EU lénið - 32019R0517

Regulation (EU) 2019/517 of the European Parliament and of the Council of 19 March 2019 on the implementation and functioning of the .eu top-level domain name and amending and repealing Regulation (EC) No 733/2002 and repealing Commission Regulation (EC) No 874/2004


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517 frá 19. mars 2019 um að taka í notkun höfuðlénið .eu og hlutverk þess og um breytingu og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 733/2002 sem og niðurfellingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 874/2004
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.04 Þjónusta tengd upplýsingasamfélaginu
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 083/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin felur í sér breytingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 733/2002 frá 22. apríl 2002 um að taka í notkun .eu höfuðlénið sem og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 874/2004 frá 28. apríl 2004 um reglur um opinbera stefnu varðandi .eu höfuðlénið og hlutverk þess ásamt meginreglum um skráningu lénsins. Með tillögunni er ætlunin að gera reglurnar um höfuðlénið .eu. sveigjanlegri og betri í notkun.

Nánari efnisumfjöllun

Tillagan felur í sér breytingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 733/2002 frá 22. apríl 2002 um að taka í notkun .eu höfuðlénið sem og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 874/2004 frá 28. apríl 2004 um reglur um opinbera stefnu varðandi .eu höfuðlénið og hlutverk þess ásamt meginreglum um skráningu lénsins.

Með tillögunni á að fella niður óþarfar reglur um lénið .eu og gera reglurnar þannig að af þeim hljótist sem minnst óþarfa umstang. Þetta er gert þar sem samkeppni mun væntanlega fara vaxandi um skráningu og úthlutun léna. Draga á úr íþyngjandi málsmeðferð og umsýslu við skráningu lénsins og slaka á úthlutunarskilyrðum.

Tillagan felur hvorki í sér eðlisbreytingu á starfsemi höfuðlénsins .eu frá því sem nú er, né er verið að auka íþyngjandi kvaðir. Fremur er markmiðið að slaka á kröfum og gera reglurnar sveigjanlegri og betri í notkun.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Í skoðun
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0517
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 91, 29.3.2019, p. 25
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 231
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 22, 16.3.2023, p. 28
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 78, 16.3.2023, p. 30