Viðbúnaðarráðstafanir í almannatryggingum vegna útgöngu Bretlands úr ESB - 32019R0500
Regulation (EU) 2019/500 of the European Parliament and of the Council of 25 March 2019 establishing contingency measures in the field of social security coordination following the withdrawal of the United Kingdom from the Union


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/500 frá 25. mars 2019 um að koma á fót viðbúnaðarráðstöfunum að því er varðar samræmingu almannatrygginga í kjölfar úrsagnar Bretlands úr Sambandinu
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 06 Almannatryggingar |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 032/2019 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Tillaga að REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS nr. .. frá ..um að koma á fót viðbúnaðarráðstöfunum að því er varðar samræmingu almannatrygginga í kjölfar úrsagnar
Sameinaðs konungsríkis Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu.
Tillagan er hluti viðbúnaðarráðstafana ESB komi til þess að Bretland gangi úr ESB án útgöngusamnings. Fyrir liggur útgöngusamningur en óljóst er hvort breska þingið muni samþykkja hann. Tillagan kveður á um að beita skuli tilteknum ákvæðum gildandi almannatryggingareglugerða ESB til hagsbóta fyrir bæði ríkisborgara í ESB ríki og breska ríkisborgara sem nýtt hafa rétt sinn til frjálsrar farar milli ríkjanna fyrir þann dag er Bretland gengur úr ESB án samnings. Reglugerðin á að ganga í gildi daginn eftir birtingu í Stjórnartíðindum ESB og koma til framkvæmda daginn eftir útgöngu Bretlands úr ESB. Reglugerðin gengur þó ekki í gildi hafi útgöngusamningur við Bretland öðlast gildi fyrir þann dag.
Sameinaðs konungsríkis Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu.
Tillagan er hluti viðbúnaðarráðstafana ESB komi til þess að Bretland gangi úr ESB án útgöngusamnings. Fyrir liggur útgöngusamningur en óljóst er hvort breska þingið muni samþykkja hann. Tillagan kveður á um að beita skuli tilteknum ákvæðum gildandi almannatryggingareglugerða ESB til hagsbóta fyrir bæði ríkisborgara í ESB ríki og breska ríkisborgara sem nýtt hafa rétt sinn til frjálsrar farar milli ríkjanna fyrir þann dag er Bretland gengur úr ESB án samnings. Reglugerðin á að ganga í gildi daginn eftir birtingu í Stjórnartíðindum ESB og koma til framkvæmda daginn eftir útgöngu Bretlands úr ESB. Reglugerðin gengur þó ekki í gildi hafi útgöngusamningur við Bretland öðlast gildi fyrir þann dag.
Nánari efnisumfjöllun
Reglugerðin á að gilda um
a) ríkisborgara í aðildarríki, ríkisfangslausa og flóttamenn sem eru eða hafa fallið undir löggjöf í einu eða fleiri aðildarríki og sem eru eða hafa verið í aðstæðum sem varða Bretland fyrir þann dag er reglugerðin tekur gildi ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra og eftirlifendum
b) ríkisborgara í Bretlandi sem eru eða hafa fallið undir löggjöf í einu eða fleiri aðildarríkjum fyrir þann dag er reglugerðin tekur gildi ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra og eftirlifendum.
Markmiðið er að standa vörð um almannatryggingaréttindi þessara einstaklinga með því að kveða á um að aðildarríkin skuli beita áfram meginreglunum um jafna
meðferð, jafngildi og söfnun sem kveðið er á um í reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samhæfingu almannatryggingakerfa milli aðildarríkjanna og framkvæmdareglugerð (EB) með henni,
nr. 987/2009, sem og öðrum ákvæðum þeirra reglugerða sem eru nauðsynleg til að koma fyrrnefndum meginreglum til framkvæmda með tilliti til tryggðra einstaklinga, málavaxta eða atburða sem áttu sér stað og tímabila sem lokið var fyrir útgönguna.
Reglugerðin tekur til sömu flokka almannatrygginga og rg. (EB) nr. 883/2004, sbr. 3. gr. hennar.
Meginreglan um jafna meðferð sbr. 4. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 gildir um þá einstaklinga sem þessi reglugerð tekur til, hvað varðar allar aðstæður sem hafa átt sér stað fyrir þann dag er þessi reglugerð kemur til framkvæmda.
Meginreglan um jafngildi sbr. 5. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 gildir með tilliti til bóta eða tekna sem aflað hefur verið sem og málavaxta eða atburða sem átt hafa sér stað í Bretlandi fyrir þann dag er þessi reglugerð kemur til framkvæmda.
Meginreglan um söfnun sbr. 6. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 gildir með tilliti til trygginga-, starfs- eða búsetutímabila í Bretlandi fyrir þann dag er þessi reglugerð kemur til framkvæmda.
Reglugerðin gildir með fyrirvara um gildandi almannatryggingasamninga milli Bretlands og eins eða fleiri aðildarríkis sem eru í samræmi við 8. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 og 9. gr. rg. (EB) nr. 987/2009.
Reglugerðin gildir með fyrirvara um almannatryggingasamninga milli Bretlands og eins eða fleiri aðildarríkja sem gerðir eru eftir þann dag er sáttmálinn hættir að gilda gagnvart og í Bretlandi og sem taka til tímabila sem liðað hafa fyrir þann dag er þessi reglugerð kemur til framkvæmda svo fremi sem samningarnir hrinda í framkvæmd þeim meginreglum sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr. 5. gr. og beita ákvæðunum sem kveðið er á um í 3. mgr. 5. gr. þessarar reglugerðar, og byggjast á meginreglum reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og eru í sama anda.
a) ríkisborgara í aðildarríki, ríkisfangslausa og flóttamenn sem eru eða hafa fallið undir löggjöf í einu eða fleiri aðildarríki og sem eru eða hafa verið í aðstæðum sem varða Bretland fyrir þann dag er reglugerðin tekur gildi ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra og eftirlifendum
b) ríkisborgara í Bretlandi sem eru eða hafa fallið undir löggjöf í einu eða fleiri aðildarríkjum fyrir þann dag er reglugerðin tekur gildi ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra og eftirlifendum.
Markmiðið er að standa vörð um almannatryggingaréttindi þessara einstaklinga með því að kveða á um að aðildarríkin skuli beita áfram meginreglunum um jafna
meðferð, jafngildi og söfnun sem kveðið er á um í reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samhæfingu almannatryggingakerfa milli aðildarríkjanna og framkvæmdareglugerð (EB) með henni,
nr. 987/2009, sem og öðrum ákvæðum þeirra reglugerða sem eru nauðsynleg til að koma fyrrnefndum meginreglum til framkvæmda með tilliti til tryggðra einstaklinga, málavaxta eða atburða sem áttu sér stað og tímabila sem lokið var fyrir útgönguna.
Reglugerðin tekur til sömu flokka almannatrygginga og rg. (EB) nr. 883/2004, sbr. 3. gr. hennar.
Meginreglan um jafna meðferð sbr. 4. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 gildir um þá einstaklinga sem þessi reglugerð tekur til, hvað varðar allar aðstæður sem hafa átt sér stað fyrir þann dag er þessi reglugerð kemur til framkvæmda.
Meginreglan um jafngildi sbr. 5. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 gildir með tilliti til bóta eða tekna sem aflað hefur verið sem og málavaxta eða atburða sem átt hafa sér stað í Bretlandi fyrir þann dag er þessi reglugerð kemur til framkvæmda.
Meginreglan um söfnun sbr. 6. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 gildir með tilliti til trygginga-, starfs- eða búsetutímabila í Bretlandi fyrir þann dag er þessi reglugerð kemur til framkvæmda.
Reglugerðin gildir með fyrirvara um gildandi almannatryggingasamninga milli Bretlands og eins eða fleiri aðildarríkis sem eru í samræmi við 8. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 og 9. gr. rg. (EB) nr. 987/2009.
Reglugerðin gildir með fyrirvara um almannatryggingasamninga milli Bretlands og eins eða fleiri aðildarríkja sem gerðir eru eftir þann dag er sáttmálinn hættir að gilda gagnvart og í Bretlandi og sem taka til tímabila sem liðað hafa fyrir þann dag er þessi reglugerð kemur til framkvæmda svo fremi sem samningarnir hrinda í framkvæmd þeim meginreglum sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr. 5. gr. og beita ákvæðunum sem kveðið er á um í 3. mgr. 5. gr. þessarar reglugerðar, og byggjast á meginreglum reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og eru í sama anda.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Á ekki við |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Engar laga- eða reglugerðabreytingar |
---|---|
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað |
---|
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Félags- og húsnæðismálaráðuneyti |
---|---|
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu | Fjármála- og efnahagsráðuneytið |
Ábyrg stofnun | Tryggingastofnun ríkisins |
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu | Ríkisskattstjóri |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32019R0500 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 85, 27.3.2019, p. 35 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
COM numer | COM(2019) 53 |
---|---|
Dagsetning tillögu ESB | |
Dagsetning tillögu | |
Samþykktardagur i ESB |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 57, 18.7.2019, p. 4 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 192, 18.7.2019, p. 43 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
---|---|
Viðeigandi lög/reglugerði |