32019R0494

Regulation (EU) 2019/494 of the European Parliament and of the Council of 25 March 2019 on certain aspects of aviation safety with regard to the withdrawal of the United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland from the Union


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/494 frá 25. mars 2019 um tiltekna þætti flugöryggis að því er varðar útgöngu Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Sambandinu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 042/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tillagan til komin vegna hugsanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings. Verði raunin sú munu skírteini sem gefin eru út á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 216/2008 og NBR í flugi af breskum yfirvöldum almennt ekki halda gildi. Hægt er að bregðast við þessu nú þegar m.a. með því að óska eftir því að flugmálayfirvöld í einhverju EES ríkjanna gefi út skírteinin eða óska eftir því að EASA gefi út skírteini fyrir lönd utan sambandsins. Fyrir ákveðnar framleiðsluvörur, hluti, búnað og fyrirtæki ákvað Framkvæmdastjórnin hins vegar að aðgerða væri þörf. Brotthvarf breska konungsríkisins án samnings hefur einkum áhrif á gildi skírteina og leyfa, sem verða ógild strax við útgöngu. Um er að ræða skírteini og leyfi sem eru gefin út samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1139 og reglugerð (EB) nr. 216/2008. Þetta mun hafa viðtæk áhrif m.a. hjá þeim flugrekendum sem eru í viðskiptum við bresk viðhaldsfyrirtæki um varahlutaviðgerðir og varahlutakaup. Hér á landi hefur gerðin jákvæð áhrif.

Nánari efnisumfjöllun

Sú gerð sem hér er til umræðu er til komin vegna hugsanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings við ESB og EES EFTA ríkin. Verði raunin sú að enginn samningur náist munu skírteini sem gefin eru út á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 216/2008 og NBR í flugi af breskum yfirvöldum almennt ekki halda fyrra gildi. Hægt er að bregðast við þessu nú þegar, m.a. með því að óska eftir því að flugmálayfirvöld í einhverju EES ríkjanna gefi út skírteinin, eða óska eftir því að EASA gefi út skírteini fyrir lönd utan sambandsins, e. third-country certificate.
Fyrir ákveðnar framleiðsluvörur, hluti, búnað og fyrirtæki „certain aeronautical products, parts, appliances and companies“ ákvað Framkvæmdastjórnin hins vegar að aðgerða væri þörf í því skyni að tryggja áframhaldandi viðurkenningu á umræddum hlutum. Um algera bráðabirgðaráðstöfun er að ræða á sviði þar sem talið er að aðgerðir séu nauðsynlegar.
Brotthvarf breska konungsríkisins frá Sambandinu án samnings hefur einkum áhrif á gildi skírteina og leyfa, sem verða ógild strax við útgöngu. Um er að ræða skírteini og leyfi sem eru gefin út samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1139 og reglugerð (EB) nr. 216/2008. Þetta mun hafa viðtæk áhrif m.a. hjá þeim flugrekendum sem eru í viðskiptum við bresk viðhaldsfyrirtæki um varahlutaviðgerðir og varahlutakaup.
Einkum er um að ræða:
• Certificates issued by manufacturers (“production organisations”) before the withdrawal date certifying compliance of newly manufactured products (other than aircraft), parts and appliances thus allowing the continued use in and on aircraft (Point 21.A.163(c) of Annex I to Regulation 748/2012)
• Certificates issued by maintenance companies (“maintenance organisations”) before the withdrawal date certifying compliance of products (incl. aircraft), parts and appliances which have undergone maintenance by them (Point 145.A.75(e) of Annex II to Regulation 1321/2014)
• Idem for aircraft other than complex motor powered aircraft (Point M.A.615(d) of Annex I to Regulation 1321/2014)
• Idem for parts and appliances installed aircraft other than complex motor powered aircraft (Point M.A.615(d) of Annex I to Regulation 1321/2014)
• Certificates issued by maintenance companies (“maintenance organisations”) before the withdrawal date certifying the completion of airworthiness review for light aircraft in the so-called European Light Aircraft 1 category ("ELA 1", for example certain sailplanes or light powered aircraft) (Point 145.A.75(f) of Annex II to Regulation 1321/2014)
• Certificates issued by companies overseeing the compliance of an aircraft ("continuing airworthiness management organisations") before the withdrawal date certifying the "airworthiness" of an aircraft (Points M.A.711(a).4 and M.A.711(b).1 of Annex I to Regulation 1321/2014
Gert er ráð fyrir að reglugerðin taki gildi sem fyrst. Lagalegur grunnur hennar er sjálfur Treaty on the Functioning of the European Union TFEU og er gert ráð fyrir að gerðin standi sjálfstæð sem sérlög framar öðrum reglum sem gilda kunna á umræddu sviði.
Skoða mætti hvort aðlögunar sé þörf vegna skírteina og vottorða sem gefin eru út á grundvelli reglugerðar 2018/1139, en ætla má að þess sé ekki þörf þar sem gerðin vísar einnig sérstaklega í skírteini sem gefin eru út á grundvelli 216/2008.
Umsögn, helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Hér á landi hefur gerðin jákvæð áhrif þar sem gagnkvæm viðurkenning verður áfram við Bretland um þau vottorð sem gerðin tekur til þann tíma sem gerðin heldur gildi sínu.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 28. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing fer væntanlega fram fram með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. .

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 28. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing fer fram með breytingu á reglugerð um flugvernd, nr. 750/2016.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0494
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 85, 27.3.2019, p. 11
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 894
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 57, 18.7.2019, p. 15
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 192, 18.7.2019, p. 50