úthlutað af endurgjaldslausum losunarheimildum frá árinu 2021 og áfram, samkvæmt upplýsingum úr skýrslunni fyrir grunntímabilið.

Úthlutunarreglur fyrir nýja rekstraraðila hafa verið einfaldaðar þannig að söguleg starfsemi miðar við starfsemi fyrsta almannaksárið eftir að starfsemi hefst eða er komin í eðlilegt horf.

Nýtt ákvæði er í 24.gr. um að rekstraraðili getur afsalað sér úthlutuðum endurgjaldslausum losunarheimildum. Slíka umsókn er ekki hægt að draga til baka á sama úthlutunartímbili.

Einnig eru ný ákvæði um samruna og slit rekstraraðila í 25.gr. þar sem óskað er eftir fleiri gögnum í slíkum tilfellum til að koma í veg fyrir mismunun.

Reglur um stöðvun rekstrar hafa verið einfaldaðar.
Gildistaka:
Ákvörðun framkvæmdarstjórnarinnar frá 27. apríl 2011 um umbreytingarreglur á vettvangi Sambandsins um samræmda úthlutun losunarheimilda án endurgjalds skv. 10.gr.a. í tilskipun Evópuþingsins og ráðsins 2003/87, nr. 2011/278/ESB fellur úr gildi 1. janúar 2021. Sú ákvörðun gildir þó áfram vegna úthlutunar á endurgjaldslausum losunarheimildum fram til 1. janúar 2021.
Lagabreytingar.
Núgildandi ákvæði um úthlutun losunarheimilda í 10.gr. l. nr. 70/2012 gilda fyrir 3. tímabilið til 21. janúar 2021. Frá þeim tíma þurfa reglur varðandi endurgjaldslausar losunarheimildir að vera samkvæmt tilskipun 2003/87 eins og henni hefur verið breytt með tilskipun 2018/410 og ákvæðum FAR reglugerðarinnar. Í framtíðinni væri æskilegt að reglur um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda væru innleiddar með reglugerð sem innleiðir FAR reglugerðina og þau ákvæði tilskipunar 87/2003 sem þurfa að innleiðast inn í íslensk lög.

Nauðsynlegt er að FAR reglugerðin verði innleidd sem fyrst í íslenska löggjöf þar sem að hún hefur að geyma reglur um umsókn um endurgjaldslausar heimildir og þau gögn og skýrslur sem fylgja þurfa umsókninni sem vinna þarf á árinu 2019. Einnig er þar að finna reglur um vöktun og vottun þeirra gagna sem fylgja eiga umsókninni og verða lagðar til grundvallar úthlutun fyrir fjórða tímabilið. Þessum gögnum á að skila fyrir 30. maí 2019. Stjórnvald á að skila lista fyrir starfsstöðvar og fyrstu útreikninga fyrir úthlutaðar endurgjaldslausar heimildir fyrir 30. september 2019.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Setja þarf nýja reglugerð til innleiðingar á reglugerð (ESB). Lagastoð í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Varðandi úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til fyrirtækja á 4. viðskiptatímabili viðskiptakerfisins, skulu aðildarríki fyrir 30. september 2018 gefa út lista yfir fyrirtæki sem falla undir gildissvið skráningakerfisins. Á grundvelli listans skal lögbært yfirvald úthluta losunarheimildum fyrir 28. febrúar ár hvert, á árunum 2021-2030. Þannig mun Umhverfisstofnun hafa það hlutverk, eins og áður, að safna gögnum frá rekstraraðilum, útbúa lista yfir fyrirtæki, reikna út úthlutun til þeirra og úthluta losunarheimildum til einstakra fyrirtækja fyrir 28. febrúar ár hvert. Einnig mun Umhverfisstofnun sjá um álíka umsýslu í tengslum við úthlutun til nýrra þátttakenda hér á landi.

Þar sem árangursviðmið staðbundinnar starfsemi munu breytast á 4. viðskiptatímabilinu kemur framkvæmdastjórnin til með að útfæra nánari reglur þar um. Mikilvægt er að kynna slíkar reglur vel fyrir viðkomandi fyrirtækjum með kynningarfundum, auglýsingum og samskiptum við fjölmiðla.

Umhverfisstofnun sér fram á að þurfa að innheimta þjónustugjöld fyrir afgreiðslu umsókna um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda. Þó eru sjálfar losunarheimildirnar án endurgjalds skv. tilskipun 2003/87/EB, með síðari breytingum.

Mannaflaþörf: Frá árinu 2019 er gert ráð fyrir þörf á ½ stöðugildi til viðbótar vegna verkefna sem ekki er hægt að setja beint á einstaka fyrirtæki í samræmi við mengunarbótaregluna. Tengist það grunnvinnu við úthlutun, innleiðingu gerða, kynningarstarsemi og aukinni kröfu á samræmingu innan kerfisins. Umhverfisstofnun minnir á að hluti fjármagns sem kemur vegna uppboða losunarheimilda á að fara í rekstur kerfisins. Miklu skiptir að stofnunin hafi yfir að ráða nægum mannskap til að sinna þessu verkefni enda miklir hagsmunir í húfi bæði fyrir fyrirtæki en ekki síður ríkissjóð

Tekjur: Gert er ráð fyrir að þjónustugjöld standi undir kostnaði umsýslu vegna úthlutunar frá og með 2019. Umhverfisstofnun ítrekar að bætt verði við nýrri heimild til gjaldtöku fyrir þau nýju verkefni sem rétt er að gera fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir í samræmi við mengunarbótaregluna eins og fram kom í greiningu stofnunarinnar á reglugerð 410/2018. Stór hluti verkefna þessu tengd er þó ekki hægt að setja á einstaka fyrirtæki eins og vegna skyldubundinna samráðsfunda við ESB til að tryggja samræmda innleiðingu á kerfinu, vinnu vegna innleiðinga nýrra reglna, úttekta og ytra eftirlits á heildarkerfinu.

Þátttaka í DECLARE kerfinu hefur í för með sér aukinn kostnað. Samskipti aðildarríkja og framkvæmdastjórnarinnar um endurgjaldslausa úthlutun fara fram í gegnum DECLARE kerfið sem hefur verið notað frá 2014 þegar því var fyrst hleypt af stokkunum. Ísland hefur hingað til átt í samskiptum við framkvæmdastjórnina í gegnum tölvupóst en það er til skoðunar að taka þátt í DECLARE.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0331
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 59, 27.2.2019, p. 8
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2018)8664
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 52, 6.7.2023, p. 47
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 173, 6.7.2023, p. 48